Fálkinn - 10.04.1963, Síða 22
Cliff House. Hér var allt öðruvísi en í
London........
Meg sagði ekkert,1 hún vildi að hann
lyki við söguna á sinn eigin hátt.
— En ég þarfnaðist næðis til að
vinna. Ég þurfti að Ijúka við tilraunir,
sem ég hafði byrjað á áður en við gift-
um okkur. Og það leit út fyrir að Nellu
liði vel hjá mér. Hún dvaldist mikið
við ströndina, gat legið í sólbaði tím-
unum saman, og ég .... ég elskaði hana
heitara dag frá degi.
— Af hverju myrtir þú hana þá?
Það slapp út úr Meg áður en hún gat
gert sér grein fyrir hvað hún var að
segja, og hún fann hvernig hann skalf
í örmum hennar.
— Mig grunaði ekki það sem var að
ske á bak við mig. Kvöld nokkurt fór
hún út eins og hún var vön. Ég hafði
lokið vinnu minni og hugsaði með sjálf-
um mér að það væri gaman að fara með
henni. Ég ætlaði alls ekki að njósna
um hana, langaði aðeins að fá mér
göngutúr með henni. Mér hafði dottið
í hug að við skryppum til London og ég
hélt að hún yrði glöð við þá vitneskju.
Það kvöld komst ég að því að hún........
FRAMHALDSSAGA EFTIR GARETH ALTON - 7. HLUTI
Allt í einu var Róbert glaðvakandi.
— Hvað ert þú að gera hér inni?
spurði hann. Andlitið var fölt í tungls-
Ijósinu. Hún hörfaði ósjálfrátt undan
honum.
— Ég vaknaði af því að þú hrópaðir
upp úr svefninum, sagði hún. — Þú
hlýtur að hafa fengið martröð.
Hann strauk sér um ennið og hún
fann, að honum var enn ekki að fullu
ljóst, hvort hann var vakandi eða
hvort hann var enn að dreyma.
— Mér fannst ég verða að fara inn
og vekja þig, hélt hún áfram. — Ég
veit hvað það er hræðilegt að fá mar-
tröð......
— Hvað sagði ég? Ef ég hef hrópað,
þá hlýtur þú að hafa heyrt það, sem
ég sagði.
Hún þorði ekki að segja honum það,
þráði aðeins að fá að gleyma hverju
einasta orði, svo að hún gæti losnað við
hinn hryllilega grun.
— Það var svo samhengislaust ég
skildi það ekki, svaraði hún. — Ef þér
líður betur núna er bezt að ég fari aftur
inn til mín.
En hún komst ekki í burtu, því að
hann greip skyndilega í hana og hélt
henni fastri.
— Bíddu, sagði hann. — Ég vil fá
að vita hvað ég sagði. Var ég að tala
um Nellu?
Meg kinkaði kolli, og hann herti á
takinu.
— Hvað sagði ég? Þú verður að segja
mér það!
— Þig .... þig hlýtur að hafa
dreymt að þú dræpir hana í bátnum,
sagði hún skjálfrödduð. Svo kippti hún
hendinni að sér og gekk að dyrunum.
— Sennilega hugsar þú of mikið um
þetta.
Hún þráði að komast aftur til örygg-
isins í herberginu sínu, þráði að geta
læst dyrunum milli sín og þessa manns.
Hún grunaði hann um að hafa framið
ægilegan glæp .... morð.
Hún skalf af hræðslu. Gat það raun-
verulega verið satt, að Róbert hefði
myrt konu sína? Hana langaði mest til
að taka til fótanna og hlaupa, hlaupa
sem lengst í burtu frá honum, sem hún
hlaut að líta á sem morðingja.
— Farðu ekki Meg. Skildu mig ekki
-einan eftir, sagði Róbert hásri röddu.
Hann strauk sér þreytulega um ennið.
Það var eitthvað við hann, sem olli því
að hræðsla hennar rénaði. Hún gekk
hikandi aftur til hans.
— Ég missi vitið, ef ég fæ ekki að
tala út um þetta, stundi Róbert.
— Og ég hef engan nema þig. Ég ....
ég sver, að það var ekki viljandi. Ég
reyndi að finna hana aftur, en ....
Meg, þú verður að hjálpa mér.
Hún hafði aldrei áður séð hann þann-
ig. Allur ofsi var horfinn, og það var
ÖRLAGA
DÓMUR
eins og allur lífskraftur hans hefði horf-
ið með honum.
Þegar hún kom til hans, þrýsti hann
sér að henni eins og hrætt og örvænt-
ingarfullt barn. Meg vafði hann örm-
um og strauk honum full meðaumkunar
um hárið.
— Segðu mér frá öllu, allt frá byrj-
un, sagði hún. — Þú elskaðir hana, var
það ekki?
— Alltof heitt. Þegar við hittumst fyrst
í London, fannst mér hún of dásamleg
til að geta verið raunveruleg. Hún vann
fyrir sér sem fyrirsæta og sýningar-
stúlka. Við hittumst í samkvæmi.........
Hann þagði um stund, svo hélt hann
áfram svo fljótmæltur, að henni veitt-
ist erfitt að skilja hann.
— Þremur mánuðum seinna vorum
við gift. Hún var svo full af lífsfjöri.
Þráði að skemmta sér og hafa fólk í
kringum sig. Kannske var það rangt
af mér að fara með hana hingað til
22 FÁLKINN