Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 17

Fálkinn - 18.09.1962, Blaðsíða 17
(JIMDIRSKRIFTIRIMAR „Drottinn minn, Gilbert, hvað er að?“ Ungi eiginmaðurinn riðaði inn gang- inn náfölur, komst inn í stofu og hneig niður í hægindastólinn og baðaði út höndunum. „Ég hef fengið rothöggið. Mér er eins gott að loka skrifstofunni minni strax, ég verð dæmdur, ég get eins vel hengt mig undir eins.“ Frú Viola horfði á manninn sinn. Henni fannst þetta svo fáránlegt, svo óskiljanlegt að hún varð að stilla sig, til að skella ekki upp úr. Hann Gilbert hennar, þessi þrekmikli maður, sem hafði verið í miklu áliti sem málaflutn- ingsmaður í sex ár, og hataði alla létt- úð, — að hann hefði gert eitthvað fyrir sér, og svo alvarlegt, að það yrði ekki aðeins honum heldur þeim báðum að falli? Nei það var lygilegra en svo, að hægt væri að trúa því. „Segðu mér þá hvað þetta er,“ hróp- aði hún, og úr hlátrinum hennar varð nú kjökur. Gilbert málaflutningsmaður strauk hendinni um hárið. ,.Þú þekkir beztu skjólstæðinga mína, firmað Cron. Jæja fyrir fjórum mánuð- um komu þeir til min félagarnir þrír og fólu mér til geymslu 500.000 krónur á skrifstofunni minni, og það var áskil- ið að peningarnir skildu aðeins afhent- ir gegn kvittun, sem undirskrifuð væri af þeim öllum.“ „Nú og hvað svo, Gilbert?" „Fyrir þrem dögum kom Axel Cron æðandi inn á skrifstofuna mína og var mikið niðri fyrir. Hann sagðist vera að gera mikilvægan viðskiptasamning og heimtaði þessi 500.000. En hinir báðir voru í ferðalagi, sagði hann. Hvað átti ég að gera? Hann sýndi mér alls konar plögg og skjöl og gaf mér skriflega yf- irlýsingu um að hann tæki á sig alla ábyrgðina gagnvart hinum fjarverandi meðeigendum sínum.“ „Og þú lézt hann þá fá peningana?“ „Hann talaði svo sannfærandi, að ég gat ekki annað en látið hann fá þá ... Hann vitnaði til gamallar vináttu okk- ar, ég hefði þekkt fjölskyldu hans, og hann hefði alltaf verið talinn áreiðan- legur og heiðvirður kaupsýslumaður.“ „Og svo hefur hann komizt í sjóð- þurrð, er ekki svo?“ „Jú í morgun frétti ég, að hann væri strokinn. Félagar hans komu til mín í öngum sínum — og ég þorði ekki að segja þeim sannleikann. Hvað á ég að segja þeim? Peningarnir eru farnir, og engin yfirlýsing frá Axel Cron getur leyst mig undan ábyrgðinni.“ Þarna sat Gilbert málflutningsmaður eins og illa gerður hlutur og starði út í bláinn. „Þú mátt ekki láta hugfallast strax,“ sagði frú Viola. „Ætli maður finni ekki einhver ráð.“ „Það eru engin ráð til ... Ég get ekki útvegað þessa peninga, ég hef ekki nema um eitt að velja að . . .“ „. . . hlýða konunni þinni. Skilurðu það? Hvernig voru skilyrðin, sem þeir settu þegar þeir afhentu peningana?" „Ég er búinn að segja þér það. Ég mátti aðeins afhenda þá gegn undir- skrift þeirra allra þriggja.“ Violu létti, Hún hló. „Þá er allt í lagi. Heldurðu að Axel komi nokkurntíma aftur?‘ ‘ „Það kemur ekki til mála, Hann hef- ur stolið öllu sem hann hefur komizt yfir, undirbúið flóttann rækilega, og er Framhald á bls. 39. fXlki N N 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (18.09.1962)
https://timarit.is/issue/295546

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (18.09.1962)

Aðgerðir: