Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Side 23

Fálkinn - 10.04.1963, Side 23
Meg Turner er ung, ófríð stúlka, sem læknir að nafni Robert Greene gerir fallega með pastskurðaðgerð. Að henni lokinni, kemur í ljós, að læknirinn hefur gert Meg nauðalíka nýlátinni eiginkonu sinni. Launin, sem læknirinn krefst fyrir aðgerðina eru þau, að Meg verði konan hans. Hugur hennar hneigist hins vegar til Bruce Preston, sem býr í nágrenni við læknisbústað- inn. Hann hafði átt vingott við Nellu, hina látnu konu læknisins. Brúðkaup Meg og Roberts Greene fer fram, og á brúðkaupsnóttina verða átök milli þeirra. Meg neitar að láta vel að eiginmanni sínum og hótar að fleygja séij út um gluggann. Um nóttina heyrir ,hún lækninn hrópa nafn Nellu upp úr svefninum og segja, að hann hafi ekki myrt hana . . . Minningarnar báru hann ofurliSi, svo að hann átti bágt með að halda áfram. Meg skildi, að hann sá fyrir sér atburði kvöldsins. — Að hverju komstu? spurði hún. Nú talaði hann lágt og ógreinilega. — Nella var þegar komin niður á ströndina. Það var tunglsljós, og ég sá strax, að hún var ekki ein. Það stóð maður í skugganum frá bátsskýlinu og var að tala við hana. Þegar ég kom þangað, var hann horfinn. — Spurðir þú hana ekki hver það hefði verið? — Jú, en hún laug, og sagði að það hefði ekki verið neinn. En ég sá sporin í votum sandinum, .... spor, sem lágu frá henni. Við fórum að rífast. Þegar Nella stökk upp í bátinn fór ég á eftir henni. Ég hefði ekki átt að gera það. Við héldum áfram að rífast í bátnum. Hún neitaði að segja mér hvaða maður þetta hefði verið. En svo varð hún viti sínu fjær af reiði og tók að æpa að mér. Hún sagði að hún væri hundleið á mér, að hún hefði einungis gifzt mér vegna peninga minna og af því að ég var frægur. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Það var eins og líf mitt væri lagt í rústir á einu andartaki. Ég man að ég þreif til hennar. Hún sló mig í andlitið, og þegar ég hrasaði við fór báturinn á hliðina. Hún féll fyrir borð, og í fallinu hlýtur hún að hafa slegizt við bátinn. Ég kall- aði á hana án þess að fá svar. Ég kafaði eftir henni, en gat ekki fundið hana. Myrkrið var skollið á, máninn óð í skýjum. Ég hélt að ég yrði brjálaður. Mér fannst að ég bæri jafn mikla ábyrgð á dauða hennar og þó að ég hefði hent henni fyrir borð. — Þetta var ekki þín sök, Róbert. Þetta var slys, hvíslaði Meg. — Heldurðu að ég hafi ekki reynt að fullvissa sjálfan mig um það, hrópaði hann. — En ég veit, að ég á sök á því, hvernig fór. í raun og veru hefði ég getað drepið hana eftir að hún slengdi þessum orðum framan í mig. Meg stóð lengi og hélt honum í örm- um sér. Þegar hún strauk honum var- lega um vangann, varð hönd hennar vot af tárum hans. Aldrei framar skyldi hún vera hrædd við hann. Ekkert gæti kæft þá með- aumkun er hún fann til með honum nú. Eða var það kannske eitthvað meira en meðaumkun........ Hún sat við rúmið hans þar til hann var orðinn rólegri og losaði sjálfur takið um hönd hennar. Svo strauk hún hon- um aftur um vangann, og það var eins og snertingin sendi heitar bylgjur um hana. Þegar hún snéri aftur til herbergis síns sá hún sér til undrunar að frú Verney sat á rúmstokknum. — Hvað eruð þér að gera hér, spurði Meg. — Ég vaknaði við að læknirinn æpti, sagði frú Verney lágt. — Mér fannst að ég yrði að fara niður og ganga úr skugga um hvað væri að. — Hversu lengi hafið þér setið hér? — Nógu lengi, barnið mitt. — Ég heyrði allt saman, og ég er ekkert undr- andi......Mig grunaði alltaf að Nella færi á bak við hann .... að hún væri ekki ein, þegar hún fór út á kvöldin. Meg kreppti hnefana. — Hvað ætlið þér að gera, spurði hún. — Verið alveg rólegar! Ég ætla ekki að fara að vitna á móti lækninum, nei, ekki þó mér væri boðið gull og grænir skógar. Ég er bara fegin að vita hvað það er, sem þjáir hann. Hún h^rfði í augun á Meg. — Þér eruð sú eina sem getur vamað því að hann missi vitið. Meg grunaði að gamla konan hefði rétt fyrir sér, og hún varð heldur ekki sérlega undrandi, þegar frá Verney hélt áfram: — Ég veit með hverjum hún var þetta kvöld .... og mörg önnur kvöld. Hún var ein ástæðan fyrir því, að Bruce Preston bjó svo lengi í kofanum. Þau áttu margt sameiginlegt, þessi tvö. Hún fór, og Meg sat eftir niðursokk- in í eigin hugsanir. Nú hafði hún enn einu sinni fengið sönnun fyrr því, hvern- ig Bruce Preston var í raun og veru. Hann var ekki þess virði að hún hugs- aði um hann, hvað þá meira. Eftir þetta myndu hugsanir hennar eingöngu snú- ast um manninn, sem þarfnaðist henn- ar, Róbert. Kvöldið eftir, þegar frú Verney stóð við stofugluggann, sá hún Bruce Preston á leið til hússins. Hún fór út til að taka á móti honum, ekki sérlega blíð á mann- inn. — Það lítur út fyrir að þér ætlið yður að verða fastagestur hér á ný, sagði hún kuldalega. — En læknirinn og konan hans eru á leiðinni út. — Eiginlega kom ég til að ræða við þig, kæra frú, svaraði Bruce elskulega. — Það er dálítið, sem mér leikur mikill hugur á að fá vitneskju um. — Vertu þá fljótur að koma að efn- inu, því að ég hef mikið að gera, svar- aði hún stuttlega. Bruce Preston lét sem hann tæki ekki Sjá næstu síðw. fXlkinn 23

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.