Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 11
 ¥ Leikarinn með bílinn sinn (efri mynd- in). Bessi tyllir sér fyrir neðan stytt- una af Bertel Thorvaldsen (neðri mjmd). — Það er gott. Ég hef gaman af önd- unum. — Og nú áttu ekki að brosa, bara vera alvarlegur. — Kannski hugsandi? — Já, einmitt. — Þá getum við hætt strax. Ég hugsa aldrei. Mér er sagt, að það sé erfitt. Hann var spotzkur á svipinn þegar hann sagði þetta. — Er gaman að skemmta fyrir börn- in? — Hispurslausari áhorfendur eru ekki til, annað hvort bindur maður athygli þeirra eða þau hlusta alls ekki. Við stigum úr bílnum á brúnni. Vatn- ið á tjörninni var mjög gárað og kulda- legt en hann var hættur að rigna. — Á ég að vera með borgina í bak- sýn? — Já og pípuna uppí þér. — Og svo takið þið eina af mér við bílinn. Ég stend si svona. Þetta er leik- arinn við bílinn sinn. Vauxhall 1962. Svo hringja þeir úr Sambandinu og vilja fá myndina til að auglýsa. Þá ætla ég að þykjast hugsa mig um. — Er þetta góður bíll? — Þú sérð það, þegar auglýsingin kemur. Við ókum vestur að Háskólabíói. Hér .eina mynd og hann stóð með bænda- hótelið í baksýn. Það komu tveir strák- ar eftir gangstéttinni og ræddu saman. Hugsaðu þér tölu, sagði annar, en þagn- aði þegar hann sá Bessa. Þarna er Mikael refur. Þeir biðu meðan verið var að mynda og pískruðust á. Á leiðinni í bæinn sagði hann okkur Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.