Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 8
ERLENDUR maður, sem aldrei hefur komið til íslands áður, er oft dómbær- ari á það, sem miður fer, heldur en sá, sem hér er borinn og barnfæddur. Svo herma tungur, að einn slíkra gesta hafi lýst því yfir í heyranda hljóði í heima- landi sínu, að íslendingar væru allir lit- blindir. Var maður þessi spurður af hverju hann markaði það, og svaraði hann því þá til, að hann hefði ekki séð annað, því að sama væri hvort rautt eða grænt ljós væri á götuvitunum í Reykjavík, þeir örkuðu alltaf yfir. Það felast nokkur sannleikskorn í þessari litlu sögu. íslendingar þola eng- ar tálmanir, engan aga, en elska frjálsræðið, ef þeir á annað borð kunna að meta það. En þetta frjálsræði hefur stundum orðið þeim að fjörtjóni. Börn hér á landi eru líka með því marki brennd, að þau virða allar hindranir lítils, enda sannast þar hið fornkveðna, að eftir höfðinu dansa limirnir. Hvert sem litið er, sjást börn á götun- um í Reykjavík. Meðfram mestu um- ferðagötunum aka hálfvaxnar telpur barnavögnum og á sjálfum gangstétt- unum, þar sem þær er að finna, dunda börn sér við leik. Öðru hvoru hleypur svo eitt og eitt barn yfir götuna Ef til vill er þaðí sendi ferð fyrir mömmu og burðast með mjólkurbrúsa eða flöskur, sem nálgast að vera á stærð við Það sjálft. Þetta er afar algeng sjón í Reykjavík, svo algeng, að hinn venjulegi borgari tekur ekki eftir því, fyrr en umferðarslys hefur orðið. Þá ljúka allir upp einum munni og segja, að ástandið sé orðið alvarlegt. Það þurfi að taka þessa bílstjóra í gegn. Það nái ekki nokkurri átt, hve hratt þeir aki um göturnar. Þá fyrst hefjast umræðurnar, þegar óhappið hefur gerzt. Þá loksins á að fara að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. Það er gatan, sem er brunnurinn, og koma þarf í veg fyrir, að barnið leiki sér á götunni. En hvernig er það unnt? Eru til leikvellir eða önnur svæði, þar sem barnið getur leikið sér ásamt félögum sínum? En áður en við víkjum nokkrum orðum að því, skulum við athuga hvaða hættur eru barninu búnar, ef það leikur sér á götunni. Eins og fyrr er minnst á, eru börn oft að leik á sjálfri gangstéttinni. Á henni geta þau verið í paradísarleik og margs konar boltaleik. Ef við gerum ráð fyrir, að þau séu að þessum leikjum við mikla umferðargötu og allt í einu kastast boltinn út á götuna og þau á eftir. En eftir götunni þýtur strætis- vagn á ofsahraða. Ef til vill eiga þau þá fótum fjör að launa. Ef til vill verður slys og foreldrar barnanna lesa daginn eftir í dagblöðunum: „Barn verður fyrir strætisvagni. 40 metra hemlaför. Barnið liggur nú milli heims og helju á Land- spítalanum. Bifreiðarstjórinn fékk taugaáfall.“ Oftast nær er skuldinni skellt á bif- reiðarstjórann. Þeir, bifreiðarstjórarnir aki um göturnar eins og andskotinn sé á hælunum á þeim. Eins og þeir viti ekki, að börn leika sér við götuna. Hins vegar eru á málinu ýmsar aðrar hliðar. í Reykjavík einni eru nú yfir 13 þúsund- ir bíla og ökutækja. Ef allt á að ganga slysalaust í umferðinni, verða allir að leggjast á eitt: Foreldrar að sjá svo um, að börn þeirra séu ekki að leik á göt- unni. Vegfarendur virði allar umferðar- reglur og bifreiðarstjórar aki eins og þeir vilja að aðrir aki, svo að notuð sé þekkt viðvörun til bílstjóra í blöðum og útvarpi. En börnunum er ekki aðeins búin hætta af bifreiðum og öðrum ökutækj- um. í borginni eru framkvæmdir örar. Skolpræsi lögð, gangstéttir gerðar, grafnir eru skurðir fyrir hitaveitu, rafmagns- og símastrengjum. Og alltaf öðru hvoru eru viðgerðir á þessum lögnum. Það er ofur skiljánlegt að börn- um sé títt að sniglast þar, sem menn vinna að slíkum framkvæmdum. Sem betur fer eru verkamennirnir oftast á verði og gæta þess að reka börnin burtu eða halda þeim í hæfilegri fjarlægð frá skurðunum og vélunum. En þegar þeir hafa lokið vinnu sinni eru skurðirnir hinir ákjósanlegustu leiksvæði. Krakk- arnir klifra inn fyrir varnargirðingar- nar og hlaupa og hamast á skurðar- börmunum. Oft bregður þá svo við, að grátur og gnístran tanna kemur í stað gleðinnar. Slys hafa og átt sér stað. Er skemmzt að minnast máls nokkurs, sem rekið var fyrir Hæstarétti nýlega. Vildi þá svo til, að barn, 3 ára dreng- hnokki, féll ofan í hitaveitubrunn, þegar hann var sendur að sækja mjólk fyrir foreldra sína. Var drengurinn á heim- leið, er slysið átti sér stað. Verkamenn sem voru að vinna í skurði þeim, er lá frá brunninum, sáu drenginn koma gangandi eftir skurðinum alblóðugan. Einn verkamannanna fór síðan heim með drenginn. Þaðan var hann svo flutt- ur á Slysavarðstofuna, þar sem gert var að sárum hans. í ljós kom, að dreng- urinn hafði 3 cm langan skurð framan á höfði og bæði framhandleggsbein hægri handar brotin. Gryfjan, sem drengurinn datt ofan í var girt þannig, að tunnur höfðu verið settar í um meters fjarlægð frá börm- unum, en þær höfðu verið hálffylltar af sandi. Utan á tunnurnar höfðu verið negldar tvær raðir af borðum. Neðri röðin var í 30—40 cm fjarlægð frá jörðu, en sú efri laust við efri brúnina á Hvert sem litið er má sjá börn á götunum í Reykjavík. Þau hlaupa í gáleysi yíir stræti og þau eru jaínvel að leik úti á miðri umferðar- götu. Umferðarslys gerast nú æ tíðari með stöðugt vaxandi umferð. í þessari grein er rætt um eitt af vandamálum umferðarinnar og engann veginn hið minnsta: Barnið á gstunni. Hvernig er þessum málum háttað hér á landi í dag? Hvað er hægt að gera til úrbóta? Hvernig er þessum málum varið erlendis. Hver ber ábyrgðina, þeg- ar bam verður fyrir bíl á götunni? ForeSdrarnir, bílstjórarnir eða þjóðfélagið? Leitast er við að svara þessum og ótal fleiri spurning- um í greininni hér að ofan. Þetta er grein, sem á brýnt erindi til allra foreldra, sem láta sig einhverju skipta velferð barna sinna. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.