Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Síða 19

Fálkinn - 04.04.1962, Síða 19
Forvitni er ýmist talinn löstur eða kostur. Flestir eru þó örlítið forvitnir og sumir svo, að þeir eru með nefið niður í öllu, sem þeim kemur oftast nær ekkert við. En það er ekki nema mann- legt að vilja vita, hvað gerist á bak við tjöldin á hinum og þessum stöðum. Fálkinn brá sér því ekki alls fyrir löngu niður í gömlu Iðnó og litaðist um og hleraði að tjaldabaki, þegar sýning stóð yfir á Kviksandi, en það leikrit hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Leikhúsgestir eru þegar farnir að tínast inn um dyrnar, sem snúa út að tjörninni, þegar við smokrum okkur inn bakdyramegin. Þær dyr snúa út að Vonarstræti og eru varla greinanlegar frá hinni eiginlegu hlið hússins, svo vel falla þær inn í umhverfið. Þegar inn er komið verður fyrir manni svo- lítill gangur, sem mætti kalla forstofu, en þaðan eru aðeins örfá skref upp á leiksviðið sjálft. Vinstra megin í gang- inum eru dyr og er þær hafa verið opn- aðar, blasir við þröngur stigi niður í kjallara. Stiginn er klæddur bláum dúk og við læðumst hljóðlega niður. Fyrr en varir verður fyrir okkur lítið her- bergi. Það er borð í miðju herberginu og undir því eru tveir kassar fullir af skófatnaði, karla og kvenna. Á borðinu er stafli af leikskrám. Á einum veggn- um er útvarp, mjög gamalt, sennilega frá 1930 eða jafnvel eldra. Það er ekki nokkur maður sjáanlegur ennþá. Allt í einu glymur rödd í útvarpinu: — Tíu mínútur eru eftir. Þá opnast ein hurðin á hliðarherberginu og út kemur Stein- dór Hjörleifsson. Brátt eru hinar hurð- irnar rifnar upp á gátt og einn af öðr- um stinga leikararnir nefinu út um gættina. — Það fer að koma tími til að Glenn fari upp, segir Steindór. — Hann er farinn upp, segjum við — V' (t ég það, segir Steindór. En það er eins og að fara upp í geimfar að klífa þennan stiga hérna, segir hann og opnar hurð eina. Þar liggur stigi afar þröngur, svo þröngur, að það er rétt svo að Steindór kemst þar upp. — Ég fer hérna upp í fyrsta þætti, svo er ég laus við stigafjandann. — Það eru tvær mínútur eftir, glym- ur í hátalaranum í útvarpinu. Leikararnir búa sig undir að ganga upp á sviðið, þ. e. a. s. þeir sem eiga að vera á sviðinu, þegar leikurinn hefst. — Það er ein mínúta eftir, heyrist í útvarpinu, um leið og bjalla hringir á hinum veggnum. Aðstoðarfólkið og brunavörðurinn fá sér sæti við borð- ið í miðju herberginu og fara að spila Manna í mestu makindum. — Er sæmilegt hús? spyr Birgir Brynjólfsson. — Aftur á 10. bekk, svarar Helgi Skúlason. Það heyrist ógnarhávaði í útvarpinu. Helgi leggur við hlustir. — Við þurfum að fara að láta rigna á okkur, Birgir, segir Helgi. — Hvernig gerið þið það? spyrjum við. Það er frost úti. — Við förum nú bara hérna inn í herbergið frammi á ganginum og aus- um yfir hvern annan vatni. Við eigum nefnilega að koma votir inn á sviðið. Síðast vorum við of örlátir á vatnið Efst til hægri: Gísli Halldórsson — („Maður lærir margt við að gifta sig“). I miðju: Brynjólfur Jóhannes- son („Það hefur borið við, að maður hafi hlegið svo mikið á sýningu, að hann hafi dáið, þegar1 hann kom heim“). Neðst: Helga Bachmann (Hún er rnest á sviðinu af öllum leik- endum í Kviksandi). Stóra myndin til vinstri: Guðmundur Pálsson, Birg- ir Brynjólfsson og Steindór Hjör- leifsson huga að sminkkassa og finna þar sitt af hverju. (Ljósmynd- ari FÁLKANS, Jóhann Vilberg).

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.