Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 20
FÁLKINN V I K U B L A Ð ræðir við Sigurð Sigurðsson „Iþróttir hafa aldrei veriö mi — Það var í rauninni algjör tilvilj- un, að ég gerðist íþróttafréttaritari út- varpsins. Nú eru liðin um 15 ár síðan ég hafði fyrst afskipti af þeim málum. Það var á Olympíuleikunum 1948. Ég var aðstoðarmaður Jóns Múla og villt- ist til að lýsa nokkrum hlaupum .. . Við erum staddir á heimili Sig. Sigurðs- sonar, Bogahlíð 7 og með þessum orðum svarar hann fyrstu spurningu okkar. Sigurð er óþarft að kynna fyrir lesend- um. Allir íþróttaunnendur þekkja þætti hans og lýsingar. En þeir eru ugglaust færri, sem þekkja manninn að baki í- þróttaþáttum útvarpsins. Þess vegna lagði FÁLKINN leið sína til hans fyrir skemmstu og spjallaði við hann eina kvöldstund. — Lýstir þú eingöngu frjálsum íþrótt- um fyrst í stað? — Já. Ég forðaðist eins og heitan eld- inn að lýsa knatts^yrnu fyrstu árin. Ég vissi hver hætta var í því fólgin og reyndi að sleppa við það. En þegar við lékum landsleiki við Norðmenn og Dani 1953 lýsti ég þeim leikum. Og fyrir leikinn í Idrættspareken upplifði ég mína fyrstu andvökunótt. Síðan hefur þeim farið fjölgandi. — Hverjir höfðu áður séð um íþrótta- þætti útvarpsins? — Það voru ýmsir af forráðamönn- um íþróttahreyfingarinnar og eins og að líkum lætur voru málin þeim stund- um of skyld til þess að þeir gætu fjall- að um þau á hlutlausan hátt. Þess vegna vildi útvarpið gera tilraun til þess að annast sjálft allar fréttir og lýsingar á íþróttamótum. Annars komst ég fljótt að raun um, að þetta starf, sem ég hafði tekið að mér, var umfangsmeira en svo, að unnt væri að gera því góð skil í tóm- stundum. Það hefur þess vegna oft hvarflað að mér að hætta þessu, eða snúa mér þá alveg að því og gera það að mínu aðalstarfi. Og hver veit nema ég velji síðari kostinn? — Er ekki erfitt að lýsa knattspyrnu- kappleik? — Það er allt undir leiknum komið, hvernig lýsingin tekst. Ég get nefnt sem dæmi um erfiðan leik úrslitaleikinn í síðasta íslandsmóti. Þá lá knöttur- inn alltaf á öðru markinu vegna roks og ekkert gerðist í rauninni. Ef leikurinn er hins vegar jafn og skemmti- legur, samspil á báða bóga, þá er lýs- ingin miklu auðveldari viðfangs, Ég get nefnt landsleikinn við Svía 1954, sem dæmi um leik, sem auðvelt og skemmti- legt var að lýsa. Svíar höfðu unnið Finna nokkru áður með miklum yfir- burðum, svo að við bjuggumst við hinni verstu útreið. Þess vegna hafði ég á- kveðið að lýsa aðeins hluta af leiknum. En leikurinn var jafn, tvö mörk gegn tveimur, allt fram á síðustu mínútur, að Svíar skoruðu sigurmark sitt. Ég vissi ekki fyrri til en ég hafði lýst öll- um leiknum og mér fannst tíminn líða eins og örskot. Sama er að segja um leikinn í Dublin í fyrra. — Móðurmálið okkar torveldar einnig mjög lýsingu á knattspyrnu. Ég hef leitast við af fremsta megni að lýsa á sem beztu ís- lenzku máli og þess vegna verð ég oft að nota heila setningu yfir það sem hægt er að segja með einu erlendu orði. Annars hef ég meira gaman af að lýsa frjálsíþróttum en knattspyrnu og þá sérstaklega hlaupum í millivegalengd- um. — Hvað um handknattleikinn? — Það er mjög erfitt að lýsa honum. Hraðinn í leiknum er svo mikill, að það er lítið annað hægt að gera en hrópa upp mörkin. Það er reyndar mun betra að lýsa í íþróttahúsinu á Keflavíkur- flugvelli, en hér á Hálogalandi má það heita vonlaust. Sama er að segja um skíðakeppni, en það er ágætt að lýsa sundi. Ég er ekki viss um, að menn geri sér ljóst, hversu lýsingar á íþróttakeppni yfirleitt geta verið viðkvæmt mál. Ég

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.