Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1963, Side 34

Fálkinn - 10.04.1963, Side 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI „Jæja, þá getum við lagt af stað,“ sagði hugsuðurinn og horfði aðdáunaraugum á þungt hlaðna kerruna. „Það verður erfitt að draga hana þessa,“ sagði Panda. „O, hún fer að sjálfu sér,“ sagði hugsuðurinn, „snúðu bara þessari sveif hérna og svo fer hún af stað.“ Panda gerði eins og honum hafði verið sagt og fór þá lítil vél af stað og kerran á fleygiferð og dró Panda á eftir sér. „Þarna sérðu,“ sagði hugsuðurinn," þú þarft ekkert að ýta.“ „Já,“ kallaði Panda, „en hvern- ig ferðu að stöðva hana?“ En kerran fór hraðar og hraðar og það var rétt svo, að Panda gat haldið sér. Brátt komu þeir í þorpið og Panda reyndi að stýra kerrunni eftir beztu getu um þröngar og mannmargar göturnar. Fólkið forðaði sér sem mest það mátti, og Panda komst hjá árekstrum. „Stoppaðu það,“ hrópaði hugsuðurinn á eftir honum, „taktu í sveifina.“ Hann heyrði þetta ekki, öll athygli hans beindist að stjórninni á farartækinu. Hann hafði engan tíma til að sinna öðru. En nokkru neðar á göt- unni, sem Panda ók eftir var lögreglumaður sá, sem hugsuðurinn hafði lent í tæri við. „Hvað er þetta?“ hugsaði lögreglumaðurinn, „þetta virðist vera hand- kerra, hún fer of hratt. Þarfnast athugunar.“ Hann lyfti upp höndinni og gaf Panda merki um að nema staðar. „Stanzið,“ hrópaði hann, stanzið í nafni laganna.“ „Frá, frá. Fúsa liggur á,“ gargaði Panda. Enda þótt Panda kallaði þetta, stóð lögreglumaður- inn kyrr í sömu sporum. Hann var því vanur að far- artæki stönzuðu, ef hann rétti upp höndina. En kerr- an hélt áfram og virti merki hans að vettugi. „Stanz ... endurtók hann. „St.... a.... n... . z.“ En til allr- ar óhamingju ók farartækið beint á hann og allt draslið steyptist yfir hann. Það heyrðist því ekki hvað hann ætlaði að segja í nafni laganna. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.