Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 13
dreifðar og fátíðar. Það gátu
liðið vikur og mánuðir, áður
en báturinn næði landi, og á
þeim tíma myndum við vera
dauð úr hungri og þorsta.
Ég mókti og féll litlu síð-
ar í léttan óværan svefn.
Er sólin reis úr hafinu og lit-
aði himininn í austri eldrauð-
an, opnaði ég augun og
æpti. Þarna sat systir Sonja
í botni björgunarbátsins og
maulaði skipskexið og drakk
vatn — svo djarfmannlega
og eyðslugjarnt, að það gaf
til kynna, að hún væri ekki
enn komin í skilning um,
hvað hafði raunverulega
komið fyrir mig og hana, er
við misstum sambandið við
hina björgunarbátana.
Ég skreið á augabragði
fram í bátinn og safnaði
vistunum að mér. Mér til
skelfingar sá ég, að systir
Sonja hafði borðað fleiri
daga skammt af skipskex-
inu og drukkið næstum
fjórða hluta af vatns-
skammti okkar. Ég bölvaði
og gerði henni skiljanlegt,
hvað biði okkar: Ferðalag
á sjónum nætur og daga,
auðveld bráð fyrir fyrsta og
bezta storminn, á leiðum
utan venjulegra skipaferða,
sjóðandi heitt á daginn, ís-
kalt á nóttunni, vítissultur,
vítisþorsti. Á meðan leit ég
yfir matarþirgðirnar. Ég
reiknaði út, að með litlum
skammti gætum við haldið
það út í átta sólarhringa.
Systir Sonja sat bara í
botni bátsins og brosti sínu
föla og milda brosi. Biblían
lá í kjöltu hennar. Hin fal-
legu bláu augu hennar
hvíldu á mér og lýstu við-
kvæmni og umburðarlyndi.
Augljóst var, að hún áleit,
að ég hefði of miklar —
ónauðsynlegar — áhyggjur.
— Guð mun hjálpa okkur!
sagði hún. — Verið ekki
hræddir.
Það var eitthvað fagurt
og áhrifamikið í hinu barna-
lega trausti á, að Guð myndi
grípa í taumana. Ekki eina
sekúndu var hún í vafa um,
að hinn mikli meistari myndi
áður en leið á löngu draga
skip inn á leið okkar, þann-
ig að hún — án umtalsverðra
tafa — gseti haldið áfram
ferð sinni til Galapagoseyj-
anna. Guð hafði sent hana í
trúboðsferð — til að kynna
boðskap kristindómsins hin-
um heiðnu íbúum. Hún var
tæki í hendi meistarans og
hún átti ekki að deyja fyrr
en hann hefði náð markmið-
inu með þessu tæki.
Systir Sonja talaði mikið
þennan morgunn á hinu
auða hafi, tvisvar skoraði
hún á mig, að taka þátt í bæn
Ég neitaði. Ég var önnum
kafinn við að róa. Ég hafði
ekki misst þá von, að komast
norð-norð-austur inn að
strönd Suður-Ameríku.
Systir Sonja varð fámælt-
ari og fámæltari eftir því,
sem sólin hækkaði sig og
nálgaðist hvirfilpunkt. Hún
þjáðist í brennandi hitanum,
og svitinn draup af andliti
hennar og hinum mögru, vel-
hirtu höndum. Hún horfði
stöðugt út á hafið til að finna
skipið, sem hinn mikli meist-
ari myndi láta verða á leið
okkar. En dagurinn leið og
skipið sýndi sig ekki. Er við,
þegar myrkrið skall á, krup-
um saman í botni björgun-
arbátsins, var vonleysis-
svipur á hinu bólgna og sól-
brennda andliti systur Sonju.
hún grét hljóðlega og þrýsti
biblíunni um leið að brjósti
sér.
Skipið kom ekki í ljós
næsta dag, ekki heldur
þriðja daginn. Og fjórða dag-
inn gáði systir Sonja ekki
lengur að neinu skipi. Hún
lá örmagna og kvalin í botni
bátsins, andlit hennar og
hendur voru logbrennd af
hinni miskunnarlausu sól,
munnur hennar var hert lína
með þurrum hrufum og
hrukkum og augu hennar
voru döpur og sljó. Ég var
sjálfur í svipuðu ásigkomu-
lagi.
— Systir Sonja! stundi ég,
þegar ég um miðjan dag
rétti henni dagskammtinn
af skipskexi og vatni. — Ég
vil gjarna taka þátt í bæn
núna!
Það fór hrollur um mig,
Framh. á bls. 33.
• ÁLKINN 13