Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Qupperneq 36

Fálkinn - 07.02.1962, Qupperneq 36
36 FÁLKINN CAROLINE Frh. af bls. 17. af sorg og örvæntingu. Og þegar tími var til kominn, að prinsessan leggði af stað frá Englandi, var það ákveðið, að brezki hirðmálarinn Sir Josua Reynolds, málaði mynd af prinsessunni, áður en hún yfir- gæfi heimkynni sín. — Þetta var erfitt verk, sagði hirðmálarinn, — því að prinsessan grét næstum stöð- ugt meðan hún sat fyrir hjá mér. Það var engu líkara en Caro- line fyndi á sér, að hún mundi ekki verða hamingjusöm í hinu framandi landi. Af mörgum ástæðum von- aði danska hirðin, að gifting- in mundi hafa góð áhrif á konunginn og binda enda á hið spillta og óeðlilega líferni hans. Það var sannarlega óham- ingjusöm prinsessa, sem 8. nóvember 1766 varð dönsk- norsk drottning, en hirðin hafði strax tekið eftir, að Caro- line Mathilde var aðlaðandi og fullþroska kona, þrátt fyr- ir æsku sína, og að hún var tvímælalaust með fegurstu konum, sem dvöldust við hirð- ina. Hún var með öðrum orð- um gædd kvenlegum yndis- þokka og fegurð í ríkum mæli. En það voru ekki aðeins þess- ir kostir hennar, sem vöktu athygli á henni, og gerðu ráða- menn hirðarinnar bjartsýna um framtíð hjónabandsins. Það kom í ljós, að hún var gædd miklum gáfum og hug- rekki, en slíkir eiginleikar voru vandfundnir hjá öðru kvenfólki við hirðina. — Jafn- vel konungurinn fór að fá á- huga á drottningu sinni! Síðar kom þó í ljós, að all- ar vonir manna um breytta lifnaðarhætti konungsins, brugðust gjörsamlega. Svall- bræður hans höfðu áfram full tök á honum . . . (Framh. í næsta blaði). ★ Heitar pylsur Einn af merkustu uppfynd- ingamönnum heims, ef svo má að orði kveða, er nýlega lát- inn í Bandaríkjunum. Hann hét Harold Stevens og var 83 ára er hann dó. Stevens var af ensku bergi brotinn, en fluttist mjög ungur til Banda- ríkjanna. Honum varð fyrst vel ágengt í Bandaríkjunum, er hann fór að selja uppfind- ingu sina, ,,the hot dog“, sem á íslenzku nefnist heitur hund- ur, og er soðin pylsa með sinn- epi, skorðuð í sérstakt brauð. Hann og þrír bræður hans byrjuðu á því að selja þessar pylsur á knattleikjum í Nýju Jórvík og þessi litli réttur varð brátt svo vinsæll, að bræðurn- ir urðu að færa út kvíarnar og stofna fyrirtæki, sem fram- leiddi slíkar pylsur. Urðu bræðurnir bráðlega vel auð- ugir og var Harold Stevens margmilljónungur, þegar hann lézt. En þessar pylsur eru víða vinsælar, og hér á íslandi hef- ur mönnum löngum þótt gott að narta í þær af og til. Því má með sanni segja, að Harold Stevens hafi verið einn af vel- gjörðamönnum hins menntaða heims. ★ Bílakaup Clark Lynn og kona hans, Betty Lou, voru nýlega hand- tekin í Saltvatnsborginni í Bandaríkjunum. Voru þau tek- in föst vegna þess að þau höfðu reynt að kaupa bíl og láta sex mánaða barn þeirra sem greiðslu fyrir hann. Bílasalinn vildi ekki taka við þessari greiðslu og lét lögregluna vita um tiltæki þeirra hjóna. — Enda þótt verzlunin gangi erfiðlega á stundum, sagði hann, erum við ekki það illa settir, að við tökum börn upp í greiðslu á bílum. ★ Draumur Hinn hugaða lassaróna, sem svaf venjulega undir brú Hinriks fjórða í París, dreymdi á hverri nóttu, að hann væri millj ónamæringur. Dag nokkurn, þegar hann gekk betlandi um, gaf vin- gjarnleg kona, sem hafði ekki smámynt á sér, honum miða í ríkishappdrættinu. — Gæfan fylgi þér, sagði hún. Og gæfan fylgdi honum, því að á seðilinn kom vinn- ingur, sem gerði betlarann að milljónamæring í gömiu frönkunum. Og nú dreymir hann, að hann sé orðinn lassaróni aftur. Við barinn Þrír barfélagar ræddu þung- lyndislega um með hverjum þeir vildu verða jarðaðir. —- Ég vildi láta jarða mig við hliðina á Grant hershöfð- ingja. Það koma þúsundir gesta árlega til grafhýsis hans. —- Ég vildi nú heldur láta jarða mig við hliðina á Shake- spaere, sagði annar. — Ég held að ég velji Mari- lyn Monroe til þess að hvíla hjá, sagði sá þriðji. — En Marilyn Monroe er ekki dauð, sögðu hinir tveir. —■ Veit ég það, svaraði hann, ekki ég heldur. ★ Hetjudáð Loks rann það upp fyrir hín- um gamla brezka hermanni, sem barizt hafði hraustlega í síðustu styrjöld, að hinn efni- legi sonur hans vissi ekki neitt um þennan mikla atburð í ver- aldarsögunni. Og hann settist því hjá syni sínum eitt kvöld og tók að skýra honum frá, hvað gerzt hefði. Faðirinn sagði drengnum þannig frá, að eigin hetjudáðir voru ætíð efst- ar á blaði, bæði í bardögum í eyðimörkinni, á Ítalíu og í Frakklandi. -— Fylgist þú með? spurði faðirinn. — Já, pabbi, en það er eitt, sem ég skil ekki. — Og hvað er það, dreng- ur minn? — Hvað voru allir hinir her- mennirnir að gera? ★ TRÚIOFUNAR ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.