Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 21
minntist á skíðaíþróttina hér áðan og
nú er skíðalandsmótið fyrir dyrum. Við
skulum því setja sem svo, að Jón Jóns-
son og Guðmundur Guðmundsson keppi
um fyrsta sætið í skíðagöngu. Guð-
mundur brýtur skíðið sitt og Jön sigr-
ar, og segjum, að ég lýsi þessu nákvæm-
lega eins og það gekk fyrir sig. Þá get
ég búizt við, að Jón komi bálreiður á
minn fund og spyrji, hvort ég hafi ver-
ið að gefa í skyn, að hann hafi sigrað
bara af því að Guðmundur braut skíð-
ið sitt! Setjum hins vegar svo, að ég
hafi ekki sagt frá því, að Guðmundur
braut skíðið sitt. Þá kemur hann bál-
reiður til mín og spyr hvað það eigi að
þýða að segja ekki frá því, að hann
hafi brotið skíðið sitt og þar af leiðandi
tapað! —- Nú má enginn skilja orð mín
svo, að ég sé að kasta rýrð á íþrótta-
mennina okkar, heldur vildi ég sýna
með þessu dæmi hversu erfitt getur ver-
ið að segja frá svo að öllum líki.
— Eru ekki utanferðir þínar í sam-
bandi við íþróttamót orðnar nokkuð
margar?
— Jú, þær eru orðnar æði margar,
svo margar, að ég er eiginlega orðinn
hálf leiður á þeim. Ég er víst búinn að
koma til flestra landa í Vestur-Evrópu.
Austur fyrir járntjald hef ég hins veg-
ar aldrei komið, nema hvað ég fór einu
sinni yfir til Austur-Berlínar — á eigin
ábyrgð. Það er margs að minnast úr
öllum þessum ferðum og mér kemur
fyrst af öllu í hug Evrópumeistaramót-
ið í Brússel 1950. Það er tvímælalaust
eftirminnilegast allra móta sem ég hef
séð. Þarna vorum við, kotríkið, eins og
stórveldi. Hugsið ykkur, að Rússar
fengu einn Evrópumeistara, en við tvo.
Svíar fengu einn, Norðmenn einn og
Finnar einn að mig minnir. — Einhver
eftirminnilegasti knattspyrnukappleik-
inn sem ég hef séð erlendis, var leikinn
í ferð, sem ég fór með Akurnesingum
um Þýzkaland. Þetta var gífurlega erf-
iður leikur. Það var þrjátíu stiga hiti
og glampandi sólskin. í hálfleik stóð
leikurinn 1—0 fyrir Þjóðverja, og ég
hef aldrei séð örþreyttari og aumari
menn en Akurnesingana í hléinu. Þeir
lágu hér og þar og okkur þótti gott, ef
þeir mundu bara lifa leikinn af, hvern-
ig svo sem hann færi. En svo undarlega
brá við, að leiknum lauk með jafntefli
1—1. Ég held, að frammistaða okkar
manna hafi sjaldan komið mér meir á
óvart.
— Einhvern tíma fórstu til Bandaríkj-
anna.
— Já, það var stórfengleg ferð að
því undanskildu, að ekkert varð úr
landsleiknum, sem átti að verða aðal-
markmið ferðarinnar. Móttökurnar voru
óvenju glæsilegar. Við bjuggum á beztu
hótelum, máttum sjálfir ákveða á hvaða
veitingahúsum við borðuðum. Við lék-
um reyndar nokkra leiki, en þar var
fremur um sýningu að ræða en keppni.
Við lékum til dæmis við Vörubílstjóra-
félagið í Philadelphiu, og þeir höfðu 30
til 40 menn eins og tíðkast í amerísku
knattspyrnunni og skiptu stöðugt um.
Einnig lékum við í New York við fót-
botlameistara frá ísrael, og setninðar-
athöfn þess leiks er einhver sú lengsta
og einkennilegasta athöfn, sem ég hef
orðið vitni að. Hún hófst með því að
ísraelsmönnum var afhentur að gjöf
heill strætisvagn og vagninum var stillt
upp þarna inni á vellinum. Að loknum
endalausum ræðuhöldum voru þjóð-
söngvarnir sungnir. — Þjóðsöngvar
ísrael og Bandaríkjanna voru sungnir
með miklum glæsibrag, en loks kom
okkar þjóðsöngur, sunginn af einni ein-
ustu manneskju: Guðmundu Elíasdótt-
Framh. á bls. 38.
FÁLKINN 21