Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 36
* Förin til IsaíjarAar Framhald af bls. 32. leysi og kvíða. Ég fann svo vel, meðan flugvélin var týnd, að ég má ekki af þér sjá — — —.“ Dedda Gunnars hló og grét góða stund yfir bréfinu sínu. Teddi Óskars fékk líka bréf: ,,- — — Ég geri þér tvo kosti. Ég vil ekki eiga mann, sem aldrei er heima á kvöldin, en er að beigla sig og skrum- skæla út um allt land fyrir peninga. Sumir segja, að ég sé ráðsett. En ég er líka hégómleg. Mig hefur víst alltaf dreymt um að eignast kempulegan mann. En ég skal segja þér eitt, Teddi Það var maður í minni sveit, sem var minni vexti en þú. En hann var odd- viti hreppsins, bjargvættur og manna- sættir, hvar sem hann kom og mál- snjall, svo að af bar þar um slóðir. Það minntist enginn á, að hann væri lítill, af því að hann var ekki síhugandi um það sjálfur. Hitt skilyrðið er, að þú ljúkir námi sem fyrst eða fáir þér einhverja venju- lega vinnu — — —.“ Teddi Óskars kom inn i stofu með þetta bréf í hendinni, staðnæmdist úti við glugga og sagði, fremur við sjálfan sig en konurnar: „Hér höfum við setið í fjóra daga. Ég hefði átt að fara með Örnólfi. Hann fékk sér skíði og gekk suður yfir heiðar til að ná í flóabátinn. Hann er kominn suður.“ Þau spiluðu lengi um kvöldið, en gáfu oft vitlaust og gerðu ýmis axarsköft. Stundum minntu þau hvert annað á, að Esja hlyti að koma að norðan aft- ur innan skamms. En þau voru róleg og æðrulaus, eins og þeir, sem eiga góða heimvon. Oddný Guðmundsdóttir. Slátiumaðurinn Framh. af bls. 11. gætur, þegar hann sneiddi hjá óslegna grasinu og kom í áttina að askinum. Hann staðnæmdist loks í forsælu trés- ins og horfði lengi á grasflæmið, krökkt af sóleyjum og stórvöxnum baldurs- brám, sem uxu út um allt eins og ara- rúi hvítra og gulra stjarna. „Drottinn minn,“ muldraði hann lágt. idd hans var glettnisleg og dálítið afandi. Konan stóð á fætur. ,Hvað er að, Pento?“ sagði hún. Er þetta allt, sem hann hefur sleg- í«i „Þetta er allt.“ „Drottinn minn.“ Hann lagði orfið frá sér á grasið með 'rirlitningarsvip. Þetta var hár og annur náungi, svarthærður, um þrít- gt, magur og liðugur eins og hreysi- öttur. f hinum hvössu, dökkbrúnu ugum hans var blendinn svipur laus- ætis og slægðar. Ljómi þeirra var deyfð- 36 FÁLKINN ur af drykkju. Rauðar varir hans voru þrútnar og mjúkar, og andlitssvipur hans var i senn hégómlegur, makráður og djöfullegur. Hann hafði þann kyn- lega sið, að horfa á hlutina með annað augað hálflokað eins og hann drægi syfjulega tittlinga, og var þetta furðu- lega glettnislegt og töfrandi. Hann var með dökkan slútandi hatt, sem hann hallaði aftur frá enninu, og gaf það honum dálítið villtan svip, en gaf einn- ig til kynna, að hann væri yfirmáta á- nægður með tilveruna. Skyndilega glotti hann framan í kon- una og gekk þangað, sem maðurinn lá sofandi. Hann beygði sig niður að eyra mannsins. ,,Hæ, truntan þín er strokin," æpti hann. Maðurinn hrökk upp með andfælum. „Truntan þín er strokin." „Hvað er þetta? Hvaðan stingur þú upp kollinum?" „Stattu upp, gamli syfjaði mathákur. Mig langar til að slá þetta gras fyrir myrkur.“ Maðurinn stóð á fætur. „Slá þetta allt fyrir myrkur?“ „Já, gamli minn. Þegar ég slæ, þá slæ ég, skal ég segja þér.“ Hann brosti og vaggaði höfðinu. „Við pabbi gamli vorum vanir að slá tuttugu ekrur fyrir myrkur, en við byrj- uðum líka áður en döggin var þornuð. Tuttugu ekrur. Þú veizt ekki, hvað sláttumennska er.“ Hann fór að klæða sig úr jakkanum. Hann var ofurlítið valtur á fótunum og átti í erfiðleikum með að komast úr jakkanum og bölvaði í hljóði. Hann var í blá- og hvíthöttóttri skyrtu og dökk- um molskinnsbuxum, sem hann hélt uppi með breiðu, fléttuðu leðurbelti. Brýni sitt hafði hann í leðurhylki, sem hékk frá beltinu. Hann spýtti í lófana, dró brýnið úr hylkinu, tók upp ljáinn og byrjaði að brýna hið langa blað með kæruleysislegum, en taktfullum strok- um. Konan starði á handleggja sveifl- ur hans og hlustaði á hvininn, sem myndaðist, er brýnið snerti blaðið. Það var ósjálfráður aðdáunar- og gleðisvip- ur á andliti hennar. Ljárinn var mjög langur og smámjókkaði út í annan end- ann, og hann Ijómaði eins og silfur í sólskinsblettunum, sem komu gegnum eskilaufið. Hann hætti að brýna og sló eitt ljáfar af baldursbrám. Ljárinn skar stilkina með stökku hljóði, og hin hvítu blóm hnigu mjúklega saman eins og fallinn blómvöndur. Sveifla hans var fögur, og þegar hann hélt á orfinu, virt- ist líkami hans í fullu jafnvægi, og hann skyndilega verða ódrukkinn, virðu- legur og rólegur. „Veiztu, hvað pabbi gamli var vanur að segja,“ sagði hann. „Nei.“ „Drekktu áður en þú byrjar.1 „Sæktu bjórflösku handa Ponto,“ sagði maðurinn strax við drenginn. „Ég á nógan b.iór. Drengurinn fór og sótti hann í leiðinni.“ „Það er ágætt. Maður getur ekki slegið án bjórs.“ „Sá gamli var vanur að drekka tutt- ugu merkur á dag. Það er guðs heilag- ur sannleikur. Tuttugu merkur. Hann var nú karl í krapinu. Maður getur ekki slegið án bjórs.“ Konan kom með bjórflösku í hend- inni. Ponto tók við henni, vélrænt, leit varla á konuna. Hann opnaði flöskuna, huldi hvíta froðuna með munninum og drakk af ákefð. Hálsvöðvar hans hnykl- uðust eins og á hesti. Hann drakk allan bjórinn í einum teyg og kastaði tómri flöskunni inn í runnana og hræddi með því hestinn. „Hæ, fjandinn hirði þig,“ hrópaði hann. Hesturinn hristi hausinn og ró- aðist aftur. Ponto þurrkaði sér um munninn og gekk eitt eða tvö skref í áttina til drengsins og beindi ljánum glettnisiega að bakhluta hans. Dreng- urinn hljóp í burtu, og Ponto glotti til konunnar. „Ætlar þú að snúa görðunum,“ sagði hann. „Já,“ sagði hún. Hann horfði athugandi á hana, á á- valar mjaðmirnar, brjóstin, sem komu greinilega í Ijós undir blússunni og á uppvafða, svarta fléttuna. Eiginmaður hennar gekk yfir engið að sækja orf sitt. Hún brosti letilega til Ponto, hann endurgalt bros hennar. „Ég bjóst við, að þú kæmir,“ sagði hún hljóðlega. Bros hans breikkaði og hann rétti út höndina og strauk fingrunum niður nakinn, brúnan háls hennar. Hún skalf, andaði ótt og títt og brosti. Augu hans hvíldu á andliti hennar í leyndardóms- fullri aðdáun og fögnuði, og skyndilega virtist hann gleðjast mjög yfir ein- hverju. „Gamla, góða Anna,“ sagði hann hljóðlega. Hann gekk framhjá henni og yfir eng- ið að grasflæminu, sem óslegið var. Hann veifaði og fingur hans snertu læri hennar léttilega um leið og hann gekk hjá. Konan gekk á eftir honum út í sól- skinið, tók hrífuna og byrjaði að snúa görðunum, sem slegnir höfðu verið síð- an um morguninn. Þegar hún leit upp aftur, voru mennirnir að slá. Þeir virt- ust slá með sama , jafna, reglubundna hraðanum, en Ponto var þegar kominn á undan. Hann sveiflaði ljánum með löngum, léttum, gælandi sveiflum, mjúk- lega og meistaralega eins og hann væri fæddur til að slá. Grasið var skorið mjög nálægt jörðinni og lagðist í snotr- an garð, sem bugðaðist mjúklega að baki hans eins og þykkt reipi. Þegar hann sveiflaði ljánum til baka, þrýstist gras- ið, sóleyjarnar og baldursbrárnar létt til hliðar og hölluðu sér reiðubúin í áttina að strokunni, sem kom gegnum grasið með hvínandi hljóði eins og and- ardráttur, sem haldið hafði verið niðri. Drengurinn kom og sneri næst á eft- ir konunni. Saman sneru þau görðun- um, og karlmennirnir slógu þöglir í langan tíma. í hvert skipti, sem konan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.