Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Síða 17

Fálkinn - 10.04.1963, Síða 17
ig hefur þetta gengið fyrir sig ár eftir ár. En einn er sá flokkur vegagerðar- manna sem unnið hefur úti allt árið. Það eru þeir sem vinna við lagningu nýja Keflavíkurvegarins. Þeir eru ekki í tjöldum eins og fyrirrennarar þeirra, heldur hlýrri vistarverum — strætis- vögnum sem breytt hefur verið í svefn- skála. Og einn góðviðrisdag gerum við okkur ferð á þeirra fund suður í hraun- ið. Þeir höfðu ýtt í hrauninu til að ná í ofaníburð og á sléttunni sem myndaðist við það höfðu þeir reist húsin fjögur ásamt verkfærahúsi og öðrum mann- virkjum til afsíðisgöngu. Þrjú húsin voru gamlir strætisvagnar sem varnar- liðið á Vellinum hafði losað sig við. Þeir höfðu glatað fyrra útliti sínu að öðru leyti en því, að þeir voru enn á hjólum svo þeir voru meðfærilegir í flutningum. Tveir þeirra voru svefn- skálar og sá þriðji eldunarhúsið. Hús verkstjórans var ekki gamall strætis- vagn heldur frumsmíði algjör og miklu minnstur. Þegar við ókum inná stæðið var eng- an að sjá utandyra. Þrír bílar stóðu þögulir rétt við húsin. Þetta voru gulir Benz-vörubílar með stórum palli og hlíf yfir húsið. Þetta var um það leyti dags sem gera mátti ráð fyrir að kaffi stæði yfir og þess vegna gengum við að eldunarhúsinu sem sker sig úr vegna stromps síns. Þegar við gengum upp tröppurnar dúaði vagninn og inni fyrir heyrðum við hlátur. Þeir sátu við borðið í öðr- um endanum og voru að drekka kaffið. Ráðskonan stóð við vaskinn og var að Kristín Sveinsdóttir, ráðskona, hefur matreitt fyrir vegavinnumenn síðan 1951. Kristinn Jónsson, bílstjóri, stígur upp í Benzann sinn. snúast þar með kaffikönnu í hendinnni. Allt var hreint og snyrtilegt og hlýtt þarna inni og allir gluggar opnir þrátt fyrir hlýjuna. Þeir þögnuðu og litu á okkur til skiptis og myndavélin sagði þeim hvert væri erindið. Þögnin stóð ekki lengi. Ráðskonan bauð okkur sæti og kaffi og smurt brauð með því og meðan við vorum að gera þessum veit- ingum góð skil hófum við samræðurnar. Þeir sögðu okkur að tala þeirra væri misjöfn. Stundum væru þeir ekki nema rétt um tíu en þeir hefðu komizt uppi þrjátíu. — Farið þið heim í kvöld? — Nei, ekki síðan við fluttum hing- að suðureftir. Á meðan við vorum inn við Strauma fórum við heim flestir. — Er leiðinlegt að hafa hér nætur- stað? -—- Ekki þarf það að vera, en þegar maður er ekki lengra frá bænum en þetta þá vill maður heldur heim. — Hvað gerið þið á kvöldin eftir vinnudag? — Það er nú mest lítið. Kvöldið fer aðallega í spjall. Við vinnum hér fimm daga í viku frá því klukan sjö á morgnana og til klukkan sjö á kvöldin. — Eru nokkrir draugar hérna? — Ekki er nú hægt að segja það. Eina nóttina var hér einhver slæðing- ur, en þegar betur var að gáð reyndust þetta meinlausir vegfarendur hérna megin grafar. En þeir, hinn flokkurinn, hérna fyrir sunnan hæðina, þeir hafa víst orðið varir við einhvern slæðing. — Er ekki leiðinlegt að vera alltaf á sömu vélinni við sama verkið? — Ef maður væri nú alltaf á sömu vél- inni? En það er nú það. Það er ágætt að breyta til, fara af ýtu á skóflu og . . §;. ■ § \ . ■ % ■ 88H8&.. M

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.