Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 13
„Vertu kyrr heima“, sagði ráðgjafi forsetans áður en hann hugðist leggja upp í för sína til Venezuela. „Nei“, svaraði Kennedy. „Konan mín er þegar búin að rifja upp spönsku- kunnáttu sína. Það gerist ekki neitt ...“ — En í mann- fjöldanum stóð hár maður með svart yfirskegg En á meðan þessu fór fram, hafði Romulu Betancourt forseti safnaði saman lögregluráði sínu í Caracas og haldinn var fundur, þar sem herfor- ingjar og lögregluforingjar báru saman ráð sín um hvernig bezt væri að vernda Kennedy forseta, Allir þessir menn vissu um atburð þann, sem gerzt hafði í þorpinu, Urachiche, og bjuggust við óeirðum og jafnvel uppreisn. Batancourt forseti ræddi um ástandið: — Mennirnir, sem myrtu lögreglu- þjónana þrjá í nótt, hafa komizt undan, sagði hann. Ef þeir verða ekki hand- teknir strax, er enginn vafi á því, að meira blóði verður úthellt. Við megum búast við hinu versta, jafnvel því að þeir reyni að myrða Kennedy forseta, þegar hann kemur um helgina. Á kortinu, sem hékk á vegg stofunn- ar, sem fundur þessi var haldinn í voru mörkuð strik, þar sem átti að loka veg- unum til höfuðborgarinnar. — Kommúnistar hafa ráðizt á eina af lögreglustöðvum ríkisins, sagði einn af herforingjunum — við getum búizt við því að þeir ráðizt á aðrar. En um- fram allt verðum við að koma í veg fyrir fleiri slíkar árásir. Samtíma því að þessi fundur var haldinn, sat bandariskur sendiráðsmað- ur við símann og beið eftir beinu sam- bandi við herstöðvarnar í Wasington. Hann nær sambandi og flytur yfir- mönnum sínum þessi skilaboð: — Segið forsetanum, að búizt sé við óeirðum hér og hyggilegra sé að fresta förinni. Stuttu seinna settist bandarískur leynilögreglumaður upp í bifreið sendi- ráðsins og ók snarlega til flugvallarins í Maiguetia. Þar steig hann um borð í þotu, sem flaug rakleiðis til Wasington. Hann hafði meðferðis skýrslu um ástandið í Venezuela. En það voru fleiri á verði en banda- ríska sendiráðið og ríkisstjórnin í Vene- zuela. Um líkt leyti og þessi leynilög- reglumaður lagði af stað, var kúbansk- um fiskibát hrundið úr vör. Sigldi hann hraðfari til Havana. Viðbrögðin í Moskva og Peking, þegar uppvíst var um ráðabrugg sexmenning- anna voru næsta ólík. Kínverskir rauð- liðar tóku tíðindunum með fögnuði, en Rússar voru síður en svo hrifnir af til- tækinu. Yfirmaður leyniþjónustunnar lét meðal annars svo orð falla: — Félagar okkar í Suður Ameríku hafa engin fyrirmæli fengið um að efna til óeirða og kröfugangna vegna komu Kennedys. Ef eitthvað slys hendir í Venezuela, erum við ekki ábyrgir. Við kærum okkur ekkert um, að Kennedy forseti verði myrtur. Eftirmaður hans verður sjálfsagt ekkert betri. En ef liðs- menn Castros hafa í hyggju einhvcfrjar aðgerðir gegn forsetanum, getum ^ið ekkert gert til þess að koma í veg fyrir þær. Embættismenn í Venezuela virtust heldur ekki færir um að koma í veg fyrir óeirðir í Caracas. Sprengjur tóku að springa um gjörvalla borgina. Lög- regluþjónar voru skotnir umvörpum til bana og kveikt var í sykur- og kaffi- ekrunum. Um það bil tugir fólks særð- ist, þegar kastað var sprengju að verzlun einni í Caracas. En áður hafði verzlunin verið rænd og gjaldkerinn skotinn í hel. Dagblað eitt í Caracas hafði látið útbúa blað til heiðurs Kennedy, en þegar átti að fara að prenta það, var prentvélin og setjarsalurinn sprengdur í loft upp. Um 50 þúsund lögregluþjónar og her- menn voru kallaðir aukalega út, en þessu liði tókst ekki að stöðva óeirðirn- ar. Þegar hér var komið sögu, var Kennedy og kona hans, Jacqueline væntanleg til Caracas daginn eftir. Að morgni hins 15. desember safn- aðist kynlegur hópur manna fyrir utan herstöðvar sexmenninganna í Yaracy- fjöllum, bændur vopnaðir haglabyss- um, negrar vopnaðir járnkörlum og Framhald á bls. 32. 13 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.