Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 14
Í RÍKI NASSERS I —1908, er þarna nokkuð neðar, er sá, að byggja uppistöðu fyrir flóðavatnið, svo að það megi nota til áveitu og þannig breyta hálfri annarri millj. ekra af gróðurlausri auðn í frjósamt akur- lendi, sem brýn þörf er á fyrir örtvax- andi fjölda íbúanna sem þegar eru um 27 milljónir talsins. Með þessari stíflu hverfur einnig flóðahættan, sem ógnað hefur Egyptum allt frá fyrstu tíð. Rækt- að land mun aukast um 30%. Rafstöð verður reist í sambandi við stífluna og verður hún, eins og stíflan, hin afkastamesta í heimi, mun fram- leiða um 10 millj. kwst. árlega og hver kwst. aðeins kosta 5 aura, hvað okkur var sagt, að væri lægsta verð í heimi. Til samanburðar má geta þess, að kwst. í Kaíró kostar nú 2 kr. og í Reykjavík 79 aura. Yfirleitt voru allar tölur í sam- bandi við stífluna hinar mestu eða stærstu í heimi og minnti það mig á ágæta landa mína. Báðir hafa vafalaust rétt fyrir sér. Hæð stíflugarðsins frá núverandi vatnsyfirborði við stífluna á að nema 111 metrum. Stíflugarður þessi mun mynda yfirstöðuvatn sem orðið getur um 130 þús. millj. rúmmetrar (ef ein- hver skyldi geta gert sér slíkt magn í hugarlund), en magn þetta er fjórum sinnum meira en í Boulderstíflunni frægu í Bandaríkjunum, sem er enn hin stærsta í heimi. Stöðuvatn það, sem myndast, verður hvorki meira né minna en 500 km. langt og 8 km. að jafnaði á breidd eða 4000 ferkm. 350 km. lengd hins nýja vatns verður í Egyptalandi, en 150 km. í Súdan og hefur egypzka stjórnin þegar greitt Súdan 50 millj. punda fyrir landsmissinn þótt stíflan komi Súdanbúum þó að ýmsu leyti að góðum notum. Þannig mætti lengi halda áfram að þylja tölur um stórkostleika þessa tröll- aukna mannvirkis, sem án alls efa er nú hið mesta, sem nokkurs staðar er í byggingu á hnettinum. Það er því ekki að undra, þótt Egyptum þyki mikið til stjórnar Nassers koma, en honum og byltingunni 1952 þakka þeir fyrst og fremst, og það með réttu, framkvæmd þessa aldagamla draums Egypta. Síðan á dögum hinna fornu faróa hef- ur ekkert sambærilegt gerzt í sögu þjóð- arinnar, enda hefur landið lengstum síðan verið undir erlendum yfirráðum í einhverri mynd, líbískum herrum, rómverskum keisurum, arabískum kalíf- um, tyrkneskum soldánum og nú síðast Frökkum og Bretum. Meira að segja Napoleon kom þar við, þótt skamma stund það væri. Þegar við komum að stíflunni var verið að grafa í gegnum háa hæð fyrir rennu, sem beina á fljótinu í gegnum orkuverið fyrirhugaða. Þar sem þessi risastóra renna er dýpst ofan frá hæðar- brún, er hún um 192 metrar og var nú ógrafið um 30 metra niður í bergið. Fjöldi stórvirkra véla var þarna að verki við að bora eftir sprengiefni, en daglega er öll önnur vinna lögð niður í eina klukkustund meðan sprengt er, og verða þá allir að víkja af svæðinu. Fjölmargir vörubílar, semBbera 25 tonn, voru þarna, nokkrar 250 tonna skurð- gröfur, jarðýtur og loftpressur, allt af rússneskum uppruna. Innan um allar þessar stórvirku vélar var svo urmull af verkamönnum, en á þeim virtist enginn hörgull. Allt var þetta stóra at- hafnasvæði upplýst og var það tilkomu- mikil sjón. Þess má geta, að daglega er flutt á bílunum um 25 þús. tonn af graníti, en uppgröfturinn úr rennunni einni mun nema um 12 þús. rúmmetrum. í rafstöðinni verða 12 túrbínur og verða Fjöldi stórvirkra vinnuvéla eru notaðar við byggingu Assuanstíflunnar, og eru þær allar rússneskar. þrjár teknar í notkun 1965 en allt á mannvirkið að vera fullgert um 1970. Að lokinni byggingu rennunnar og raforkuversins verður fljótinu beint þar í gegn og hefst þá fyrst að ráði gerð stíflugarðsins mikla yfir Níl. Stíflugarð- urinn verður um 111 metrar á hæð, 1 km. að neðan, þar sem hann verður breiðastur, en að ofan verður hann 32 metrar og verður lögð þar tvíbreið ak- braut. Alls verður garðurinn um 3,5 km. á lengd, en þá taka við nægilega há fjöll á báða bóga til að mynda hið 500 km. langa stöðuvatn. Landið með Níl fyrir ofan Assúan er mjög hrjóstrugt, undirlendi lítið og íbúar því tiltölulega fáir, „aðeins“ um 50 þús. til súdönsku landamæranna, eins og okkur var sagt. Hérað þetta, sem nefnist Núbía hin lægri og var stundum fyrr á öldum voldugt ríki og skeinu- hætt Forn-Egyptum, fer nú allt á kaf í vatn auk landssvæðissins í Súdan, þar sem um 40 þús. manns búa. Núbíumenn eru sérstök þjóð og tala eigið tungumál. Hús þeirra eru einnig öðruvísi en annarra Egypta, oft hvít- máluð og skreytt einkennilegum æva- fornum táknum, sem mönnum hefur reynzt erfitt að skilja. Þeir eru yfirleitt dekkri á hörund en Egyptar og fleiri menn þar svartir en í hinu eiginlega Egyptalandi, þótt töluvert sé af hörunds- dökkum mönnum þar. Hinum egypzku Núbíumönnum verð- ur nú komið fyrir á svæði nokkru fyrir neðan Assúan. Verða þar byggð fyrir þá þorp á sléttum eyðimerkursandinum, en honum verður, þegar hin nýja áveita kemst í notkun, breytt í frjósama akra og aldinlundi, þannig að íbúarnir fái betra land en þeir búa nú á. Ólíklegt er samt að Núbíumenn gangi fúsir til landsskiptanna. Á þriðja degi héldum við félagar á Framh. á bls. 28. Lifskjör almennings eru mjög bágborin í Egyptalandi. Verkamenn við Assuan- stífluna fá t. d. aðeins 30 pjastra eða um 35 krónur á dag og einn líter af mjólk að auki, og una menn sér vel við það. 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.