Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 34
ItAUÐA FESTIN ! Framhald af bls. 32. ! pallinum?“ „Vera Orsini kveður: Fyrir fullt og allt, eða ...?“ Þetta gerðist fyrir tuttugu árum síðan. Skyndilega hafði listakonan stungið við fótum á sigurgöngu sinni, einmitt þegar hún var að nálgast heims- frægð. Alltaf öðru hvoru hvarf hún út í einveruna í Spessart. — Lofaðu mér nú að heyra, Kristín, segir hún. — Hvað hefur komið fyrir? — Það var pabbi... segir Kristín hikandi, en getur svo ekki haldið áfram. Vera Orsini hrekkur við. — Faðir þinn? Vera tyllir sér á brík hægindastólsins og leggur handlegginn um herðar Krist- ínu. — Segðu mér nú allt eins og það er, endurtekur hún. Grátur Kristínar stillist smám saman og þegar frá líður tekst henni að segja frá öllu, sem fyrir kom. — En hann er faðir minn, segir hún að lokum, — og við verðum að halda áfram að lifa saman. Vera hristir höfuðið og segir ákveðin: — Þú heldur þó líklega ekki, að ég leyfi þér að fara til hans aftur? Kristín lítur skelkuð til hennar. — Já, en... Hvað annað? Ekki get ég sest hér upp án frekari umsvifa! — Nóg er rýmið hérna í húsinu hjá mér. — Já, . . . en ég get ekki yfirgefið pabba. Og þú veizt það, Vera, að það kemur aðeins örsjaldan fyrir, að svona fari eins og í dag. Endranær vinnur hann eins og víkingur og er hinn bezti faðir . . . — Þangað til hann verður tröllriðinn af fjandanum að nýju og allt saman endurtekur sig frá byrjun! — Þú verður að reyna að skilja hann, Vera! Þú veizt nú hvers vegna hann er nú svona. í þessi tuttugu löngu ár, hefur hann aldrei getað gleymt henni mömmu! — Hann hefur alltaf verið svona. Lika áður! Röddin er furðu hörkuleg. Kristín hefur aldrei heyrt Veru tala þannig. — En það versnaði um allan helming, eftir að mamma dó. Pabba þótti svo fjarskalega vænt um hana. Vænna en nokkuð annað í veröldinni. Vera Orsini er staðin upp. Hún geng- ur tvö til þrjú skref yfir að arninum og hallar sér upp að honum. Það er kominn yfir hana einhver óskiljanlegur óróleiki. Kristín fórnar höndum. — Hvað held- urðu að móðir mín segði, ef ég færi svona frá honum? Vera Orsini virðir hana fyrir sér um hríð. — Þú vilt fá að vita, hvað móðir þín segði, endurtekur hún hægt og seinlega. — Spyr þú hana þá sjálfa! Kristín sprettur upp við þessi orð Veru, eins og elding hefði lostið hana. Það er sem blóðið stöðvist í hjarta henn- ar. Hún stendur eins og steingerfingur og starir á vinkonu sína. Hvað er það sem Vera er að segja? Að hún eigi að spyrja móður sína? Kristín lokar augunum, ekkert heyr- ist nema hægt tif í klukku og snark í eldiviðnum sem brennur á arninum. — Kristín, segir Vera Orsini. Ein- hvern tíma áttir þú að fá að vita það, hvort sem er. Og nú segi ég þér það: Móðir þín er lifandi! Framhald í næsta blaði. Iljoiiabaiidssæla Framhald af bls. 28. leit á kraftalegan líkama Jeffs. — Hvað með þig? — Mér lízt illa á það, sagði Jeff hugs- andi. — Maður verður frekar að reyna að buga þær með þeirra eigin vopnum, svo að þær taki það ekki nærri sér. Það ætti ekki að vera ýkjaerfitt. Konur eru ákaflegir örkvisar. Ef ég gæti bara hugsað upp einhverja aðferð. .... Hann hugsaði sig um. Þegar hann kom heim, var einhver ókunnug kona með börnunum hans. Konan færði honum skilaboð frá Lindu. Hún ætlaði að koma heim seinna. Hún var farin í kennslutíma í listum tvisvar í viku, og Jeff átti að borga barnfóstrunni og borða matinn, sem stóð í ofninum. Barnfóstran krafðist meira en hún átti með réttu að fá og sagðist mundu koma aftur næsta föstudag. Máltíðin reyndist vera kjötbúðingur, og þá kast- aði fyrst tólfunum. Hún veit og hefur alltaf vitað, að ég þoli ekki kjötbúðing, hugsaði Jeff bálreiður. Hann fór að heiman snemma morgun- inn eftir án þess að vekja Lindu, og þau sáust ekki, fyrr en hann kom heim eftir langan og erfiðan vinnudag. Hann gekk rakleiðis inn í stofuna og fleygði sér endilöngum í sófann. Andartaki síðar leit hún upp úr kvæðasafninu, sem hún var að lesa. — Jeff! stundi hún. — Hvað er þetta? — Hvað áttu við, „hvað er þetta?“ — í hverju ertu? andvarpaði hún. — Fötum, sagði hann léttilega. — Maður verður að taka visst tillit til umhverfisins — jafnvel þótt við séum að gera uppreisn gegn hversdagsum- hverfinu. — En Jeff, þú hefur ekki farið á skrif- stofuna í þessum fötum? Hann leit niður á stuttbuxurnar og gömlu peysuna harðánægður. Græni liturinn á stuttbuxunum stakk innilega í stúf við fölnaða, appelsínugula peys- una og löngu, bláu sokkana. — Það gerði ekkert til, sagði hann. — Hver ætli hugsi um, í hverju maður er síðasta daginn, sem maður er á skrif- stofunni. Ég er búinn að vinna á þessari skrifstofu í átta ár, og þetta er í fyrsta sinn, sem einhver tekur eftir því í hverju ég er. — Síðasta daginn? endurtók hún veikri röddu. — Já, Linda mín, ég verð að biðja þig að fyrirgefa. Ég biðst innilega afsök- unar. Sannleikurinn er sá, að ég hef verið svo þröngsýnn í öllum hugsun- um, svo bundinn af útborgarhverfinu, að þegar þú — e — tókst að finna sjálfa þig, skildi ég ekki fyrst, um hvað þú varst að tala. En loksins er ég farinn að skilja, við hvað þú áttir, en nú er ég þér fyllilega sammála. Það verður dásamlegt að gera loksins það, sem okkur langar til, svona til tilbreytingar. Það hlakkaði í Jeff. — Þú hefðir átt að sjá framan í forstjórann, þegar ég sagði honum það. Hann átti svolítið erfitt með að skilja mig í fyrstu. „Heyrðu karl minn,“ sagði ég. „Ég hef ekki hugsað mér að njóta lífsins í smáskömmtum lengur.“ Auðvitað skildi hann mig ekki undir eins, eins og þú skilur. En ég skýrði betur, við hvað ég átti. Linda hafði staðið upp og stóð nú og starði á hann. Hann brosti til hennar. — Ég sagði:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.