Fálkinn - 10.04.1963, Síða 30
K venþ Jóðin
Framhald af bls. 27.
kvöldverðar á ristuðu brauði. Skreytt
með steinselju og tómat.
Sardínueggjakaka.
1 dós sardínur í tómat eða olíu.
2—4 tómatar. 4 egg.
2 msk. vatn.
Salt, pipar. 2 msk. smjör.
Steinselja.
Þeytið saman egg, vatn, salt og pipar.
Smörið brætt á pönnu, eggjahrærunni
hellt á pönnuna og eggjakakan steikt
við vægan hita. Stingið í kökuna með
gaffli, svo að hún jafnsteikist.
Eggjakökunni hvolft á fat, sem þakið
hefur verið með tómatsneiðum, sem á
hefur verið stráð salti og pipar. Sardín-
um raðað ofan á; skreytt með steinselju.
Egg í brauðkollum.
8 lítil egg.
8 brauðkollur.
2 skinkusneiðar.
125 g. sveppir.
1 msk. smjör, 1 tsk. sitrónusafi.
2Vz dl. rjómi. Salt, pipar.
1 tsk. kartöflumjöl.
Eggin soðin í 7 mínútur, sveppirnir
hreinsaðir og skornir í tvennt, soðnir í
smjöri og sítrónusafa í 2—3 mínútur.
Rjómanum hellt yfir og suðan látin
koma vel upp. Sveppirnir teknir upp
úr og saxaðir ásamt skinkunni. Rjóma-
soðið jafnað með kartöflumjöli, krydd-
að með salti, pipar og sherry. Svepp-
um og skinku hrært saman við. Eggin
flysjuð, skorið neðan af þeim, þau látin
standa í hituðum brauðkollum. Jafn-
ingnum hellt yfir. Sé einhver jafningur
eftir, er hann borinn með í skál.
Tíu mín. fyrir níu
Framh. af bls. 19.
gruna, að eitthvað væri á seyði, og það
varð að forðast fyrir alla muni. Það
gerði heldur ekkert til, því að hann gæti
keypt ný föt í París.
Er hann !hafði klætt sig, stóð hann
andartak í dyrunum með töskuna í
hönd og leit á rúm konu sinnar bros-
andi. — Hvíldu þig nú vel, ástin mín,
sagði hann sætlega.
Á leiðinni niður stigana leit Darby
á stóru klukkuna í ganginum. 7.40 taut-
aði hann og kinkaði kolli ánægður með
stundvísi sína, sem aldrei brást. Frá
þessu augnabliki og þangað til hann
tæki strætisvagninn í bæinn kl. 8.50,
yrði hann af ýtrustu nákvæmni að halda
þá tímaáætlun, sem hann hafði fylgt
út í æsar á hverjum einasta morgni í
tvö ár. Það var ekki út í bláinn, að
nágrannarnir sögðu, að það væri hægt
að stilla klukkuna eftir hr. Darby. Og
þennan morgun — þennan einstaka
morgun, var það langmikilvægast, að
30 FÁLKINN
allt færi eftir hinni víðkunnu áætlun.
Það mátti ekki vera svo mikið sem
hálfrar mínútu snurða á þræðinum.
Eldhúsklukkan var 7.43, þegar Darby
lét þrjár þunnar bacon-sneiðar á pönn-
una, sem var þegar orðin heit. Þá fékk
hann allt í einu bakþanka. Hvað var
það eiginlega, sem hann var að gera?
Hann borðaði aðeins tvœr bacon-sneiðar
í morgunverð. Af gömlum vana hafði
hann einnig tekið til sneið konu sinnar.
í uppnámi leiðrétti hann óðar villuna
og tautaði aðvarandi með sjálfum sér:
Nú verður þú að gæta þín, um leið og
hann valdi sér gætilega tvö egg úr ís-
skápnum.
Meðan hann steikti eggið og ristaði
brauðið, drakk hann hálft glas af
sveskjusafa og leit aftur á klukkuna.
7.48. Þá var mál að sækja morgunblað-
ið og 'hleypa kettinum Tabby inn. Á
leiðinni til dyra brosti hann með sjálf-
um sér.
Það hafði verið honum sérstakt á-
nægjuefni, að hleypa Tabby inn á hverj-
um morgni, því að kona hans hafði
ekki getað umborið ketti, af því að þeir
lyktuðu og óhreinkuðu glansandi hreinar
stofurnar hennar. Hún hafði líka verið
mjög tilgerðarleg, svo að það hafði vald-
ið Darby óblandinni ánægju, að hleypa
kettinum inn í húsið á hverjum morgni.
Eina uppreisnin gegn harðstjórn
konunnar, sem hann hafði leyft
sér, og hafði verið eitt af fáum ljós-
geislum gleðisnauðrar tilveru hans.
Darby gekk út á tröppurnar. tók upp
blaðið og kallaði: — Tafoby — Tabby
— komdu, Tabby!
Næsti nágranni — Reese ekkjufrú —
leit upp úr beðinu, sem hún var að
reyta, og brosti til hans, en áður en
hún sagði nokkuð, leit hún á úrið sitt.
— En hvað er nú á seyði, hrópaði hún,
annað hvort er úrið mitt tveim mín-
útum of seint eða þér eruð tveim mín-
útum of snemma á ferðinni í dag.
Venjulega gramdist Darby alltaf dá-
lítið barnalegar athugsemdir frú Reese
um stundvísi hans, en einmitt þennan
morgun féll honum það ágætlega. Þó
vakti það nokkurn kvíða, væri það rétt,
að hann væri tveim mínútum á undan
„ferðaáætlun“ sinni. Þvílík smáatriði
gætu vakið ahygli fólks, sem hann sízt
kærði sig um. En — nei, það var áreið-
anlega úr frú Reese, sem gekjc of hægt,
og það leyfði hann sér að gefa í skyn.
— Það hlýtur að vera úrið yðar, sem
gengur vitlaust, frú Reese, sagði hann.
Ég set mitt á hverju kvöldi eftir síma-
klukkunni, og hún er nákvæm.
Frú Reese kinkaði kolli. — Úr því
að þér .segið það, hr. Darby, hlýtur það
að vera rétt. Þér eruð stundvísin sjálf.
Tabby kom í Ijós út úr runna ein-
um og þaut eins og kólfi væri skotið
yfir garðinn og inn um dyrnar. Frú
Reese fylgdi honum með augunum og
brosti aftur. — Þér haldið vissulega upp
á Tabby, sagði hún, og það var eitthvað
í brosi hennar og augnaráði, sem virt-
ist láta í ljós meðaumkvun hennar með
honum og þungbæru hlutskipti hans.
Darby leit á úrið sitt — 7.51 — og
sagði: — Nú verðið þér að afsaka mig,
frú Reese, en eggin mín eru í þann
veginn tilbúin.
Hann flýtti sér aftur inn í eldhúsið
og kom í tæka tíð til að bjarga eggj-
unum frá því að brenna við, gaf kett-
inum mj ólk í undirskál og bar morg-
unverð sinn í borðstofunni, þar sem
veggklukkan var nákvæmlega 7.55, þeg-
ar hann braut servíettuna í sundur.
Kl. 8.10 hafði hann lokið við að borða,
og í sömu andrá hringdi síminn frammi
á gangi. Darby hleypti brúnum, stóð á
fætur og gekk fram til að svara.
— Halló, Darby? hljómaði í eyra hans.
— Ég vakti þig þó ekki? Síðan hló
röddin og sagði eitthvað við aðra, sem
Darby gat ekki heyrt.
í rauninni undraðist hann ekki hring-
inguna, hann hafði satt að segja hálft
í hvoru búizt við henni. Smitty litla á
skrifstofunni fékk sig aldrei fullsadda
af að stríða honum með stimdvísi hans.
— Nei, nei, Smitty, svaraði Darby.
— Ég var rétt að ljúka við morgun-
verðinn.
Smitty hló óhemjulega. — Það var
einmitt það, sem ég sagði þeim, Darb.
Ég sagði: „Jafnvel þegar hann á frí,
víkur Darb gamli ekki hársbreidd frá
fastákveðinni áætlun sinni.“ Og auð-
vitað hafði ég á réttu að standa, ekki
satt?
Alveg að nauðsynjalausu þvingaði
Darby sig til að brosa. — Jú, sagði hann,
ég er alltaf mínútumaður.
— Jæja, Darb, hafðu það gott í frí-
inu. Maður getur unnið heilmikið af
heimilisverkum á tveim vikum, •—■ tekið
ærlega til í hverju skúmaskoti, ekki
satt? Haha! Jæja, við sjáumst aftur eftir
hálfan mánuð. Hafðu það gott!
Darby lagði tólið á og litaðist um í
kyrrlátu húsinu. — Svo þið haldið það,
muldraði hann fyrir munni sér. — Ég
hef gert hreint hér í húsinu í síðasta
skipti á ævinni.
Ánægður með sjálfan sig fór hann
aftur að lesa í blaðinu. Nágrannana
grunaði ekkert, að hann byrjaði fríið
í dag. Þegar hann færi út úr húsinu
klukkan hálfníu, mundu þeir halda að
hann væri á leið til skrifstofunnar, eins
og venjulega. Engum þeirra mundi
verða hugsað til hans, fyrr en þeir kæm-
ust að því, að hann væri ókominn heim
klukkan 18.30 að venju. Um hálfátta
leytið færu þeir kannski að undrast dá-
lítið, og klukkan 20.30 yrðu þeir ef til
vill orðnir afar forvitnir að vita, hvað
'hefði valdið þessu óheyrilega broti á
daglegum vana hans. Undir 10-leytið
gerðu þeir sér kannski ferð heim til
hans til að ganga úr skugga um, hvort
nokkuð hefði komið fyrir---------og ef
til vill hringja síðan á lögregluna.
En það gerði ekkert til. Því að þegar
'hann væri kominn í bæinn með strætis-
vagninum, var það ætlun hans að taka
leigubíl beint út á flugvöll og ná í flug-
vélina til New York kl. 9.20, og frá
millilandaflughöfninni í New York átti
hann farmiða með Parísarvélinni kl.
10.30. Þegar lögreglan gæti í allra fyrsta