Fálkinn - 10.04.1963, Side 33
LITLA
SAGAIXI
EFTIR
WILLV
BREIIMHOLST
LAGTÁ
BORÐ FYRIR
FORST JÚRANN
allt og frúin, sem er stöðugur gestur hjá
kónginum........ Guð, blómavasarnir.
Ég verð að fá eitthvað ilmandi í þá. Er
það ekki frú Sörensen? Hvað setur mað-
ur í þá? Fjólur, og látið mig hafa nokkr-
ar fjólur með, já, er það ekki? Og
sjerrí í súpuna. Nei, ég veit það vel.
Ég bara mundi allt í einu eftir því að
ég þarf að panta sjerrí líka. Hvað seg-
ið þér? Servíettur. Já, ég hefði gleymt
þeim, ef þér hefðuð ekki minnt mig á
þær. Já, takk og svo ætlið þér að flýta
yður að senda mér þetta og blómavas-
ana .... og freesíurnar......
Frú Mogensen skellti á og greip blað
og blýant. „Sjerrí, rínarvín og rauðvín“
Sjómaðurinii ...
Framhald af bls. 13.
er hún lyfti sínu rauða og sveitta and-
liti. Augnablik starði hún á mig með
fyrirlitningargrettu, svo rak hún
skyndilega upp grófan og ógreinilegan
hlátur.
— Bænir! Hún skrumskældi orðið
og með grófu blótsyrði greip hún biblí-
una sína og henti henni útbyrðis!
Guð hafði ekki sent skipið sitt. Hann
hafði svikið hana — einmitt er hún
þarfnaðist hans mest, og hann var þess
vegna ekki lengur sá óskeikulleiki, sem
systir Sonja krafðist til endurgjalds
fyrir sína blindu trú og einlægni. Já,
systir Sonja hafði á fjórum bitrum
sólarhringum misst guðstrú sína.
Svo baðst ég einn fyrir, fór með
einustu bænina, sem ég kann: Faðirvor!
skrifaði hún. En í eftirmatinn? Var ekki
madeira nógu fínt? Það var ægilegt, að
Anton skyldi ekki vera heima til að
hjálpa henni. Hún varð að hringja í
hann. Ó, nei, hann hlaut að vera með
ræðismanninum í Hróarskeldu. Frú
Mogensen fékk gæsahúð af því að hugsa
til þess, að sjálfur aðalforstjórinn og
ræðismaðurinn, Nökkevig, riddari af
Dannebrog ætlaði að snæða miðdegis-
verð hjá þeim. Hamingjan góða........
Koníak. Hún varð að panta koníak. Eða
áttu þau eina flösku í kjallaranum?
Hún flýtti sér niður stigann og fór að
róta í flöskunum, þarna stóðu tvær eða
þrjár flöskur chinanti, hálf flaska af
Ég kraup á kné og fór rólega með bæn-
ina. Á meðan hló systir Sonja sínum
gjallandi og háðska hlátri og gerði at-
hugasemdir við bæn mína með hinum
móðursjúku orðum sínum.
Við vorum komin inn í ekvatorstraum-
inn, og okkur rak í vestur. Systir Sonja
lá stöðugt þreytt og kvalin í skut báts-
ins. Hún hafði rifið mikið af fötunum
af sér.
— Vatn, stundi hún. — Gefið mér
vatnssopa!
— Nei, sagði ég. — Ekkert fram yfir
dagskammtinn. Það er okkar einasti
möguleiki! ....
Augu systur Sonju hvíldu stöðugt á
mér. í þeim var örvinglan og illska.
Ég las það í augunum, að systir Sonja
var ekki einungis farin að afneita og
hata Guð sinn. Hún var einnig farin að
hata mig!
Næstu nótt — kyrra og tunglskins-
bjarta hitabeltisnótt — ýtti systir
ákavíti, kakólíkjör og .... þarna var
hún. Ein skínandi flaska af koníaki.
Hvað hafði Anton aftur kallað það?
Hann hafði fengið flöskuna í afmælis-
gjöf frá tengdamóður sinni. Hvern
fjandann hafði hann kallað þessa teg-
und? Ja, nú mundi hún það.
— Slavakoníak sagði hún upphátt við
sjálfa sig.
Þá þýddi víst lítið að bera það á borð.
Hún var neydd til þess að panta ein-
hverja aðra tegund snarlega. Hún flýtti
sér upp stigann og fór í símann. Hún
pantaði vínið. Svo komu freesíurnar,
servíetturnar, kertin og allt hitt, sem
Framh. á bls. 36.
Sonja mér fyrir borð, meðan ég lá og
svaf.
Ég vaknáði á því augnabliki, sem
mér var velt yfir borðstokkinn og í
næstu andrá lá ég spriklandi í köldum
hafstraumnum. Ég glaðvaknaði strax,
en það liðu samt tvær eða þrjár dýr-
mætar sekúndur, áður en ég kom auga
á björgunarbátinn, sem hægt rak áfram
með straumnum.
Hræðsla fór gegnum sál mína, meðan
ég synti eftir bátnum. Ég vissi, að ég
hafði ekki krafta til að synda langt og
myndi ég geta náð hinum gjálfrandi
litla bát, áður en kraftana þryti? Tvisv-
ar sinnum var ég við skut bátsins án
þess að ná taki, það var fyrst í þriðja
sinn, að hönd mín greip nógu fast um
borðstokkinn og með síðustu kröftun-
um gat ég velt mér um borð.
Systir Sonja sat með vatnskútinn við
munninn, er ég með dynk valt niður í
Framh. á bls. 36.
FÁLKINN 33