Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Side 29

Fálkinn - 10.04.1963, Side 29
fyrir brotið. Hann varð svo prestur að Munkaþverá, en síðar að Laufási. Hann var mikill lærdómsmaður og vildi Harboe fá hann til biskups á Hólum 1742 og 1744, en hann neitaði hvor- tveggja skiptið. Sú er sögn, að eitt sinn eftir að síra Stefán var orðinn prófastur í Þingeyjar- sýslu, að hann var búinn til messu síðla vetrar í Laufási, en kirkjugestir voru síðbúnir til messugjörðarinnar, og sat prestur ásamt nokkrum bændum í kór og biðu eftir fólkinu og ræddu saman um ýmislegt eins og venjulegt er. Kom þar að menn fóru að ræða um lífsferil sinn, því þetta voru ráðsettir og fulltíða menn. Ræddu þeir um þetta um stund fram og aftur. Þar kom að prófasti varð þessi vísa af munni: Man ég það, ég mokaði flór með mjóum fingurbeinum, er ég nú kominn innst í kór með öðrum dándissveinum. Minntist prestur í vísunni, þegar hann var fjósamaður á Hólum, lítils- metinn og fátækur. Jórunn missti síra Stefán 1754. Eftir lát hans fluttist hún að Grund í Höfða- hverfi og bjó þar í 21 ár. Þau síra Stefán áttu mörg börn og eru miklar ættir komnar frá þeim. Jórunn var mikilhæf kona og hinn mesti skörungur. Vegnrinn snður Framhald af bls. 18. tíð var alltaf mokað úr typp með skófl- um en nú nota þeir jarðýtur. Typpmaðurinn hét Engelhart Svend- sen. — Hvernig kanntu við þetta? — Vel. — Það þarf mikið að fylla upp hér? — Já, sex til sjö metra. — Finnst þér þá ekki oft lítið eftir daginn? — Það sést alltaf eitthvað eftir dag- inn. í morgun byrjuðum við hjá spýt- unni þarna fyrir aftan. Við fórum að snúast við ýtuna og skoða hana. Hann sagði okkur að þetta væri Caterpillar tegund D-7 síðan um 1940. Bílarnir komu með jöfnu bili og sturtuðu á typpinn en hann ýtti úr með ýtunni þegar kominn var sæmilegur bingur. Við fórum að búast til heim- ferðar. — Hvað heitir ráðskonan ykkar? — Kristín Sveinsdóttir. Hún er góð ráðskona. Við héldum heim í eldhúsið til ráðs- konunnar. Hún var farin að baka þeg- ar við komum. Flatti deigið út á borð- inu við vaskinn. — Hvernig er að elda ofaní þá? — Þetta eru prýðispiltar. Margir búnir að vera hér síðan flokkurinn var stofnaður. — Er ekki stundum glens í þeim? — Það væri nú skárra, ef þeir væru ekki að glensast öðru hvoru. — Búin að vera ráðskona lengi? — Ég byrjaði 1951 þegar brúin við Sjón er sögu ríkani Sjón er sögu ríkari-þér hafió aldrei séð hvitt lín jafn hvítt. Aldrei séó litina jafn skæra. Reynió sjálf og sannfærizt. 0M0 skilar OMO sþarar þvottaefnið OMO er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notió minna magn, er OMO notadrygra. Reynió sjáif og sannfærizt! hvítasta bvottinum! Iðu var byggð og hef verið við þetta annað slagið. — Er ekki mikið að gera þegar þeir eru kannski þrjátíu? — Jú, maður þarf að taka til hönd- unum. En það er gott að hafa nóg að gera annars leiðist manni. — Er þetta vel borgað? — Já, það má segja það. Fastakaupið er miðað við tíu menn og ef þeir eru fleiri, þá hækkar kaupið. Mér finnst bezt að hafa þá fjórtán. — Og þú þarft að baka allt í þá? — Já. Þeir vilja ekki annað. — Og þetta er sæmileg aðstaða hér? — Já hún er ágæt. Þetta hefur stór- um lagast seinni árin. Við fengum að líta á svefnvagnana. Þar var allt einsog í eldhúsinu hrein- legt og snyrtilegt. Svefnbekkir með- fram veggjum, borð og rafljós uppaf bekkjunum og dagatal á vegg. Kristján sagði okkur að fyrst hefði verið hafðar tvær kojur hver uppaf annarri en það hefði verið svo mikill hitamismunur að hætt hefði verið við það. Þeir í neðri kojunni hefðu skolfið úr kulda þegar efrikojumenn hefðu kvartað um hita. Kristín hafði lítið herbergi í öðrum vagninum. Svo kvöddum við og ókum veginn í bæinn. Það var rauður kvöldbjarmi á Snæ- fellsnesinu. fXlkinn 29

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.