Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Qupperneq 6

Fálkinn - 04.04.1962, Qupperneq 6
PANDA DG LANDKDNNUÐURINN MIKLI „Þetta er óvæntur sandbylur“, sagði landkönuðurinn, og ofsafenginn“. „Já ... etsh — tish“, hraut upp úr Panda. „Tókstu eftir því, að hann kora stuttu eftir að þotan flaug aftur yfir okkur?“ Panda þagnaði, þegar þotan flaug aftur yfir þá. Aftur kom þessi gríðarmikli sandbylur yfir þá. „Þetta getur verið til- viljun“, hrópaði Panda að félaga sínum. Þegar flug- vélin komst út úr bylnum, voru sandskýin á eftir henni. Það var augljóst, að flugvélin tók óeðlilega dýfur vegna sandstormsins. Flugvél landkannaðarins var hlaðin sandi og þeir félagar voru á kafi upp í háls í sandi. „Þetta er Aloy- sius frændi aftur“, sagði landkönnuðurinn. „Hann er alltaf að valda okkur vandræðum“. Litla flugvélin, hristist öll og skalf, og tók nú að hrapa. „Við erum að hrapa“, hrópaði Panda. „Auðvitað, vélin er alltof þung“, svaraði hinn óbifanlegi förunautur hans. „Jafn- skjótt og við lendum, verðum við að moka sandinum úr vélinni. Við erum yfir hættulegu svæði“. Aloy- sius frændi fylgdist með því sem var að gerast með einskærri ánægju. „Þetta er fyrsta atriðið í áætlun minni“, sagði hann við sjálfan sig. „Nú er það atriði nr. 2“. Hann greip sandpoka, sem hann hafði geymt vandlega í þessum tilgangi.. . „Við verðum að flýta okkur“, sagði landkönnuðurinn við Panda meðan þeir hömuðust við að moka sand- inum úr vélinni. „íbúar þessa landsvæðis eru óvin- veittir í garð ókunnugra. Ég vil ekki að þeir komi að okkur hér. Aloysius frændi hafði hins vegar verið að litast um og hrósaði happi, þegar hann kom auga á lítinn hóp innfæddra bak við svolitla hæð. „Aha, einmitt það, sem mér hentar bezt“, sagði hann glott- andi. Og hann stýrði vélinni niður á við og miðaði vandlega. Foringi hópsins fékk allt í einu, þar sem hann sat hinn rólegasti á hesti sínum, sandpoka í bakið og flaug af baki. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.