Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Qupperneq 32

Fálkinn - 10.04.1963, Qupperneq 32
Tíii niín. frrir níu Framh. al bls. 31. í þann veginn að taka upp veskið, en hætti skyndilega við það, er honum datt í hug, hvar allir peningarnir hans voru. — Augnablik, tautaði 'hann og skundaði inn í borðstofuna, þar ,sem hann glímdi lengi skjálfhentur við lásinn á töskunni, áður en honum tókst að opna hana og grípa eitt seðlabúnt. Burstamaðurinn góndi gapandi á seð- ilinn, sem Darby rétti honum. — Fimm þúsund króna seðill? Ég er ekki viss um, að ég geti skipt honum, en .... Darby var í þann veginn að reka upp feiknarlegt reiðiöskur. Hann hafði haldið, að það væri fimm hundruð króna seðill. Hann hrifsaði seðilinn úr hendi burstamannsins. — Bíðið aðeins, greip hann fram í fyrir seljandanum. Ég á fleiri, — ég á minni seðla inni, á ég við. Borðstofuklukkan var 8.26, þegar hann stóð enn og rótaði í töskunni í leit að peningum. — Nú verð ég að hafa mig allan við, hvæsti hann örvænt- ingarfullur. Annars heldur hann, að ég sé ekki með öllum mjalla. Hann hljóp næstum því fram í dyrnar aftur. Almáttugur! Óskaplegan tíma tók það hann að gefa til baka! Darby hefði get- að kyrkt hann. — Já, látum okkur sjá. Jú, 421 — og fimm hundruð krónur. Hér eru fimm- tíu krónur, það verða 471, og hér er 25-kall í viðbót, það eru 496 — —• og hérna kemur ein, tvær, þrjár krónur — þá vantar aðeins eina .... það hlýt- ur að vera króna hérna einhvers stað- ar .... Darby þurrkaði sér um ennið í ör- væntingu sinni. 8.28! — Það gerir ekkert til með þessa krónu, sagði hann. Við segjum, að þetta standi heima. — Nei, nei, hér hef ég hana, hr. Darby. Gerið svo vel — æ, æ, nú var ég nærri búinn að missa hana. Þá eru þetta sléttar fimm hundruð krónur. Ver- ið þér sælir og þökk fyrir, hr. Darby. — Allt í lagi, allt í lagi, sælir þá, sagði Darby óþolinmóður og skellti hurð- inni. Burstamaðurinn barði samstundis aft- ur að dyrum. Darby þurrkaði sér aftur æðislega um ennið og herti sig upp til að opna. — Þér gleymduð vörunum, hr. Darby, sagði seljandinn og leit aftur á hann dálítið hikandi brosi. Loksins gat Darby lokað dyrunum aftur og stóð þarna með pakka af vör- um, sem aldrei yrðu notaðar. 8.30! Hann þreif töskuna og hattinn sinn, ræskti sig, lagfærði bindið og opnaði útidyrnar aftur. Síðan gekk hann út á tröppurnar og lokaði á eftir sér í síð- asta sinn. Það var ekki neitt til að gera sér rellu út af. Allt gekk eins og í sögu. Hann var dálítið æstur, en það leið frá á gönguferðinni í strætisvagninn. Venjulegum, öruggum, ákveðnum skref- um, sem sýndu, að þar færi maður, sem sóaði ekki tímanum, gekk hann niður stíginn að garðshliðinu. Frú Reese leit enn upp og brosti. — Nú gengur úrið mitt aftur rétt, hr. Dar- by. Nákvæmlega hálfníu. Maður getur alltaf sett úrið sitt eftir yður. Darby brosti af ánægju og 'hélt áfram niður stiginn. — Borðaði konan yðar nokkurn morgunverð, hr. Darby? hrópaði hún á eftir honum. — Hvernig gengur það með verkina í mjöðminni á henni? Skopskyn Darbys kostaði hann fjórar sekúndur. Hann nam staðar og leit við. — Ég bjó til alveg einstæðan morgun- verð handa henni í dag, og verkirnir hurfu algerlega, sagði hann. Stóra klukkan í millilandaflughöfn- inni í New York var 10.155, þegar far- þegarnir með Parísar-vélinni voru kall- aðir út úr biðsölunum. Darby hafði aldrei á ævinni liðið eins vel. Hann var frjáls eins og fuglinn og átti alla tilveruna framundan. Allur ótti hans, hræðsla og vandamál voru 'horfin eins og dögg fyrir sólu. Hann var svo hug- djarfur og öruggur, að hann ekki svo mikið sem leit á mann nokkurn, klædd- an rykfrakka og með barðastóran hatt, sem rannsakaði skilríki farþeganna. En þegar Darby rétti fram farseðil sinn og vegabréfið með viðeigandi stimplum, tók maðurinn í ljósa ryk- frakkanum og með barðastóra hattinn allt í einu upp veskið sitt og sýndi hon- um illa fágað merki. — Þér verðið víst heldur að fylgja mér, hr. Darby, sagði hann. — Þér eruð handtekinn fyrir morð .... Það getur verið, að maðurinn hafi sagt fleira en þetta, en Darby veitti því að minnsta kosti ekki eftirtekt. Hann sundlaði, og í höfði hans, þar sem allt var annars í röð og reglu, þyrluðust hugsanirnar í algerri ringulreið. — En hvernig — hvernig þó? stam- aði hann út úr sér, meðan hann fylgdi lögreglumanninum eftir, eins og í leiðslu. — Hvernig, — hvernig hefur komizt upp um það svona fljótt? Það var augljóst, að lögregluþjónninn átti bágt með að verjast brosi. — Ég má þakka fyrir, að þér og kona yðar voruð framúrskarandi vanaföst hjón, hr. Darby, sagði 'hann. — Aldrei minnsta breyting á daglegum háttum ykkar. — Á háttum okkar, segið þér? Hvað lagði konan mín þá í vana sinn? — Vissuð þér það ekki, ,spurði hand- hafi laganna og gafst upp við að reyna að gera að gamni sínu. — Á 'hverjum morgni klukkan nákvæmlega 7.45 eruð þér vanir að sækja blaðið og hleypa kettinum inn, ekki satt? Alltaf á slag- inu, þannig að maður gæti stillt klukk- una eftir yður, eins og frú Reese, ná- granni yðar, sagði. Af sömu óbifanlegu stundvísi lögðuð þér gangandi af stað að heiman á mínútunni hálfníu á hverj- um morgni og nákvæmlega 20 mínút- um síðar opnaði kona yðar útidyrnar á hverjum einasta morgni og henti kett- inum út aftur. Frú Mogensen skrifstofustjórafrú hafði snúizt um sjálfa sig á gólfinu marga hringi eftir að maður hennar hafði hringt heim og boðað komu aðal- forstjórans, yfirmanns síns, í mið- degisverð. Sá hét reyndar Nökkevig, og var ræðismaður að nafnbót. — Og frúin kemur með, hafði hann sagt. Frúin, drottinn minn dýri, hún sem var vön alls konar lúxus, bidett og minkapels og fíneríi. Þau áttu risastóra villu í Hellerup, snæddu oft miðdegis- verð með erlendum sendimönnum, átu af gulldiskum undir skínandi silfurkerta stjökum. Nei, þetta var óframkvæman- legt. En frú Mogensen átti bara sitt mávastell, og venjuleg glös með gylltri rönd, og kertastjakinn, Jesús minn .... Hún mundi eftir því að hún þurfti að kaupa kerti. Þau, sem hún átti, voru gömul og næstum brunnin. Hvers vegna í ósköpunum var hann líka að bjóða þeim......Dúkurinn .... átti hún al- mennilegan dúk? Hvernig væri að nota þennan fína damaskdúk, sem hún keypti í Svíþjóð í fyrra? Var hann annars hreinn? Þau höfðu lagt hann á borðið þegar hún var fertug og hann hafði að- eins verið notaður á stórhátíðum. Blóm. Já, þau varð hún endilega að hafa. Freesíur eða franskar animónur. Hún fór í símann og hringdi í blómaverzlun- ina. — Já, þetta er frú Mogensen, ég ætlaði að fá.....Blómavasar. Hún skellti á og hljóp út í eldhúsið, fór að leita að hinum sex vösum sem þau hjónin höfðu fengið í brúðkaups- gjöf og hún hafði haldið, að aldrei yrði not fyrir. Guði sé lof að þeir voru enn á sínum stað. Og svo rauk hún í sím- ann. — Afsakið, frú Sörensen að ég skyldi skella á svona í miðju kafi áðan, en ég er alveg ringluð. Maðurinn minn kemur með forstjórann í mat, hann er ræðismaður og riddari af Dannebrog og — En í morgun henti frú Darby ekki kettinum út aftur, svo að frú Reese varð áhyggjufull, — hún vissi þó, að kona yðar gekk ekki heil til skógar. Þess vegna fór hún þangað yfir til að ganga úr skugga um, hvort nokkuð hefði kom- ið fyrir. Og það hafði dálítið komið fyrir, hr. Darby .... Bessi Framhald af bls. 11. að nú væri verið að taka af sér auglýs- ingamyndir í gerfi Mikka refs. Hann brosti þegar hann sagði þetta og lagði hönd undir kinn en stýrði með hinni. — Þetta er ógurlegt vafstur. Mikki refur stillir sér upp á ótal vegu og svo er textinn: Mikki refur borðar aðeins Karó bjúgu! Hann ók okkur alla leið uppá blað og brosti þegar við fórum úr bílnum. 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.