Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Síða 15

Fálkinn - 10.04.1963, Síða 15
jafnt heimamönnum sem gestkomandi. Biskup var framúrskarandi góðmenni og vildi allra götu greiða af fremsta megni. Skólapiltar voru margir, miðað við þær aðstæður, er þá voru á landinu, og glaumur og kátína í kringum þá eins og oft vill verða, þar sem ungir menn eru til langdvalar. Biskupsdæt- urnar tvær, Jórunn og Helga, umgeng- ust skólapilta eins og eðlilegt var og sóma þótti. Voru þær í háttum sínum og umgengni við námssveina ólíkar. Helga var glenslaus og afskiptalítil við unga menn. En Jórunn aftur á móti glensfull og lék sér tíðum við skóla- sveina og tuskaðist jafnvel við þá í leik og gamni. Hún var glaðlynd og kátínufull og þar af leiðandi hvers manns hugljúfi og ekki sízt ungra manna á líku reki. Föður hennar, biskupnum, fannst stundum nóg um leikaraskap hennar og kæti í hópi skóla- sveinanna og annarra ungra manna á staðnum. Hann var jafnvel hræddur um, að eitthvað slys myndi henda hana af þessum leikbrögðum í siðferðislegum efnum, sem yrði henni hnekkir og lítt samboðið. Biskup vandaði um fyrir henni í margan tíma, en það kom fyrir ekki. Jórunn hélt uppi uppteknum hætti, þrátt fyrir umvandanir föður síns — og fór svo fram um sinn. Biskup hugleiddi það í margan tíma, hvernig hann ætti að hafa Jórunni dóttur sína af of miklum samskiptum og leikaraskap við skólasveina. Eftir nákvæma og mikla íhugun fann hann ráð. Hann tók það til bragðs, til að reyna staðfestu dætra sinna til lags við unga menn, að hann dulbjó sig svo, að enginn þekkti hann. Kom hann fram ætlun sinni í þessu gerfi. Hann hitti fyrst að máli Helgu dóttur sína, þar sem hún var ein og enginn heyrði til þeirra eða varð var við fund þeirra. Hann ræddi fyrst við hana um vandamál dagsins, en kom þar brátt máli sínu, að hann tjáði henni aðdáun sína af kvenlegu yndi hennar og fegurð. Hann var hinn blíðasti í máli, en fór samt varlega í sakirnar fyrst í stað, meðan hann var að leita hófanna hjá henni. Þar kom, að hann þóttist vera viss um að fara að geta leitað ætlun sinni fulla staðfestingu. Hann spurði hana, hvort hún væri þess fús að lofa sér að sofa hjá sér. í fyrstu varð biskupsdóttir undarleg við þessi tilmæli og var lítt tilleiðanleg. En aðkomumaður var áleitinn og sótti mál sitt fast og af fullri einurð, en rasaði þó hvergi um ráð fram og hagaði orðum sínum hóf- lega. Þar kom, að Helga var algjörlega á bandi hans og lét tilleiðast og varð fús til rekkjubragðanna og mælti: „Hvar eigum við þá að vera?“ Biskup varð mjög undrandi við undirtektir hennar, sem komu honum algjörlega á óvart, vék hann frá henni í skyndi, án þess að ákveða stað og stund til móts við hana. En Helga varð enn þá meira undrandi, er aðkomumaður hvarf svo skyndilega á braut, án þess að taka hinu glæsilega tilboði hennar. Að þessu búnu, fór biskup svo í sama gerfi til fundar við Jórunni, dótt- ur sína, og fór þegar á fjörurnar við hana, með líkum hætti og hann hafði gert við Helgu. Hann fékk hið ákjósan- legasta færi við hana, þar sem hún var í algjöru einrúmi, langt frá öðru staðar- fólki. En þar kvað við annað hljóð í strokknum. Jórunn brást hin æfasta við öllum tilmælum aðkomumanns, og þegar hann eftir langa málaleitan, fór fram á að fá að sofa hjá henni, sló hún biskup í andlitið, svo að lagði úr honum blóðið og hlaut hann áverka nokkurn og um leið mælti hún: „Þú verður að finna mig, áður en þú færð að sofa hjá mér, karl minn.“ Biskup hvarf hið skjótasta frá Jórunni eftir þessi við- skipti. Hann sá, að sér hafði skjátlast hrapalega um matið á stöðuglyndi dætra sinna gagnvart ungum mönnum. Skömmu síðar kvaddi biskup Jórunni dóttur sína á sinn fund til svefnhúss síns. Hún fór fúslega til föður síns. Þegar hún kom inn í svefnhúsið, sá hún, að hann var með áverka á andlitinu, og varð undrandi yfir, en grunaði ekki, hver væri valdur að honum. Biskup hóf mál sitt við dóttur sína, og sagði henni upp alla söguna og atburð að áverkanum. Jórunn bað föður sinn mikillar afsökunar á því, að hafa orðið þess völd að hafa sært hann. En biskup kvaðst fús að líða slíkt högg, jafnvel þó meira hefði verið, þar sem hann væri þess fullviss hér eftir, að hún væri hin staðfastasta, þrátt fyrir leik sinn og ærsl við skólasveinana og aðra unga menn á staðnum, sem hann kvaðst Framh. á bls. 24 FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.