Fálkinn - 10.04.1963, Síða 19
TÍU
ntÍMiúíui' i'yi'ii'
Al f
SAKAMÁLASAGA EFTIR R. E. ALLER
Hr. Darby lét litlu 6 mm skamm'byssuna sína síga og leit á
klukkuna á kommóðunni. 7.17 — þrettán mínútum fyrr en hann
var vanur að fara á fætur. Þessar þrettán mínútur átti nú að
nota til að koma dálitlu í verk, sem annars var ekki liður í dag-
legum morgunstörfum hans. Aðeins dálitlu, já, — en geysilega
þýðingarmiklu fyrir framtíðaröryggi hans. Hann brosti í kamp-
inn og sá af tíu sekúndum til að virða fyrir sér verk sitt, efa-
blandinn en þó ánægður á svip.
Það er ekki beinlínis nein druna, sem 6 mm skammbyssa gef-
ur frá sér, og þegar henni er stungið inn í mjúkan dúnsvæfil og
síðan hleypt af, heyrist aðeins dálítill smellur. Og þá kemur
bara kringlótt smágat eftir kúluna. Snyrtilegt án sóðaskapar,
en það lagði Darby mikla áherzlu á, þar sem hann var í eðli
sínu ákaflega tilgerðarlegur.
Hann lagði frá sér skammbyssuna, gekk yfir að hinni hlið
rúms konu sinnar og settist á hækjur, ýtti sænginni aðeins til
hliðar og braut hana nostursamlega saman á rúmstokknum. Síð-
an opnaði hann rennilásinn á dýnufóðrinu. Kona hans hafði
ekki beinlínis verið uppfinningasöm! Á sígildan piparmeyjahátt
hafði hún geymt peninga sína í dýnunni. Hr. og frú Darby höfðu
verið gift í tvö ár, og í meira en eitt ár hafði Darby vitað, hvar
kona hans geymdi peningana. Vandinn hafði verið, hvernig hann
ætti að ná í þá.
Hún hafði frá fyrsta degi staðhæft, að hún væri fötluð og
yrði að vera rúmföst allan sólarhringinn. Innst inni hafði Darby
alltaf efazt um réttmæti þeirrar fullyrðingar, en þar sem hann
var ávallt á skrifstofunni frá hálfníu til hálfsjö á kvöldin, hafði
honum ekki tekizt að færa sönnur á grun sinn um, að jafn-
skjótt og hann væri farinn, risi hún úr rekkju og snuðraði um
allt húsið.
Hún hafði gert tilveru hans að víti með eilífu kveini og kvört-
unum. Alltaf hafði hann orðið að stjana við hana á öllum svið-
um og snúast í kringum hana, upp stiga og niður stiga, sækja
hitt og sækja þetta í það óendanlega. Og allan tímann hafði
hann vitað, að hún lá sílspikuð og jússuleg eins og ormur á gulli,
sem hann gat ekki náð í. Nú átti hún ekki meira ósagt, og þögn
hennar lét eins og ljúf tónlist í eyrum hans.
Hann stakk hendinni inn undir fóðrið á dýnunni og dró fram
lítil, þykk seðlabúntin. Tíkallar, himdraðkallar, fimm hrmdruð
og þúsund króna seðlar. Hann hafði ekki tíma til að telja þá,
en það var heldur ekki nauðsynlegt, því að hann vissi, að hún
hafði verið rík og hafði ekki treyst á banka og hlutabréf, skulda-
bréf og þess háttar. Það hafði hann vitað fyrir hjónabandið,
því að maður kvænist sko ekki feitri, fimmtugri konu af ást.
Hann stóð á fætur, gekk að skápnum og sótti skjalatöskuna
sína, sem hann tróð út af seðlum af mikilli umhyggju. Klukkan
var nákvæmlega hálfátta, er hann fór fram í baðherbergið og
sótti rakáhöldin sín og tannburstann, sem hann lét líka í tösk-
una, ásamt einum nærfötum og sokkum. Af öryggisástæðum
gat hann ekki tekið meira með sér. Ef hann reyndi að læðast
út úr húsinú með ferðatösku, mundi forvitna nágrannana strax
Framh. á bls. 30.
FALKINN