Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 37
leit upp, horfði hún á Ponto. Hann var alltaf á undan eiginmanni hennar og sló með mikilli ákefð eins og hann væri ákveðinn í að slá allt engið fyrir myrk- ur. Maður hennar sló stirðlega og klaufalega, stakk við og brýndi oft. Drengurinn færði Ponto bjór, og hann staðnæmdist oft til að drekka. Hún sá glampann af flöskunni í sterku sólskin- inu og horfði á hann íhugandi eins og hún væri að rifja eitthvað upp fyrir sér. Er degi tók að halla, var Ponto kom- inn langt fram úr eiginmanni hennar. Hann sló í áttina að tjörninni og víði- runnunum. Loks fór hann að slá mjóa grasspildu handan tjarnarinnar. Hún sá nakta handleggi hans milli grein- anna, en missti síðar á þeim. Allt í einu kom hann í ljós, veifaði flösku og hrópaði eitthvað. „Ég skal fara,“ sagði hún við dreng- inn. Hún sleppti hrífunni, gekk yfir að askinum og sótti bjórflösku. Flugurnar voru að pína hestinn, og hún braut eski- grein og stakk henni í beizlið. Sólskin- ið virtist heitara en nokkru sinni fyrr, er hún gekk yfir engið, og jörðin var skraufþurr undir fótum hennar. Hún sleit upp sóleyjarstöngul og veifaði honum í kringum sig. Ilmur hins ný- slegna grass var sterkur og sætur í sól- skininu. Hún hélt bjórnum þétt upp að sér í forsælunni. Ponto var að slá grasspildu handan tjarnarinnar. Grasið var hávaxnara og safameira en annars staðar á enginu, og múginn, sem hann hafði slegið, var hnausþykkur. Hún settist niður á tjarnarbakkann undir víðirunni, þar til hann hafði lokið við að slá. Hún kom hljóðlega, og hann sneri í hana bakinu og vissi ekki af henni, fyrr en hann sneri sér við. Hann lagði orfið í grasið og kom reikandi í áttina til hennar. Andlit hans var löðursveitt, og í munn- inum hafði hann hundasúru, og rauð sáðkornin titruðu við er hann gekk. Hann horfði á Önnu með nokkurs kon- ar letilegri undrun. „Gamla, góða Anna,“ sagði hann. „Þig langaði í bjór?“ sagði hún. Hann brosti og settist við hlið hennar. Hún brosti líka, og svört augun tindruðu. Hann tók flöskuna af henni, lagði aðra hönd sína á hné hennar og gældi blíð- lega við það. Hún horfði á höndina og brosti af kynlega siðlausri ánægju. Hann stakk flöskunni á milli hnjánna og opnaði hana. ,,Drekktu,“ sagði hann lágt. Hún drakk og rétti honum flöskuna. „Það er óratími, síðan ég hef séð þig,“ muldraði hún. Hann yppti öxlum og fékk sér væn- an teyg. Hönd hans hvíldi enn á hné hennar, og hún lék letilega að sóleyjar- stönglinum. Hún duldi hina vaxandi á- stríðu, og á dökku andliti hennar var furðulegur fjarrænusvipur eins og hún hefði algjörlega gleymt honum. Hann vætti varirnar með tungunni og strauk Framhald á næstu síðu. Fyrir um það bil tveimur árum síðan sýndi Laugarásbíó danska mynd sem hét Ókunnur gest- ur. Þetta var mjög umtöluð mynd og töldu margir hana full „djarfa“ og lítt til sýningar hæfa. Aðrir sögðu aftur á móti, að myndin væri góð og ein sú bezta, sem Danir hefðu gert. Önnur dönsk mynd hefur verið talsvert umrædd fyrir djarfleika sakir. Það er myndin Week End Hún fjallar um þrenn hjón, sem eina helgi eru saman í sumarbústað. Þessi mynd hefur yfirleitt hlotið mjög góða dóma. Nú hefur Johan Jacobsen, sá sem stóð að baki myndinni Ókunnur gestur, hafið framleiðslu á annarri mynd, sem heitir Sextett. Enn er það sumarbústaðurinn sem er sögusviðið og myndin gerist á einni nóttu. Aðalhlutverkið í þessari mynd leikur hin kunna sænska leikkona Ingrid Thulin sem m. a. hefur leikið í nokkrum myndum Ingimar Bergman. Leikstjóri er kona Jacobsen, Annelise Hovmand, og kvikmyndahandritið er skrifað af Poul Bach. Aðrir leikendur í myndinni en Ingrid eru Axel Ströby, enski leikarinn John Kelland, Ole Wegener, Ghita Nörby og Hanna Ulrich sem er aðeins sextán ára og hefur ekki áður leikið i kvikmyndum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.