Fálkinn - 10.04.1963, Blaðsíða 36
LITLA SAGAN
Framh. af bls. 33.
hún hafði pantað um daginn. Servíett-
urnar, já, hvernig átti hún að brjóta
þær? í blævæng? Nei, það var alltof
venjulegt. Hún varð að brjóta þær í
vatnsliljur. En hvernig átti að fara að
því? Hún gerði tilraun, en hendur henn-
ar skulfu svo, að hún gat ekki stjórnað
þeim. Þetta var til einskis, enda mátti
hún ekki sóa svo tímanum, því að allt
varð að vera tilbúið klukkan sex. Saltið,
hvar voru saltbaukarnir aftur? Guði sé
lof, að þeir voru beint fyrir framan
nefið á henni í bollaskápnum.
Klukkan fimm var allt komið á borð-
ið, rauðvínsflaskan hafði verið tekin
upp, vasarnir voru fylltir af fjólum og
servíetturnar voru brotnar upp í blæ-
væng og litu ekkert hversdagslega út,
og það voru tággrönn, ný og hvít kerti
í stjökunum og fjögur vínglös með
gylltri rönd sem stóðu rétt hjá krystals-
vösunum með freesíunum, sem sómdu
sér prýðilega á hvítum damaskdúknum.
Ja, nú var allt klappað og klárt ....
en fiskhnífarnir. Hún hafði gleymt að
leggja fiskhnífana á borð. En sú heppni,
að hún skyldi muna eftir þeim. En nú
var allt tilbúið, nema hún átti eftir að
laga sig til. Klukkutíma seinna var hún
fegurri en nokkru sinni fyrr. Og hún
gat ekki látið hjá líða að dást að sjálfri
sér í forstofuspeglinum. Nú mátti fólkið
koma hennar vegna. Hún hafði lokið
við allt saman og var dálítið stolt yfir
árangrinum. Þá var dyrabjöllunni
hringt. Það voru þau. Hjarta hennar
bærðist ótt, þegar hún gekk að útidyra-
hurðinni og opnaði. Anton starði agn-
dofa á hana og svo hissa var hann, að
hann gleymdi alveg að bjóða forstjóra-
frúnni að aðstoða hana við að fara úr
minkapelsinum. Ja, hann þurfti svei-
mér ekki að skammast sín fyrir konuna
sína núna. Það gat enginn séð, að hún
hefði staðið upp fyrir haus í rúma átta
tíma. Hún var blátt áfram falleg, það
var hún.
Tíu mínútum seinna gengu þau að
borðinu.
— En hvað það verður nú dásamlegt
að fá eitthvað að borða, frú Mogensen,
sagði aðalræðismaðurinn, ég er glor-
hungraður.
Þá fól frú Mogensen andlitið í hönd-
um sér og bældi niður óp.
— Drottinn minn dýri sagði hún og
leit á mann sinn, — ég hef gleymt að
laga mat.
Sjómaðnrinn . ..
Framh. af bls. 33.
botn björgunarbátsins. Hún æpti hás,
þegar hún sá mig, og mér varð ljóst,
að hún hafði alveg gleymt mér á sama
augnabliki og hún hafði ýtt mér fyrir
borð. Hún hafði gleymt mér, meðan
hún hafði kastað sér eins og dýr yfir
matarbirgðirnar.
Það var hræðsla í augum hennar, er
hún sá mig koma skríðandi í áttina til
hennar. — Vægð, hvíslaði hún hás, —
vægð! Og það var auðvelt að sjá, hvað
hún hugsaði. Að nú væri röðin komin
að mér að henda fóðri handa hinum
grimmu hákörlum Kyrrahafsins!
En ég snerti ekki við henni.
Systir Sonja hafði höggvið stórt skarð
í matarbirgðirnar. Ég reiknaði út, að
með sömu naumu skömmtunum mynd-
um við geta haldið lífinu í okkur í mesta
lagi í tvo sólarhringa í viðbót!
Ég hataði hana og fann til vitstola
löngunar að gera einmitt það, sem hún
hafði gert við mig. Fyrir borð með hana!
Og samtímis fylltist ég viðbjóði á sjálf-
um mér og hugsun minni. Það er jú
morð, hugsaði ég, — morð!
Systir Sonja hafði skriðið aftur í. Þar
sat hún og beygði sig saman með und-
arlegu dýrslegu augnaráði, sem ég gat
ekki skilið.
Ég þorði ekki að leggja mig til svefns
aftur. Ég hafði þá einkennilegu tilfinn-
ingu, að ég myndi á ný vakna í hinum
kalda hafstraumi — og næsta skipti
myndi ég kannski ekki komast aftur
upp í bátinn. Alla nóttina hélt ég mér
vakandi. Systir Sonja blundaði og
skömmu síðar heyrðist hinn djúpi, sof-
andi andardráttur hennar aftan úr
skut.
En ég þorði ekki að treysta á, að hún
svæfi raunverulega .... ég hélt mér
vakandi og var vel á verði.
Það var byrjað að roða fyrir nýjum
degi. Mér leið herfilega, ég var með
svima og hita af hungri, þorsta og svefn-
leysi. Systir Sonja hafði raunverulega
sofið, hún vaknaði snemma um morgun-
inn, ekki eins örþreytt og daginn áður.
Hræðslan í augum hennar var horfin.
Hún óttaðist ekki lengur að ég fleygði
henni fyrir borð. Hún lá steinþegjandi
KVIK
MYNDIR
Símavændi
Fyrir nokkrum árum kom fyrir sá
atburður í Mílanó, að símavændi varð
uppgötvað. Svo var mál með vexti, að
meðan ein stúlkan dvelur hjá einum
viðskiptavina sinna, verður hann bráð-
kvaddur. Um þennan atburð hefur
myndin verið spunnin. Vitanlega þurf-
um við ekki að skýra út fyrir hæstvirt-
um lesendum, hvað vændi er og þaðan
af síður símavændi. Hóruhúsið er að
þessu sinni tízkuhús, þar sem fyrirsæt-
ur og sýningardömur leika annað hlut-
verk en þeim er ætlað. Mynd þessi er
sögð afar spennandi og áhorfendur
kynnast harmleik þeim, sem stúlkurn-
ar kalla yfir fjölskyldur sínar, einkum
þó tvær stúlkumar, Claudia og Paola.
I stuttu máli er söguþráðurinn á
þessa leið: Arabella rekur tízkuhús,
sem er dulbúið hóruhús. Nefnist það
tízkuhús Arabellu. Stúlkurnar hennar
eru margar, en vélinni er einkum beint
að fjórum, bitrum og siðspilltum stúlk-
um, þeim Claudiu, Paolu, Marisu og
Patrizíu. Starfsemin gengur vel í fyrstu,
unz atburður sá er hér var rakinn stutt-
lega að ofan hendir. Það er Paola, sem
lendir í því óþægilega „slysi“. En til
þess að forðast hneyksli, leyna Arabella
36
FALKINN