Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Qupperneq 16

Fálkinn - 04.04.1962, Qupperneq 16
HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ Við miðdegisverðarboð eitt var Mark Twain eitt sinn borðherra May Sinclair, sem var enskur rithöfundur. Þetta var þöglasta borðdama, sem Mark Twain hafði nokkru sinni setið við hliðina á. Enda þótt hann reyndi að hefja samræður, svaraði hún ekki. Hún sagði varla orð meðan á máltíð- inni stóð. Þegar máltíðinni var lokið, leiddi Mark Twain hana að dagstofudyrun- um. Um leið og hann opnaði þær fyrir hana, horfði hann fast á hana lyfti fingrinum upp að vörunum og sagði: — Uss. Þegar fólkið hafði fengið sér sæti í dagstofunni upphóf skáldkonan sína raust: — Hvers vegna gerði hann þetta? spurði hún húsmóðirina. — Ég sagði ekki eitt einasta orð. ★ Kennslukonan í sunnudagaskólan- um horfði skelfingu lostin á teikningu, sem einn nemenda hennar hafði gert. — En þetta er kúreki á leið inn í vínbúðina, sagði hún og sló sér a lær. — Já, svaraði barnið. — Það er hann. En hann er ekki að fara þangað til þess að drekka. Hann ætlar bara að skjóta einn mann. ★ Enskan knattspyrnuþjálfara dreymdi einhverju sinni, að hann væri dauður og væri staddur í himnaríki, þar sem sankti Pétur bað hann um að safna í lið. Augu þjálfarnas tindruðu, þegar hann byrjaði að velja og sá alla kappana, sem stóðu umhverfis hann. Þarna voru allar gömlu hetj- urnar frá Hudderfield, Wolverhamp- ton, Leeds o. s. frv. -—- Þetta verður mesti leikur sem nokkru sinni verður háður, hugsaði hann með sjálfum sér. Á sama augnabliki hringdi síminn. Það var fjandinn sjálfur, hann var að spyrja frétta. — Þið hafið enga möguleika á að 16 FÁLKINN sigra, sagði þjálfarinn. Ég hef beztu leikmenn í heimi. — Það veit ég ósköp vel, svaraði skolli. En ég er með alla dómarana. k Stuttu fyrir jól kom amerískur olíu- konungur inn í virðulega franska list- munaverzlun og keypti þrjú málverk eftir Van Gogh, fimm eftir Picasso, sex eftir Toulouse —• Lautrec og nokkrar myndir eftir Monet, Manet og Corots. — Við skulum nú sjá, sagði hann við konu sína. — Nú höfum við keypt jólakortin. Nú skulum við fara og kaupa gjafirnar. ★ Elsa belja var á beit öðrum megin við gaddavírsgirðinguna. Allt í einu sá hún Ferdinand bola hinum megin. Elsa blikkaði Ferdinand og hann stökk yfir girðinguna til hennar. — Ert þú Ferdinand naut? spurði hún. — Kallaðu mig bara Ferdinand, sagði hann. Girðingin var hærri heldur en ég hélt. Tveir Texasbúar stóðu upp við kádiljákana sína og reyktu Havana- vindla. Þá segir annar: — Þegar maður hugsar um það, að forfeður okkar höfðu hvorki bíla, flugvélar né síma, þá verður manni hugsað til þess, hvernig í ósköpunum, þeir hafi eigin- lega farið að Því að lifa. — Það gátu þeir heldur ekki, svar- aði hinn og beit í vindilinn. — Þeir eru jú allir dauðir. ★ Verksmiðjueigandi var að sýna viðskiptavini frá löndunum austan járntjalds verksmiðjur sínar. Þá var flautað í miðdegismat og hundruð verkamanna flýttu sér burt. Þá varð gesturinn hræddur. — Þeir eru allir að flýja, sagði hann. Getið þér ekki stöðvað þá. — Þér þurfið ekki að óttast neitt um þá, þeir koma aftur. Gesturinn leit efins á verksmiðju- eigandann, en þegar flautað var aftur, komu mennirnir til vinnu. Litlu seinna hófu þeir samningsgerðina. —Nú, með tilliti til þeirra véla, sem þér höfðuð áhuga að kaupa .. . Viðskiptavinurinn frá járntjalds- löndunum greip fram í fyrir honum: — Það skulum við ræða seinna, sagði hann. — Segðu mér fyrst, á hvað viljið þér láta þessa flautu? k Hún var að lesa tölur yfir fædda og látna. — í hvert skipti, sem ég anda, deyr einhver, sagði hún. — Jæja, sagði hann. Hefurðu notað tannkrem? Dómur Bandaríska kvikmyndin ,,Dómurinn í Niirnberg“ hefur hlotið geysigóðar móttökur gagnrýnenda í öllum þeim löndum, þar sem hún hefur verið sýnd. Hinn kunni gagnrýnandi New York Herald Tribune, Paul V. Beckley, kaus hana fjórðu beztu mynd ársins 1961. Á undan henni voru aðeins Ljúfa líf, Vest Side Story og Sunnudagskvöld og mánudagsmorgun. Vonandi líður ekki á löngu þar til íslenzkir kvikmynda- húsgestir fá að sjá umrædda mynd. „Dómurinn í Nurnberg“ er gerð af hinum fræga leikstjóra Stanley Cram- er og með aðstoð fjölmargra kunnra leikara í Hollywood hefur hann búið í listrænan búning réttarhöldin gegn leiðtogum nazista eftir heimsstyrjöld- ina síðari. í myndinni koma fram nokkrir leikarar, sem ekki hafa sézt á hvíta tjaldinu í fjölda ára. Þarna fá menn tækifæri til að sjá aftur Marlene Dietrich og Judi Gar- land, sem ekki hafa fengizt við kvik- myndaleik árum saman. Marlene Dietrich leikur ekkju prússnesks liðsforingja, sem tekinn

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.