Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1962, Síða 33

Fálkinn - 04.04.1962, Síða 33
þegar veslings Tom kom inn. Hann stóð þarna örskammt frá henni og það var líkast því að plantan hefði dáleið- andi áhrif á hann, því hann hreyfði sig ekki, þegar fálmararnir beygðu sig að honum og gripu hann. Barker skalf, er hann rifjaði þetta upp fyrir sér. — Áður en ég gat gripið hann, hafði ófreskjan kramið hann til dauðs og fálmararnir sugu blóðið úr honum. Það var blóðið, sem hún þurfti. Það gaf henni máttinn. Og meðan ég stóð og horfði á þetta frá mér numinn af undr- un óx hún óðfluga og niðurinn eða suðið sömuleiðis. Og nú sá ég, að ég var kominn í gildru og gat ekki komizt í burt. Blóð kattarins hafði veitt ófreskjunni þann kraft, sem hún þurfti til þess að verða hættuleg. Og í þessum stellingum var ég, þar til þú komst og bjargaðir lífi mínu. — Tölum ekki meira um það, muldr- aði ég. Dró hann upp stigann og hellti ofan í hann vænu glasi af whisky. Við brenndum leifar ófreskjunnar með sýru upp til ösku. Barker tregaði mjög eftirlætisköttinn sinn og næsta sinn er ég kom til hans, tók ég eftir því, að snjáða bindið, sem hafði að geyma frásögnina og myndina af mandrakinu, var horfið úr bókaskápnum hans. GABRIELA Frh. af bls. 25. — Fyrsta tilboðið, hafði hann hrópað. Og svo hafði hann faðmað hana að sér og dansað í kringum hana. En ein mynd stóð Gabrielu stöðugt fyrir sjónum og hún gat ekki gleymt henni: Hún sá fyrir sér hið elskulega andlit Hohen- perch og hvernig dularfullt bros færð- ist yfir varir hans. Og hún fékk væm- ið bragði í munninn, af því að einmitt hann hafði talað um verksmiðjuna. Gabriela skaut gluggatjöldunum til hliðar og hallaði sér eilítið áfram. Hún hafði komið auga á manninn sinn. Hann gekk rös'klega yfir götuna, löng- um og ákveðnum skrefum. Hann hélt á hattinum í hendinni. Hún hljóp niður til þess að taka á móti honum. Hann fór úr frakkanum og glöð í bragði leiddust þau upp tröppurnar. — Ég held að þetta verði prýðilegt, sagði hann og það gætti sömu bjart- sýni í röddinni og þegar hann sýndi henni bréfið. — Við höfum raunar ekki gert neirin endanlegan samning enn- þá, en .... í sama bili var barið að dyrum og þegar Julian opnaði, stóð Bettina fyrir utan. Hún var föl og óstyrk. — Ég biðst afsökunar á því, að ég skuli ryðjast svona inn á ykkur, sagði hún lágt en ég þarf nauðsynlega að tala við þig Júlian. Gabriela reis á fætur og bjóst til að fara, en Bettina bandaði frá sér með hendinni. — Það eru engin leyndarmál, sem mér liggur á hjarta að segja frá, sagði hún. Hún lét sig falla niður í stól og kveikti sér í vindlingi með skjálfandi fingrum. — Það er í sambandi við Doris, hóf hún máls. Og síðan sagði hún þeim alla söguna, allt um Pedro sem hún vissi, um stúlkuna, sem hafði svipt sig lífi hans vegna, og að hún vildi ekki að dóttir þeirra Julians biði sömu örlög. Hún sagðist ekki hafa mátt hugsa til þess, að dóttir hennar gengi að eiga mann, sem sýnt væri, að ekki mætti treysta. — Ég fékk föður Pedros til þess að taka hann með sér aftur til Mexico. Hann lofaði mér að gera það, en nú sendir Don Felipe skeyti til mín frá bátnum og segir, að Pedro hafi horfið rétt áður en hann átti að leggja frá. Og þetta táknar aðeins eitt. Kæri Astró! Viltu lesa í stjörnurnar um framtíð mína. Ég er fædd í Reykjavík klukkan korter yf- ir 12 á miðnætti 1936. Er í námi. Hvernig heldurðu að það gangi? Liggja fyrir mér ferðalög? Hvernig er skapgerð mín og hvað um ástamálin? Þekki mann sem er fæddur 1938. Vona að þetta birtist sem fyrst. Gjörðu svo vel að sleppa fæðingardegi. Virðingarfyllst, Begga. Svar til Beggu. Þú fæddist þegar Sólin var 14° í merki Meyjarinnar. Þetta gerir þig fremur hæg- gerða og athugula. Það er fátt sem þú mundir ganga út í að framkvæma, án þess að hafa yfirvegað það rækilega lengi áður og það er einmitt eins og fólk ætti að hafa það. Hins vegar getur þetta stundum gengið of langt, því stundum missirðu af tækifærum sem þú annars hefðir getað gripið og hagnast á. Hitt er annað mál að þessi varkárni þín staf- ar ekki af því að þú sért ekki tilfinningarík, síður en svo. Þú ert ein af þeim manneskjum sem stillir tilfinningunum í hóf og kannt að dylja þær fyr- ir öðrum. Hins vegar er full ástæða til að ætla að þú verð- ir aðallega starfandi, sem hús- móðir mestanhluta ævinnar en ekki sem „karér“ manneskja, enda eru afstöður þínar út á við ekki heppilegar gagnvart atvinnu og slíku og ég býst við að þú verðir einhvern tíma viðriðin leiðinlegan „scandal“, en þú munt samt komast í gegn um það allt saman með þautsegjunni. Neptúnus í 4. húsi bend- ir til erfiðleika í sambandi við börnin og foreldrana, en þetta eru oft hlutir sem fólk með þessa afstöðu vill ekki láta í ljós fyrir öðrum. Einnig bend- ir þessi afstaða til hagnaðar í sambandi við eignir og land o. fl., og oft til arfs, en samt er slíkt oft skilyrðum háð, sem erfitt er að gangast undir. Einnig þykir þessi afstaða oft benda til erfiðleika á efri ár- um ævinnar í sambandi við ættingja eða aðra fjölskyldu- meðlimi. Hægt er að þroska sálræna hæfileika með sér undir þessari afstöðu, svo sem skyggni. Venus í fimmta húsi bendir til að þú munir hafa mikið með börn og barnagæzlu að gera, einnig muntu hafa tölu- verð afskipti við ungt fólk. Þessi afstaða bendir til þess að þú sért barnelsk að eðlis- fari og að þú hafir ríkan skiln- ing á þörfum þeirra. Þessi af- staða styrkir löngun þína til ástartjáningar og kærleika í garð annarra.Merkúr í fimmta húsi bendir til að þú temjir þér að líta björtum augum á tilveruna. Einnig reynist þér auðvelt að læra vissar teg- undir lista eins og t. d. að mála, flest í sambandi við liti. Að öðru leyti er nám þitt undir hagstæðum afstöðum. Júpíter í sjötta húsi bendir til að heilsufarið verði gott hjá þér, en þó áttu í erfið- leikum með magann eða kviðarhol, en heilsunnar vegna ættirðu að geta orðið mjög langlíf. Máninn í ellefta húsi bend- ir til þess að þú eigir og eig- ir eftir að eignast fjölda vina. Úranus í þessu húsi bendir til óvenjulegra vina og að þú eigir þér nokkuð óvenjulegar óskir og vonir. Svo við snúum okkur nú að sambandi þínu og pilts þess, sem þú gafst mér upp fæðingardag og ár á, þá er ég mjög hlynntur því að þið stofnið til hjónabands, því þið eigið sérstaklega vel sam- an, og eruð mjög líkar mann- gerðir. Það hjónaband yrði hið mesta fyrirmyndar hjóna- band. fXlkinn 33

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.