Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Page 17

Fálkinn - 04.04.1962, Page 17
KVIKMYNDIR - KVIKMYIXIDIR - KVIKMYIMDIR - KVIKMYIMDIR - KVIKMYIMDIR - KVIKMYIMDIR í Nnrnberg og Fórnin heíur verið af lífi og Judi Garland var fengið í hendur hið stóra hlutverk Fraulein Irene — eins af hinum ótelj- andi fórnarlömbum nazista. Montgo- mery Clift leikur fyrrverandi stríðs- fanga, -—- lítið en mjög þýðingarmikið hlutverk, sem Clift hafði svo mikinn áhuga á, að hann bauðst til þess að leika það endurgjaldslaust. Af öðrum aðalleikendum ber að geta Spencer Tracy í hlutverki dómarans, Richard Widmark sem ákærandann, og ákærði er leikinn af Burt Lanccaster. Fá þeir báðir mjög góða dóma fyrir leik sinn. Réttarhöldin í Nurnberg vöktu geysiathygli á sínum tíma og enn hafa hugir manna beinzt að svipuðum réttar- höldum, sem sé réttarhöldunum yfir Eichmann. Þess vegna má segja, að þessi kvikmynd komi á markaðinn á réttum tíma. Undirbúningurinn að 'myndinni hefur tekið mörg ár og ekk- ert hefur verið sparað til þess að gera hana sem bezt úr garði. Mestur hluti myndarinnar er leikinn nákvæmlega eftir því sem gerðist á sínum tíma í Niirnberg í réttarsalnum, en allar senur úti eru teknar í Berlín. Kvikmyndin Fórnin, sem Dirk Bo- garde leikur í, hefur vakið miklar deil- ur og umtal í Bretlandi og víðar, þar sem hún hefur verið sýnd. Myndin fjallar um mannlegan breyskleika og afleiðingar hans, á líf mannsins í blíðu og stríðu. Aðalhlutverkið er leikið af hinum þekkta leikara Dirk Bogarde, sem ís- lendingum er að góðu kunnur úr lækna- myndunum, er sýndar voru hér fyrir nokkrum árum við mikla aðsókn í Gamla Bíó. Bogarde hefur eins og kunnugt er, átt mikilli hylli meðal kvenna að fagna, en sagt er að hann eigi á hættu að missa hana, vegna leiks síns í þessari mynd. Hann leikur nefnilega mann, sem ekki aðeins leikur ástarhlutverk gagn- vart konu sinni, heldur líka gagnvart öðrum — karlmanni. Bogarde hefur annars lýst því yfir, að hann hafi tekið hlutverkinu vegna þess, að það markaði spor í sögu enskra kvikmynda og leikferils hans sjálfs. í enskum myndum hefði hingað til verið hægt að sjá allt, nema lífið sjálft, eins og það er í raun og veru. Og það eitt ætti að nægja til þess, að enska kvik- myndahúsgesti langaði einu sinni til þess að sjá sannleikann, nakinn, á hinu hvíta tjaldj, en ekki bara ævintýri, sem væru aðeins gerð til þess að blekkja menn eða til að stytta mönnum stundir. — Við höfum, segir leikarinn, ofmet- ið það, sem kallað er vinsældir. Og oft hefur það komið í Ijós, að ungling- ar, sem einna taumlausastir eru í tilbeiðslu sinni á einhverju kvikmynda- Framhald á bls. 31. Efsta myndin t. h. er af Judy Gar- land sem fórnarlambi nazista. Efsta mynd t. v. er Dirk Bogarde í hlutverki Iögfræðingsins í Fórninni, ásamt Nor- man Bird. Neðri myndin talið frá vinstri: Mar- Iene Dietrich og Spencer Tracy. Richard Widmark sem ákærandinn. Hjónin í Fórninni; Dirk Bogarde, Sylvia Syms, Peter Copley, Dennis Price og Bogarde.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.