Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Qupperneq 27

Fálkinn - 10.10.1962, Qupperneq 27
utrœtnr Gulrótin hefur mikið næringarlegt gildi. Hún er mjög auðug af A-fjörefni og inniheldur auk þess töluvert magn af af B- og C-fjörefni, kalki, magnesíum, brennisteini og joði. Hrá, annaðhvort fínt rifin eða press- aður úr henni safinn, er hún blóðhreins- andi og gefur okkur kraft og hreysti. Hún er mjög holl fyrir augun vegna A-fjörefnisins, varnar augnbólgum, nátt- blindu og gerir augun og hörundið skært og fallegt. Hún er góð við blóð- leysi og er grennandi, þar eð hún örfar meltinguna. Er holl fyrir bein og tenn- ur. Vanfærum konum er ráðlagt að borða mikið af hráum gulrótum, einkum og sér í lagi gulrótarsafa og það sama gildir meðan barnið er á brjósti. Byrjið að gefa ungbarninu gulrótarsafa þegar það er 6 vikna 1 tsk. á dag. Hrár gulrótarsafi er ágætt fegrunar- lyf. Ýmist má bera hann daglega á hörundið með bómullarhnoðra, láta það þorna og síðan bera krem á eða andlits- vatn. Einnig er hægt að láta nokkra dropa daglega saman við næringarkrem- ið, blanda því saman í lófanum. í báðum tilfellum fær hörundið vænan skammt af A-fjörefni, sem hefur svo góð áhrif. Það er fallegt að vefja herðatré með hinum lituðu plastic bastþráðum, sem fást í föndurverzlunum. Það er auðvelt að nota þá, þar sem ekki þarf að leggja þá í bleyti, svo börn ráða vel við þá. Byrjið að vefja herðatréð eins og sést á teikningunni, stingið þráðarendanum undir fyrstu 3—4 vafningana (brotalín- an). Leggið jafnframt 2—3 mislita þræði eftir herðatrénu að endilöngu, festið þá undir fyrstu vafningana. Myndið svo ýmis mynstur á þann hátt Framh. á bls. 28. Góð rabarbarakaka 200 g. smjörlíki. 250 g. hveiti. V2 tsk hjartarsalt. 1 egg. 125 g. sykur. Rifinn sítrónubörkur. 20 möndlur. 1/2 kg. vínrabarabari. Sykur. Hveiti og hjartarsalti sáldrað á borð, smjörlíkið mulið saman við. Egg og syk- ur hrært vel ásamt sítrónuhýðinu og möndlunum sem eru gróft saxaðar. Deigið hnoðað, látið bíða í nokkrar klst. á köldum stað. Deigið flatt út, tertumót með lausum botni þakið að innanverðu. Rabarbarinn hreinsaður og skorinn í bita, sem velt er upp úr sykri. Sett í mótið. Búið til lok úr Va hluta af deiginu og leggið það yfir rabarbarann. Kakan smurð með eggi, söxuðum möndlum stráð yfir. Bökuð við 175—200° í nál. 45 mínútur. Kakan borin fram volg með þeyttum rjóma. Takið bara utan af kök- unni, losið ekki botninn undan henni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.