Fálkinn - 10.04.1963, Síða 24
ÖRLAGA
DÓMUR
eítir hvað hún var kuldaleg. Hann horfði
stöðugt á hana á meðan hann talaði.
— Hvað varð um stúlkuna, sem hjálp-
aði þér við hreingerningarnar, sagði
hann allt í einu. — Ég hitti hana af til-
viljun niður við ströndina dag nokkurn.
— Hvað kemur það þér við, sagði frú
Verney og snéri sér við í skyndi. En
samt ekki nógu fljótt til að varna Bruce
að sjá, hvað hún varð hrædd.
— Hvernig ætti ég að vita það, bætti
hún við. Hún er ekki hér lengur. Hvers
vegna hefur þú áhuga á að vita það?
— Já, hvers vegna, Bruce?
Robert Greene hafði komið inn í
stofuna, og Meg með honum. Þau voru
bæði samkvæmisklædd, og Bruce
Preston fannst svipur þeirra bera vott
um varkárni. Hann brosti, og snéri tal-
inu að öðru.
— Ég kem kannske nokkuð seint, en
leyfið mér samt að óska ykkur til ham-
ingju. Hann brosti til Meg. — Ég varð
svei mér undrandi, þegar ég frétti að
þið væruð gift. Ég vona, að þið verðið
mjög hamingjusöm.
Þau tautuðu eitthvað til svars.
— Það er aðeins eitt, sem getur kom-
ið í veg fyrir það, sagði frú Verney, og
leit stingandi augum á Bruce. Svo snéri
hún sér að Meg og Robert. — Ég sagði
herra Preston að þið væruð á leiðinni
út.
Það var eins og spennan í andrúmsloft-
inu rénaði, og Róbert hló lágt.
— Við ætlum í leikhúsið. Það veit
Guð, að það er ár og dagur síðan ég fór
í leikhúsið síðast.
— Þið verðið að flýta ykkur, annars
komið þið of seint, sagði frú Verney.
En Bruce stillti sér upp á milli hennar
og þeirra.
— Mér þykir leitt að tefja ykkur
sagði hann. En ég kom til að leita upp-
lýsinga um stúlkuna, sem hjálpaði frú
Verney við hreingerninguna. Hvað varð
um hana?
Róbert fann að Meg þrýsti hönd hans,
og þegar hann leit á hana sá hann, að
hún var hrædd.
— Hvers vegna hefur þú áhuga á
stúlkunni, spurði hann.
— Ég er nú ekki sá eini, sem hefur
áhuga á henni, sagði Bruce og tók
nokkrar blaðaúrklippur úr vasa sínum.
Lögreglan vildi líka gjarnan vita hvar
hún er. Lítið á myndina.
Meg þurfti ekki að líta á myndina til
að vita að hún var af henni sjálfri.
Henni fannst það undravert hvað Robert
tókst að láta sem þetta kæmi honum á
óvart.
— En þetta er jú stúlkan, sem var
hérna, frú Verney. Komdu og sjáðu,
það er sama stúlkan. Á því leikur eng-
inn vafi.
24 FÁLKINN
Bruce Preston ’orosti dálítið háðslega.
— Lesið það, sem stendur undir mynd-
inni, sagði hann. Meg Turner, sem
strauk af uppeldisheimilinu er nú leitað
af lögreglunni.
Hann néri hökuna.
— Skyldu þeir vera búnir að ná
henni?
-—• Hugsa sér, að hún skyldi vera
hérna hjá okkur, hrópaði frú Verney.
En var þa'3 ekki einmitt það sem ég
sagði. Það var eitthvað dularfullt við
þessa stúlku. Hún hafði jú ekki pappíra
af neinu tagi. Ég vildi heldur aldrei
ráða hana .... en þér vilduð ekki
hlusta á mig, læknir. Við megum þakka
fyrir að hún skyldi ekki strjúka með
allan silfurborðbúnaðinn.
Bruce tók upp vindlingaöskju, og
kveikti sér hægt og rólega í vindlingi.
— Hún er þá ekki hér lengur?
Róbert gekk aftur til Meg.
— Nei, hún hvarf án nokkurs fyrir-
vara, sagði hann um leið og hann leit
á klukkuna.
—■ Þú verður að afsaka, en nú verð-
um við að fara. Get ég ekið þér?
— Nei, þakka þér fyrir. Ég verð hér
eftir, og ræði svolítið meira við frú
Verney.
Bruce fylgdist með þeim út á tröpp-
ur og horfði á þau aka úr hlaði. Svo
gekk hann aftur til frú Verney.
— Hvers vegna ferðu ekki líka, sagði
hún. Ég veit ekki til þess að við eigum
neitt vantalað.
— Ég fer bráðum, svaraði hann. En
fyrst vil ég fá að vita dálítið meir um
stúlkuna, sem vann hérna. Vissirðu
ekki í raun og veru hver hún var, þeg-
ar hún kom?
Frú Verney herpti saman varirnar.
— Heldurðu að ég hefði ráðið hana,
ef ég hefði vitað hvers konar manneskja
hún var?
— Nei, ef til vill ekki. En nú segið
þið auðvitað lögreglunni að hún hafi
verið hér? Það er að segja, ef þeir eru
ekki sjálfir komnir á sporið.
Frú Verney var þegar á leið til eld-
hússins.
— Læknirinn ræður því, sagði hún.
En ég held, að það taki því ekki að til-
kynna lögreglunni að hún hafi verið
hér. Það eru jú margar vikur síðan. Hún
er áreiðanlega komin eitthvað langt í
burt núna.
— Ef til vill er hún samt sem áður
ekki svo langt í burtu, sagði Bruce og
brosti tvírætt.
— Af hverju haldið þér það? Ráðs-
konan átti erfitt með að leyna því, að
henni brá. — Hvers vegna haldið þér
að hún sé hérna í nágrenninu? Hún
vann sér inn dálítið af peningum með-
an hún var hérna. Ef hún er enn þá
frjáls, myndi ég gizka á að hún væri
í London.
Hann hristi höfuðið.
— Ég er fyrir mitt leyti næstum því
viss um að hún er hér . . . . í Cliff House.
Framh. í næsta blaði.
Þegar Jon ...
Framhald af bls. 15.
stundum hafa haft áhyggjur út af, að
leiða myndi hana af réttri braut. Éftir
þetta vandaði biskup aldrei um við
Jórunni, þó hún léki sér við skólasveina.
Svo bar við eitt sinn, meðan Jórunn
var í æsku í föðurgarði á Hólum, að þar
var fjósapiltur, Stefán Einarsson að
nafni. Hann var Borgfirðingur að ætt,
og segir sagan að hann hafi verið lítilla
manna. Ekki var Stefán fríður sýnum,
en vel gáfum gæddur og hið bezta
mannsefni. Eitt sinn á páskadagsmorg-
un eftir fjósverk, gekk Stefán til lækj-
ar eins. Var hann nýbúinn að moka og
hreinsa flóririn og var kámugur og
óhreinn mjög af kúamykju, en sérstak-
lega um hendurnar, og var ætlun hans
að þvo sér í læknum. í sama mund var
Jórunn biskupsdóttir einnig á leið frá
læknum og hafði verið þar einhverra
erinda. Hún hafði farið út um bakdyr
biskupssetursins, svo minna bæri á
ferðum hennar, því hún var búin hinu
bezta skarti, á rauðum skarlatsupphlut
og í fannhvítri línskyrtu með öllu til-
heyrandi skrauti, er hæfði slíkum bún-
ingi, eins og biskupsdóttur bar á stór-
hátíðum. Þegar hún var á leið heim
aftur frá læknum, var Stefán fjósapilt-
ur á leið þangað. Þegar hann mætti
biskupsdóttur, rétti hann mykjugar
hendurnar móti henni og mælti: ,,Má ég
nú ekki klappa þér.“ Hún tók þessu sem
vonlegt var snúðugt og sagði: „Því
læturðu svona, strákur?" Um leið og
hún svaraði varð hún spotzk á svipinn
og hálfmóðguð yfir þessari ósvífni. En
fjósastrákurinn svaraði henni aftur
hinn kotrosknasti: „Því læturðu svona
Jórunn mín? Ég verð þó maðurinn
þinn.“ Féll svo tal þeirra niður að þessu
sinni, og hélt hvort þeirra leið sína eins
og ekkert hefði ískorist.
Haustið eftir var Stefán tekinn í
Hólaskóla, og sóttist honum námið
ágætlega, og útskrifaðist stúdent með
bezta vitnisburði. Hann varð síðan
prestur og segir síðar frá honum og
Jórunni.
Orlög biskupsdætranna á Hólum
urðu ólík að allri gerð. Skal fyrst sagt
frá Helgu. Hún giftist ung Jóni Páls-
syni Vídalín, syni Páls lögmanns í Víði-
dalstungu. Þau voru aðeins búin að
vera gift í nokkra mánuði, þegar Jón
dó. Hvarf þá Helga aftur heim að Hól-
um og var hjá foreldrum sínum.
Um það leyti er Helga Steinsdóttir,
hvarf heim að Hólum, eftir hið stutta
hjónaband sitt, réðist til náms í Hóla-
skóla ungur Sunnlendingur, að nafni
Jón Marteinsson. Hann var bláfátækur
bóndasonur sunnan úr Landeyjum í
Rangárþingi. Jón er fæddur 1711, ólst
upp á Krossi í Landeyjum og dvaldi
þar þangað til hann var 17 ára. Þá
réðist hann til kennslu að Breiðabóls-
stað í Fljótshlíð til síra Halldórs Páls-
sonar og fór svo í Skálholtsskóla. Hann
Framh. á bls. 28.