Fálkinn - 10.04.1963, Page 16
Veguriun suður
Vegurinn á sína sögu. Það er saga þeirra sem lögðu hann. Á vorin lögðu þeir upp með tjöld sín, skóflur
og haka, hesta og kerrur. Nú er unnið við vegagerð allt árið við önnur og betri skilyrði.
I þessari grein segir frá heimsókn til vegavinnuflokks, sem vinnur að gerð nýja Keflavíkurvegarins.
Séður úr lofti er vegurinn eins og
æð í landinu. Hann liggur eftir þvi í
ótal krókum og hlykkjum, niður að
sjávarsíðunni og uppí landið með ótal
útskotum og afvegum. Vegurinn er
líka einskonar slagæð landsins, eftir
honum fara bílarnir fram og aftur með
fólk og vörur heiman og heim. En hann
hefur ekki orðið til allt í einu. Það hefur
tekið mörg ár að gera hann. Landinu
í kring hefur verið umturnað, ýtt upp
og flutt til, í fyrstu með frumstæðum
verkfærum og hestvögnum en seinna
með fullkomnum vélum. Það er saga
vegarins og um leið þeirra sem lögðu
hann. En þeir sem fara eftir veginum
á góðum degi í góðum bílum þekkja
ekki þá sögu og þeir tala lítið um hann
nema séu í honum holur. Þá bölva þeir.
Þegar sumrar fara vegagerðarmenn
að hugsa til hreyfings. Þeir taka fögg-
ur sínar og fara þangað sem dvalið skal
yfir sumarið við lagningu nýrra vega
eða við endurbætur eldri. Þeir reisa
tjöld sín og dveljast þarna unz haustar,
þá koma þeir aftur og bíða vorsins. Á
meðan þeir dvelja í tjaldbúðunum eru
þeir eins og fjölskylda, þar sem verk-
stjórinn er eins og heimilisfaðirinn og
ráðskonan, húsfreyjan og lífið fellur í
fastar skorður þeirrar fjölskyldu. Þann-
f kaffitíma (efri mynd). Stefán Karls-
son stýrir vélskóflu (neðri mynd).
t