Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 8
Mcd Bessa i bor
Það er óþarfi að kynna frekar mann-
inn sem þið sjáið myndirnar af á næstu
fjórum síðum. Hér á eftir segir frá því,
þegar þessar myndir voru teknar.
Fimmtudaginn 21. marz 1963.
Klukkan var 14.55 þegar við hringd-
um í Þjóðleikhúsið þennan dag og
spurðum um Bessa Bjarnason og feng-
um þau andsvör að hann væri nýfarinn
af æfingu og væri sennilega að finna
í Landssmiðjunni. Við hringdum þang-
að.
— Landssmiðjan, góðan dag.
— Ætli hann Bessi Bjanrason sé
staddur þarna?
— Jú eitthvað af honum er hér. Gerið
svo vel. Og áður en við gátum sagt
takk eða spurt hvort hann væri í pört-
um var stúlkan farin og við heyrðum
hringja og svo svaraði dimm rödd.
— Halló.
— Bessi Bjamason?
— Jú, það er hann.
— Þetta er á Fálkanum, vikublaði.
Okkur langar til að fá þig á forsíðu.
— Þið eruð snjallir þarna í Fálkanum.
YJckur dettur margt sniðugt í hug.
-r- Og svo vildum við gjarnan fá af
þér nokkrar myndir í viðbót til að
skrey-ta innsíður blaðisns með.
8 FALKINN
— Hvernig myndir eiga þetta að
vera?
— Okkur datt í hug að fá af þér
nokkrar myndir við myndastyttur.
— Ha?
— Já við myndastyttur. Lízt þér ekki
á þetta?
— Heyriði?
— Já.
— Býr eitthvað undir þessu? Ég á
við hver er meiningin?
— Gott páskablað.
— Það er einmitt það. Ég get komið
með ykkur á fimmtudaginn kemur.
Ekki fyrr. Ég er alveg upptekinn þang-
að til.
Og þar með hófust samningarnir.
Við sögðumst þurfa að fá þetta helzt
strax í dag, þetta mundi taka svona
tvo tíma. Bessi sagðist ekki hafa tvo
tíma aflögu. Hann sagðist vera að vinna
þarna í Landssmiðjunni og svo væri út-
varpið klukkan hálf fimm. Við fengum
hann til að lofa okkur klukkutíma. Og
svo mæltum við okkur mót við hann
klukkan 15.30 við bakdyr Þjóðleikhúss-
ins þar sem hann sagðist geyma bílinn
sinn.
Hann var kominn þangað á undan
okkur og beið við bílinn, grænan Vaux-
hall 1962, R-2615. Þeir stóðu þar saman
Bessí ög "Gunnar Eyjólfsson.
— Þú ert bara með pressuna í eftir
dragi, sagði Gunnar og leit á mynda-
vélarnar.
— Já, sagði Bessi.
— Er þetta fyrir Æskuna eða Unga
ísland?
— Fálkann.
— Eru þeir að reyna að koma blaðinu
á hausinn eða hvað?
— Þú ert ekki leikstjóri núna, Gunn-
ar.
— Það held ég að verði hlegið í bæn-
um.
— Það þýðir ekkert að vera vondur
Gunnar. Þú getur ekki alltaf verið í
blaðinu, nú má ég.
— Uss, þessir blaðamenn, sagði Gunn-
ar og gekk í burtu.
— Sko, nú er hann vondur af því að
það er ég. Svona er þetta. Og Bessi
brosti. Við stigum uppí bílinn og Bessi
ók út af planinu.
— Hvert á að aka?
— Við skulum taka landnámsmann-
inn fyrstan.
Við gengum upp tröppurnar upp að
landnámsmanninum þar sem hann stóð
á stalli sínum eins og frá honum hafði
verið gengið.
— Hvað á ég að gera? spurði Bessi.
— Brosa og vera svolítið kátur, sagði
ljósmyndarinn.