Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 21
ennfremur, nú er farið að setja gervi- hjörtu á mannfólkið, gervinýru; það líður kannski að því að settir verða raf- eindaheilar í menn þegar þeir fara að kalka. Á Spáni eru þeir ekki komnir þetta langt. Ég þekki mann í Barcelona og það var skipt um innyfli í honum, sett í hann innyfli úr antílópu. Hann er á sextugsaldri og drekkur fjórar flöskur af kampavíni á dag. í Ameríku hefði verið sett í hann garðslanga og þá hefði hann sennilega drukkið átta flöskur. Allt í einu heyrum við mikla skruðn- inga og húsið skelfur og titrar. Ferró hleypur út að glugga og gáir út, ég stend náfölur á miðju gólfi og get mig hvergi hrært fyrir ótta sakir. Ferró snýr frá glugganum og heldur áfram að blanda litina. — Þetta var ekki neitt, það var bara strompurinn sem hrundi. En það eru svo margir strompar á þessum húsum. Ferró segir mér frá ýmsum háttum listamanna í París. Þar eru listamenn eins og mý á mykjuskán og verða að beita ýmsum brögðum til að vekja á sér athygli, sumir lifa þar góðu lífi en aðrir hundalífi eins og gengur. Tónskáldið Benjamin Patterson hef- ur farið inn á nýjar brautir í tónsmíði, hann hefur samið Bréfakvartetta og Ferró segir mér að hann hafi eitt sinn verið viðstaddur er fluttur var Bréfa- kvartett. Tónskáldið sendi út hátíðlegt boðskort og menn mættu andaktugir og virðulegir. Á borði í miðjum salnum var raðað pappírsbunkum í fjóra staði og fjórir menn beðnir að taka sér þar stöðu, fara í einu og öllu eftir fyrir- mælum er prentuð voru á pappírsark- irnar. Stundum átti að rífa örkina einu sinni eftir endilöngu, stundum í fjóra parta, stöku sinnum lifnaði yfir verk- inu er fyrirskipunin hljóðaði á þá leið að allir fjórir ættu að tæta hver sína örk í bræði, og þegar leið að hápunkti tónverksins var „hljóðfæraleikurunum“ skipað að blása upp plastpoka og sprengja, allir í einu. Svo komu rólegir kaflar inn á milli eins og vera ber, einn mannanna reif örkina hægt og andante. Ferró hafði líka hlustað á Vatns- rennslissóló eftir Benjamín Patterson. Þá voru send út boðskort og gestir beðn- ir að mæta í tilteknum garði. Síðan var maður látinn klifra upp í tré og hella ofurhægt og mildilega úr fullri vatnskönnu ofan í emaleraða skál. Allir biðu hljóðir og prúðir unz verkið var á enda, þá upphófst mikið lófaklapp og varð almennur fögnuður. Flestir mjög snortnir. Ýmsir listmálarar hafa sérkennileg vinnubrögð. Við höfum heyrt um þá sem mála með beru kvenfólki í stað pensla, einnig þá, sem setja saman vél- ar, sem springa í loft upp og spúa eldi og eimyrju. En í París tíðkar t. d. einn listmálarinn það, að reika um borg- ina og leita uppi gamla veggi og forna múra; oftsinnis hefur tímans tönn rist þar furðurúnir í steininn og jafnvel far- Framhald á bls. 31. Þessi mynd er af algengri sjón, sem Ferró sér út um gluggann hjá sér. Lögreglan kemur á vettvang til þess aö fjarlægja mann úr göturæsinu. Eða kannske hefur hann lent í biíslysi? Eitt sinn var m,orgunkyrrðin rofin, er gríðarstór mjólkurbíll renndi sér á húshliðina, fór inn í verzlun, sem er á neðstu hæð. Var þá mikið um ó og æ. ili lillllil ■"'PS «Slíí|* 11 “ MPsggsg] lilf

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.