Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 10
BESSI
— Það er skömm að því að hafa ekki
stiga hérna. Hann er góður leikari hann
Bessi.
— Já, hann er það.
— Ég þekkti hann þegar hann var
strákur. Duglegur strákur hann Bessi.
En ekki þýddi mikið að banna honum.
Ef hann tók eitthvað í sig var ekki að
orðlengja það, að hann kom því í fram-
kvæmd.
Þessar minningar höfðu greinilega
örvandi áhrif á gamla manninn og hann
fékk sér aftur í nefið. Það er tilkomu-
mikið að fá sér í nefið. Fyrst er klútur-
inn tekinn úr vasanum og maður snýtir
sér og tekur fram hornið og slær því í
hnéskelina og setur annaðhvort á hand-
arbakið eða milliliðalaust í nefið. Þetta
er fyrsti þáttur. Annar þáttur er að
setja niður hornið og þurrka sér um
10 FÁLKINN
nefið með klútnum. Þá nær leikurinn
venjulega hámarki með einhverri spak-
legri setningu. Hún kom líka.
—r- Ég fór í leikhúsið um daginn og
sá barnaleikritið. Þetta er gott leikrit.
Ég heid að það hafi uppeldislegan til-
gang að fara með börnin í leikhúsið.
Nú voru þeir hættir að mynda og
Bessi klifraði niður af stallinum og við
gengum niður stíginn niður að bílnum.
Við ókum vestur í Hljómskálagarð og
töluðumst lítið við á leiðinni að öðru
leyti en því, að við spurðum Bessa um
bílinn. Hann sagði, að þetta væri góður
bíll. Hann settist á bekkinn hjá Bertel
og á eftir fór hann að styttu skáldsins.
— Hann er orðinn svolítið grænn,
hann Jónas, sagði hann og horfði á
styttu skáldsins.
— Og svo fuglarnir að ofan.
— Já, styttur verða oft hvítar í koll-
inn.
Þegar við höfðum snúizt í kringum
styttu skáldsins héldum við uppí garð-
inn við hús rannsóknarlögreglunnar við
Fríkirkjuveg. Þar er styttan Móðurást
— af strák og stelpu í faðmlögum. í
kuldanum virtust þau vera enn inni-
legri.
— Það er nú bara hvort ég fæ að vera
með.
— Þú reynir.
— Já, en ég fer ekki að stofna til
slagsmála hér.
Við héldum í garðinn niðuraf gamla
Kennaraskólanum. Sólin var að ganga
bak við ský og það kólnaði óðum. Klukk-
an var að verða hálf fimm. Pomona
stóð þarna nakin með ávexti sína í
höndunum. Strákar voru í Indíánaleik
í næsta húsagarði.
— Ég þori ekki mikið hérna, sagði
Bessi. Ég er feiminn við hana þessa og
sjáið alla bílana á Hringbrautinni. Þeir
stoppa og fara að horfa á.
— Við skulum fara uppað trjánum,
sagði ljósmyndarinn. Ég ætla að taka
forsíðuna.
Það var orðið skrambi kalt þarna í
garðinum. Þeir fundu góðan trjábol og
Bessi setti sig í stellingar.
— Á ég að brosa mikið?
— Dálítið.
— Mér er kalt.
— Ég verð fljótur.
Þetta tók dálítinn tíma og það var
gaman að fylgjast með andlitinu á hon-
um hvernig hann brosti.
— Þú þarft ekki að brosa, — ég er
búinn að taka.
— Brosið er frosið. Það þiðnar með
kvöldinu. Ég er orðinn of seinn niður
í útvarp. Nú drepa þeim mig þegar ég
kem. Er þetta ekki nóg fyrir ykkur?
— Nei, við þurfum að fá þig á morg-
un líka. Hvenær ert þú laus.
— Verðið þið eins lengi?
— Nei.
— Þá skal ég fórna kaffitímanum.
Hringið klukkan þrjú.
Bessi hélt niður í útvarp en við fór-
um uppá blað.
Föstudagur 22. marz 1963.
— Ekki takið þið myndir af Bessa í
dag, sagði ritsjórinn og horfði á regnið
falla á trén í garðinum fyrir utan.
Það hummaði í Ijósmyndaranum. Ég
þagði.
Hann hélt sig við rigninguna fram að
kaffi og ég hringdi í Bessa á tilsettum
tíma.
— Ha, sagði hann. Það er rigning.
Þið hafið kannski ekki veitt því athygli.
Ég eyðilegg fötin mín á þessu. Svo verð-
ur mér kalt.
— Þetta tekur ekki langa stund.
— Jæja, það er bezt að vera laus við
ykkur.
Við hittum hann á planinu og við
fundum fljótt að það lá vel á honum
þrátt fyrir rigninguna.
— Hvert höldum við í dag?
— Vestur á tjarnarbrú.