Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 7
Háttvirti Fálki!
í síðasta blaði Fálkans var
beðið um þessa vísu í „Póst-
hólfinu“, en þið könnuðust
ekki við hana. Því miður veit
ég ekki deili á höfundinum,
en vísan er svona:
Ég verð færður í fangelsi
á morgun
í framtíð að búa þar einn.
í kring eru járngrindur
kaldar,
en koddinn minn hrufóttur
steinn.
S. S.
Kæri Fálki!
í 10. tölublaði Fálkans bið-
ur Billý um textann sem
byrjar þannig: Ég var færður
í fangelsi að morgni. Viltu
birta textann fyrir þessa
Billý, en textinn er svona:
„Yfir höfin vill hugurinn
sveima
og heim til þín ástfólgna
mær
það er sárast að sjá þig
ei lengur
af söknuði hjarta mitt slær.
Ég var færður í fangelsi
að morgni
til framtíðar búa þar einn
og í kring eru járngrindur
kaldar
og koddinn minn hrufóttur
steinn.
Ef væri ég með engilsins
vængi
þá vendi ég helsinu frá.
Þá flygi ég í míns
ástvinararma
og ánægður dæi ég þá.“
Guðlaug Oddgeirsdóttir,
Hvolsvelli.
Við þökkum bréfriturum
og vonum að Billý geti notast
við eitthvað af þessu. Ef ein-
hverjir kynnu þetta lengra
eða öðruvísi væri gaman að
fá frá þeim línu.
Hvort á að borga?
Pósthólf Fálkans!
Ég er nítján ára gömul og
hef gert lítið af því að fara
út með strákum að skemmta
mér. Um daginn bauð einn
mér út og af því að stelpurn-
ar sem ég er með voru ekki
í bænum tók ég boðinu. Nú
er ég þannig gerð að ég vil
alltaf borga fyrir mig sjálf
ef ég fer út. Ég hef ágæta
vinnu og ég sé ekki ástæðu
til þess að aðrir séu að borga
fyrir mig þar sem ég er ein-
fær um það. Jæja. Nú förum
við út að skemmta okkur
þetta laugardagskvöld og þeg-
ar á að fara að gera upp borð-
ið vil ég borga minn hlut.
Hann varð fúll við og vildi
ekki heyra það nefnt. Svo
ekur hann mér heim og þegar
ég vil fá að borga minn hluta
í bílnum þá verður hann bál-
reiður og hálf rak mig út.
Mér fannst þetta ákaflega
leiðinlegt því þetta er
skemmtilegur strákur. Hann
hringdi í mig næsta laugar-
dag og vildi bjóða mér út en
ég gat ekki hugsað mér að
fara með honum. Hvað finnst
ykkur um þetta?
Ein í vandræðum.
Svœr:
Oklcur finnst þetta mjög
merkilegt þar sem kvenmaöur
á í hlut. Þaö er ástœöulaust hjá
þér aö fara ekki út meö strák-
um, þú skalt bara gera honum
Ijóst aö þú vilt greiöa þinn liluta.
ÞiÖ getiö liæglega gert þaö wpv
eftir á. Svo er allt í lagi aö láta
kauöa borga fyrir ykkur bœöi.
Kurteisi.
Kæra Pósthólf.
Mig langar til að skrifa þér
og spyrja þig um eitt efpi sem
mig langar til að fá svar við.
Er það kurteisi að hvíslast á
til dæmis í strætisvögnum eða
á skemmtistöðum? Það er
eki svo sjaldan sem fólk ger-
ir þetta og það fer ákaflega
í taugarnar á mér. Getur
verið að þetta sé kurteisi?
Óli.
Svar:
Nei, þaö þykir ekki kurteisi
aö vera mikiö meö hvlslingar.
En þaö getur komiö fyrir aö
fólk sé aö ræöa um þau efni í
strœtisvagninum sem þaö vill
ekki aö allur vagninn heyri og
þess vegna hvíslast þaö á. ÞaÖ
þarf ekki endilega aö vera aö
tala illa um þig þótt þaö hvislist
á. Hins vegar geta venjúlegar
samræöur oröið aö hvisli á
skemmtistaö ef hljómsveitin er
hávaöasöm sem þær eru nú oft-
ast. Þú skalt reyna aö venja þig
af spéhrœöslu.
1
HrútsmerkÍÖ (21. marz—20. aprll).
Það er allt undir yður sjálfum komið, hvernig
bessi vika verður. Það mun ekki skorta tækifæri, en
vandinn er sá að koma auga á þau og grípa gæsina
begar hún gefst. Ef þér hafið einu sinni fundið stef-
ið, þá er hægur vandi að semja iagið.
Nautsmerkið (21. apríl—21. maí).
Þau verða ekki svo fá, vandamálin, sem verða á
vegi yðar þessa viku, en með heilbrigðri skynsemi og
örlitlum kiókindum ætti að vera hægt að leysa öll
þau stærstu. Annars gerist ekkert stórfenglegt í vik-
unni og ekkert, sem er sérstaklega spennandi.
Tvíburamerkið(22. maí—21. júní).
Á laugardag eða sunnudag gerist atvik, sem gerir
það að verkum, að hjarta yðar mun slá hraðar en
það á vanda til. En allt. fer vel. Endirinn verður sá,
að framtíðarhorfur yðar verða glæsilegri en þær hafa
nokkurn tíma verið áður.
KrabbamerkiS (22. júní—-22. júlí).
Það verða gerðar til yðar miklar kröfur í þessari
viku. Þér skuluð ekki hika við að taka að yður vanda-
samari verk og meiri ábyrgð en þér hafið gert áður.
Á heimilinu verður ofurlítið uppistand, en ef satt
skal segja, hreinsar það bara loftið og verður til
góðs.
Ljónsmerkið (23. júlí—23. áqúst).
í þessari viku verða stjörnurnar yður mjög hag-
stæðar. Yður mun takast prýðilega að samræma ólík
sjónarmið og aðstæður. Þér dettið ofan á gullvæga
lausn á langvinnu deiluefni og vandamáli, og þetta
mun gera líf yðar sólskinsbjart og skemmtilegt f
náinni framtíð.
Jómfrúarmerkið (24. ágúst—-23. september).
Þér hafið kynnzt manni, sem þér munuð hagnast á,
ekki beint. peningalega, heldur í sambandi við fyrir-
greiðslu og góð sambönd. Þetta verður því einstak-
lega gleðirík vika, fleytifull af glæstum fyrirheitum
og björtum vonum.
Vogarskálarmerkið (24. september—23. október).
Fyrri helmingur vikunnar verður heldur erfiður og
leiðinlegur. Þér verðið ásakaður um tillitsleysi gagn-
vart manneskju, sem þér viljið síður en svo illt. Þetta
veldur yður sárri líðan. Síðari hluti vikunnar verður
ólíkt bjartari og skemmtilegri.
Sporðdrekamerkið (24. október—22. nóvember).
Eitthvað, sem á rætur sínar að rekja til fortíðar
yðar, grípur skyndilega inn í líf yðar á nýjan leik.
Þetta kemur örlitlu róti á hug yðar og tilfinningar
um skeið, en reynið að sýna stillingu og rósemi. Á
sviði ástarmálanna cr þetta mjög hagstæð vika hjá
yður.
Bogamannsmerkið (24. nóvember—22. desember).
Einn af meðlimum fjölskyldunnar hefur mikla þörf
fyrir að vera í nánari tengslum við yður en hingað
til. Þér skuluð ekki slá hendi á móti vinarhótum
hans, heldur sýna honum alla þá vinsemd og trúnað,
sem þér getið. Það mun borga sig síðar meir.
SteingeitarmerkiS (22. desember—20. janúar).
Einhver, sem þér hafið treyst. um of mun ef til vill
valda yður miklum vonbrigðum. Fyrst í stað mun
yður falla þetta mjög þungt, en ekki skuluð þér láta
hugfallast, heldur læra af reynslunni. Það er vara-
samt að treysta of mikið á aðra en sjálfan sig.
VatnsberamerkiS (21. janúar—19. febrúar).
Þetta verður óheillasöm vika: Fjölmargir óheilla-
vænlegir aðilar munu leitast við að draga yður á
tálar. Yður skal því ráðlagt að beita öllum viljastyrk
yðar og skapfestu til þess að koma í veg fyrir óáran
og vitleysu.
FiskamerkiS (20. febrúar—20. marz).
Stjörnurnar segja, að þér hafið nú um skeið farið
gáleysislega með peninga yðar og tíma. Þetta kemur
yður rækilega í koll í þessari viku og beztu dagarnir
til þess að kippa þessu í lag eru fimmtudagur og
föstudagur. Mjög óvænt og skemmtilegt atvik kemur
fyrir yður á laugardag, atvik, sem kitlar hégóma-
girnd yðar ofurlitið.
fXlkinn 7