Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 33
VERÐLAUN Hagkaup hefur ákveSið að efna til verðlauna í sambandi við áskrifta- söfnunina í pöntunarlistana. ★ ★ ★ Verðlaunin yerða ferð með GULLFOSSI til KAUPMANNAHAFNAR og til baka Dregið verður 1. október n. k. um nöfn þeirra, sem sent hafa áskriftalista með 10 áskrifendum í kaupstöðum og kauptúnum eða 5 í sveitum. Merkið áskriftalistana með orðinu „GULL- FOSS" og sendið okkur þá með nöfn- um og heimilisföngum áskrifenda og árgjaldinu — kr. 10,00 — á mann. Verðlaunahafa verður send úrslitin strax, og nafn hans birt í fyrsta pönt- unarlistanum, sem út kemur eftir 1. október nœstkomandi. ★ ★ ★ Mtyrjið strax að saina — ef pér sendið fleiri en einn áskriftalista aukið pér vinninysmöyuieikana Hrútsmerkið (21. marz—-20. apríl). f þessari viku munuð þér tefla á tvær hættur, og að öllutn líkindum munu endalok þess máls verða yður í hag, enda þótt það sé sannarlega ekki yður að þakka. Þér ætt.uð að leggja mjög hart að yður á vinnustað næstu viku. Það borgar sig. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí). Óvanalegt en mjög skemmtilegt líf er framundan. Samt sem áður ber að taka því með ró og rasa ekki um ráð fram. Þér hafið óviljandi komið af stað róg um ákveðna persónu og úr því þurfið þér að bæta. Látið ekki afbrýðissemina hlaupa með yður í gönur. TvíburamerkiS (22. maí—21. júní). Undanfarnar vikur hafið þér verið alltof tækifæris- sinnaður, hagað seglum eftir vindi og róið að því öllum árum, að koma yður vel fyrir heima og á vinnustað. En þetta er mjög illa liðið á vinnustað og þér ættuð að gæta þess að sýna samstarfsfólki yðar virðingu og vinsemd. KrabbamerkiS (22. júní—23. júlí). Þunglyndi mikið hefur þjakað yður upp á síðkastið. Brátt mun nú létta til og þér getið farið að líta bjartari augum á tilveruna. Hún er ekki alltaf svo svört sem hún sýnist. Reynið fyrir alla muni að gera persónu nokkurri allt til geðs sem þér getið. LjónsmerkiS (24. júlí—23. ágúst). Er ekki komið nóg af drykkju og dufli. Finnst yður ekki, að þér ætt.uð að hætta þessu daðri. Stjörn- urnar segja. að þér séuð kominn út á hálan ís og þar sem skrifað stendur, að ekki verði feigum forðað, ættuð þér að gæta mjög vel að yður. JómfrúarmerkiS (24. ágúst—23. september). Svo segir gamall málsháttur, að meira vinni vit en strit. Þér ættuð því ekki að flana hugsunarlaust áfram heldur hugsa svolítið áður en þér hrindið einhverju í framkvæmd. í einkalífinu er ekki allt eintóm gleði þessa viku. Takið því með jafnaðargeði. VogarskálamerkiB (24. september—23. október). Sennilega skiptast á skin og skúrir í þessari viku og stjörnurnar segja, að þetta verði mjög óvenjuleg og skemmtileg vika. Samt. sem áður munuð þér verða fyrir talsverðu mótlæti og hætta er á að það skyggi á gleðina. SporBdrekamerkiS (24. október—22. nóvember). Þér munuð verða önnum kafinn alla næstu viku sérstaklega heima fyrir, þar sem útlit er fyrir að einhverjir erfiðleikar komi upp í sambúðinni við fjölskyldu yðar. Gætið skapsmuna yðar og neytið ekki áfengra drykkja fram úr hófi. BogamannsmerkiS (23. nóvember—21. desember). Þessa dangana sjáið þér flísina i auga bróður yðar en ekki bjálkann í yðar eigin. Þetta er mikill löstur og ekki auðvelt að bæta úr honum. Laugar- dagur getur orðið yður talsvert afdrifaríkur fyrir yður og fjölskyldu yðar. Því er vissara að fara að öllu með gát. SteingeitarmerkiS (22. desember—-20. janúar). Þessi vika verður ósköp hversdagsleg. Jafnvel sum- um mun finnast hún hundleiðinleg. En þá kunna þeir ekki að gera sér mat úr smáat.riðunum, sem geta verið svo dásamleg, ef menn kunna að meta þau rétt. Gerið ekki gys að persónu, sem vinnur með yður. VatnsberamerkiS (21. janúar—19. febrúar). Þér eruð alltof hlédrægur um þessar mundir og takið of lítinn þátt í því, sem er að gerast umhverfis yður. Þér mættuð að ósekju blanda örlítið meira geði við fólk, sérstaklega þá, sem þér álítið vera vini og kunningja. Einnig mættuð þér leggja hart að yður á vinnustað. FiskamerkiS (20. febrúr—20. marz). Föstudagurinn mun að öllum líkindum verða talinn dagur vikunnar að þessu sinni. Margt mun þá gerast, sem kemur skemmtilega á óvart. Draumar munu rætast og áform munu komast í framkvæmt. En eitt ber að muna, gæta skal tungu sinnar. FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.