Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Page 27

Fálkinn - 04.04.1962, Page 27
mannahafnar til náms. Margt breytist á skemmri tíma. Ný kynslóð var að taka við og þeir sem voru með Jóni við nám voru fyrir löngu horfnir heim. En Jón Vestmann var einn mesti ævintýra- maður íslenzkur. Hann varð fljótt þekkt- ur í Kaupmannahöfn, bæði fyrir ævin- týraríka ævi og mikla og óvenjulega þekkingu, sem hann hafði aflað sér suð- ur í Barbaríinu. En brátt urðu á leið hans ný ævintýri, sérkennileg og fá- heyrð eins og áður. Þegar Jón Vestmann kom til Kaup- mannahafnar var þangað kominn til náms bróðursonur hans, sonur síra Jóns prófasts á Melum í Melasveit. Þessi ungi maður hét Daði Jónsson og var við trésmíðanám í Höfn, sennilega einn sá fyrsti, sem stundaði slíkt nám á erlendri grund. Með Jóni Vestmann og Daða tókst brátt kunningsskapur og vinátta. Þeir hafa ef til.vill verið líkir Gíslasonar: NG YRKJUM að nokkru, að minnsta kosti voru báðir , ófyrirleitnir og létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Daði spurði Jón frænda sinn um margt sem á daga hans hafði drifið í Suðurálfu. Jón sagði frænda sínum frá mörgu. Eitt sinn, ef til vill yfir ölglasi, sagði hann honum frá því, að hann lét umskerast þar syðra og kastaði krist- inni trú. Eflaust hefur hinum unga borgfirzka manni þótt þetta furðulegt, og ef til vill hefur hann hneykslast nokkuð á því. En Daði var ekki að liggja á þessu ævintýri frænda síns. Hann sagði frá því, að Jón Vestmann hefði látið umskerast suður í Barbarí- inu og kastað kristinni trú. Kom þar þessum orðrómi, að hann barst til eyrna sjálfum biskupinum yfir Sjálandi. Bisk- up tók þetta allóstinnt upp í fyrstu og vildi að Jóni Vestmann yrði stranglega hegnt fyrir þessa synd, og jafnvel að hann léti lífið. En „Rikisens Concellere“ lagði Jóni Vestmann lið, og slapp Jón við að taka opinberar skriftir í sjálfri Hólmskirkju og var fullkomlega tekinn aftur í kristna kirkju. Þessar skriftir fóru fram árið 1646. Eftir það varð Sjá- landsbiskup vinur og stuðningsmaður Jóns Vestmanns. Jón Vestmann lærði ýmislegt merki- legt af Tyrkjum. Það er mælt að hann hafi fyrstur látið smíða eða sagt fyrir hvernig smíða ætti hjólbörur í Dan- mörku. Þótti þetta merk nýjung — og var það. Jón lærði sjókortagerð í Bar- baríinu. Danir sáu brátt að þessi þekk- ing Jóns gæti komið að góðum notum. Var hann því skipaður af konungi 20. febrúar árið 1647 til að gera sjókort. Fekk hann álitleg laun, auk kosts og ókeypis íbúðar. Starf hans heyrði undir sjóherinn og var hann í miklu áliti í Kaupmannahöfn. Leið svo fram um stund. Veturinn 1649 varð Jón Vestmann fyrir því slysi að detta og lærbrotna. Brotið hafðist illa við og kom illt í sárið. 26. marz var Jón „liggjandi beinbrotinn í rúmi sínu“, gefinn saman við stúlku að nafni Margrete Pedersdatter af Fomern, og er tekið fram í kirkjubók- inni að hún væri þunguð orðin. Þremur dögum síðar var Jón Vestmann látinn. Kona Jóns átti dóttur, er skírð var Margrét 21. ágúst 1649. Um dauðamein Jóns Vestmanns spunnust nokkrar sög- ur. Sumir greina, að hann hafi fyrst verið í þingum við móður stúlkunnar sem hann kvæntist, og hafi hún ætlað sér hann. En þegar hún vissi að hann vildi hana ekki, hafi hún valdið slysi hans. Þessi sögn er auðvitað í fullkomnu samræmi við hugsunarhátt aldarinnar, og sýnir vel hjátrú og ímyndun fólks- ins. Jón Vestmann fær hin beztu eftir- mæli hjá öllum, jafnt háum sem lágum. í þennan mund voru nokkrir íslending- ar við háskólanám í Kaupmannahöfn og báru þeir fljótt fregnina um lát hans heim til íslands og hinn mikla orðstír er Jón hafði getið sér þar í borg. Hall- dór Jónsson síðar prestur í Reykholti í Borgarfirði var við háskólanám í Kaupmannahöfn. Hann var frændi Jóns Vestmanns og tókst með þeim hin bezta vinátta. Halldór vakti yfir Jóni síðustu nóttina, sem hann lifði. Frá Halldóri eru sagnir sem hér eru notaðar aðal- uppistaðan. Jón Vestmann var í miklu áliti í Kaupmannahöfn, sérstaklega fyrir hina miklu þekkingu, sem hann hafði öðlast í Barbaríinu á ýmsum hlutum sem lítt voru þekktir í Norðurálfu. Hann var einnig mikill taflmaður og virðist hafa numið þá list til hlítar í Suðurálfu. Einn af þekktustu menntamönnum Danmerkur, Ole Worm, ritar biskupun- um báðum á íslandi um lát Jóns Vest- manns. í bréfi til Brynjólfs Sveinsson- ar biskups í Skálholti, sem ritað er 10. maí 1649, kemst prófessorinn svo að orði: „Vér höfum misst landa yðar Jón Vestmann, vissulega frábæran mann að gáfum og margskonar þekkingu. „Eg harma lát hans næsta mjög, því að hann var náinn vinur minn.“ En í bréfi til Þorláks biskups Skúlasonar segir Ole Worm: „Nýlega dó hjá oss Jón Vest- mann, sannarlega maður, er jafnt höfð- ingjar harma sáran. Um þann atburð munu aðrir segja þér ítarlega." Þessi ummæli sýna glögglega, hversu menntuðum og ráðandi mönnum í Dan- mörku fannst til um Jón Vestmann, dugnað hans og þekkingu. Hiklaust má telja, að Jón Vestmann sé í fremstu röð afreksmanna landsins. Örlög hans voru grimm, en hann vann mikla sigra. Landar hans í Kaupmannahöfn hafa sjálfsagt aukið og ýkt sagnirnar um hann eftir hans dag, og þar að auki hafa þær ennþá ýkzt, þegar heim til íslands kom. Margar sagnir eru til um Jón Vest- mann, sem ekki eru raktar hér, en eru sennilega langt frá veruleikanum. Jón Vestmann varð í augum landa sinna sem sannur ævintýramaður. Svaðilfarir hans í Suðurálfu þóttu hinar ævin- týralegustu. Hann varð því snemma þjóðsagnapersóna, sem stóð af nokkur ljómi, en fyrst og fremst maður, sem furðusögur mynduðust um. Jóni Vestmann auðnaðist ekki að komast til íslands aftur. En hann batt tryggð við ættfólk sitt og ættland. Sést það bezt af því, að hann tók þátt í því með bræðrum sínum að gefa út sálma föður þeirra, síra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts. Þeir komu út á Hólum árið 1652Í að vísu eftir lát Jóns Vestmanns. Heimildir: Tyrkjaránið á íslandi, Saga Vestmannaeyja, Ársrit Fræðafé- lagsins, Menn og menntir, fslenzkar æviskrár, Saga íslendinga, Alþingis- bækur íslands, Ættartölubók síra Jóns Halldórssonar hins fróða, Árbækur Espólíns, Blanda, Kláus Eyjólfsson, ýmis skjöl í þjóðminjasafni og fleira. Hinum ævintýraríku sjóferðum og reyfaraskap fylgdi ýmis konar svall og gjálífi. Víkingar þessa tíma voru of djarfir til kvenna og hlutu af kynnum við konur ill örlög FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.