Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 38

Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 38
lljónabandssæla j Framhald af bls. 35. gaf hann þeim sultutau og sagði, að þau þyrftu ekki að nota undirskálar. Síðan steikti hann nokkur egg á þurri pönnu og skildi pönnuna eftir ofan í vaskinum ásamt óhreinum diskum. — Jeff, hvað í ósköpunum ertu búinn að gera við húsið? myndi hún segja. — Ekkert. Ég — bý bara hérna, myndi hann svara. Þessi þægilegi draumur varð ekki lengri, því að í þessu kom Linda aftur. í þetta sinn lagði hún bílnum við garðs- hliðið, og hún var ekki ein. Maðurinn, sem kom með henni upp að húsinu, var lítill og væskilslegur með gleraugu. Hann var með svarta tösku í hendinni. í gegnum opinn gluggann heyrði Jeff, að hann var að skýra eitthvað fyrir Lindu. — Það er ekki það, að ég hafi neitt á móti því að koma með svona stuttum fyrirvara, sagði hann vingjarnlega. — En ég vil, að þér skiljið að ein heim- sókn kippir engan veginn öllu í lag. Það kemur aldrei fyrir. Þetta verður að gerast smátt og smátt. Annars gæti eitthvað brostið af eintómu ólagi. Jeff fann reiðina stíga sér til höfuðs. Nújá, hún var búin að ná í lækni handa honum. Og til þessa hafði hann reynt að hegða sér eins og snyrtimenni. Nú skyldi hann sýna henni í tvo heimana. Hann reis upp úr sófanum og hélt enn á ölflöskunni. — Ég skil, sagði Linda. — En við getum þó byrjað núna. Hún vísaði manninum inn í stofuna. — Hvenær tókuð þér fyrst eftir því, að eitthvað var að? spurði maðurinn. — Ja, ég hef varla hugsað um það, sagði Linda. Það hnusaði í Jeff. Það var vissulega orð að sönnu. — En ég er viss um, að við verðum strax að hefjast handa. — Já, einmitt, sagði maðurinn. — Það kemur manni alltaf í koll, ef mað- ur byrjar of seint. Hann lagði frá sér svörtu töskuna. — Þér getið tekið þessa tösku yðar og farið, sagði Jeff digurbarkalega. — Við þurfum yðar ekki með. Litli maðurinn leit á hann yfir gler- jsruð þér áskrifandi að I'álkanuii? I □ E 0 DH Ef svo er ekki bá er sínanújaerið I221o og þér fáið blaðið sent um hæl. 38 FÁLKINN augun. — Er þetta ungi maðurinn? spurði hann og snéri sér að Lindu. — Já, sagði Linda og leit á ölflösk- urnar. — Þér verðið að afsaka. Líklega er hann ölvaður. — Ég er ekki ölvaður, sagði Jeff og hækkaði röddina. — En mér þætti vænt um, að þér færuð og létuð mig um þetta. — Eruð þér hæfur til þess? spurði maðurinn. — Já, ég græði að vísu ekki á vand- ræðum annarra, sagði Jeff bálreiður — .... en ég get að minnsta kosti séð um mín eigin vandræði, án þess að nokkur skipti sér af. — Jæja, sagði maðurinn. — En ég verð samt að biðja yður um að borga mér fyrir ferðina hingað, svo að þér getið allt eins leyft mér að gera það, sem ég get, úr því að ég er hvort eð er kominn. — Út með yður, eða ég fleygi yður út! sagði Jeff ógnandi. Maðurinn tók töskuna sína. — Hefur hann vald til þessa? spurði hann Lindu. — Já, og mér er ekkert um, að þér séuð að snuðra hér og láta eins og ég hafi það ekki! þrumaði Jeff. — Þér skuluð ekki reyna að ímynda yður, að ég get ekki einn tjónkað við konuna mína. Litli maðurinn starði á hann stór- eygður. — Heyrið þér nú, ungi maður, sagði hann. — Það þýðir ekki að koma með slíkar afsakanir. Ég kannast vel við slíkt. Ég er bara að gera skyldu mína. Ég hef engan áhuga á konunni yðar. — Það ættuð þér samt að hafa, sagði Jeff. — Það er hún sem þarfnast um- önnunar læknis, eins og hún hefur hegðað sér. Og svo komið þér og ætlið að fara að sinna mér! Þetta er hlægilegt, þetta er niðrandi. Ég var einmitt að reyna að hræða hana, til að koma skyn- seminni fyrir hana, það er allt og sumt. Ég reyndi að...... Linda fór að skellihlæja. Hún starði á Jeff stórum augum og hætti síðan að hlæja. — Hann kom ekki hingað til að lækna þig, Jeff, sagði hún. — Hversvegna var hann þá að koma? spurði Jeff. — Ég kom hingað til að stilla panóið yðar, en nú er mér fjandans sama, þótt þér spilið falskt. Borgið mér fimmtíu krónur, þá skal ég fara. Jeff tók upp veskið og gaf mann- inum fimmtíu krónur. — Þér þurfið ekki að stilla þetta píanó, sagði hann við manninn, sem flýtti sér síðan burt. Jeff snéri sér að Lindu. Hann gekk til hennar, en hún snérist á hæli og hljóp út ú ■ herberginu. Hún hljóp gegnum eldhúsið ofan í kjallarann. Hann heyrði hana ryðja einhverju til þarna niðri. Hann lét fara vel um sig í sófanum og beið. Hann heyrði hana koma upp stigann með eitthvað, sem skall í hverju þrepi. Hann sat grafkyrr. f því birtist hún í dyrunum með borðið í fanginu. Hann horfði á hana bera það út að stofuglugganum. Síðan fór hún aftur niður í kjallar- ann og kom upp með lampann. Hún setti lampann á mitt borðið og beygði sig til að stinga honum í samband. Hún kveikti. — Ljós í rykföllnum afkimum huga míns, sagði hún. — Komdu, elskan mín litla, asgði Jeff. Hún settist í kjöltu hans, og hann kyssti hana. Engin ástæða var til að hætta, en brátt ýtti hún honum frá sér. — Jeff, sagði hún. — Ég skil allt, nema það, hvers vegna þú vildir ekki láta stilla píanóið. Þú varst alltaf að tala um, hvað það gæti verið gaman að spila á það. Hann þrýsti henni aftur að sér. — Hver var að tala um píanóið? sagði hann. Barnið á göíunni Framhald af bls. 11. eftirspurn. Félag það, sem rekur skól- ana þyrfti að reisa fleiri slíka skóla. Borgararnir ættu því að styrkja félagið með fjárframlögum. Fjöldi mæðra verð- ur að fela fóstrum á gæzluvöllum bæj- arins umsjá barna sinna, á meðan þær eru í vinnu eða á meðan þær bregða sér í búðir. En tíminn er naumur, og gæzluvarzlan starfar aðeins stuttan tíma á dag. Það þarf því að lengja starfstímann. Ennfremur væri ákjósan- legt, að eldri börn, sem koma úr skóla og móðir þeirra væri ekki heima, þegar þau koma, ættu sér athvarf í leikskól- um, þar sem þau gætu dundað sér, þangað til móðirin kæmi heim. Borgaryfirvöldin hafa kostað kapps um að gera gæzluvelli sem bezt úr garði. Þau hafa borgað fóstrum kaup og séð um að á hverjum velli væri skýli, sem börnin gætu leitað skjóls í, þegar illa viðrar. Leikvellir og gæzluvellir eru næstum því í hverju hverfi. Þeir kosta mikið fé. En þessar endurbætur, sem hér er drepið á að framan, mundu kosta sáralítið fé í viðbót. Saga sú, sem gerðist á einum gæzluvelli í Vesturbænum, má ekki endurtaka sig. Spölkorn frá verka- mannabústöðunum trónir myndastytta af alþýðuleiðtoganum, Héðni Valdimars- syni. Þar er gæzluvöllur sem staðið hefur hliðlaus lengi og ef eitthvað gagn á að vera í gæzlunni þurfa fóstrurnar að standa í hliðinu. Það hefur því komið fyrir, að fránar sjónir Héðins Valdimars- sonar hafi horft á eftir barni hlaupa út á Hringbrautina. Ollum foreldrum ætti að vera Ijóst, að það er mikil ábyrgð að eiga börn og verðandi foreldrar ættu að gera sér grein fyrir að það er enn meiri ábyrgð að eignast barn. Foreldrar ættu því ekki að reka barnið út af heimilinu út á götuna. A heimilinu verður barnið að fá að leika sér. Heimilið má umfram allt ekki vera of fínt fyrir barnið. For- eldrar ættu því að sjá sóma sinn í því, að barn þeirra sé ekki að leik á götunni. Lögregla borgarinnar á ekki að gegna

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.