Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 38
I tolúitiiiiBaftiiriini Framh. af bls. 37. hendinni hratt og gælandi frá hné henn- ar að mittinu. Líkami hennar var stíf- ur eitt augnablik, en síðan mýktist hún og féll aftur á bak í hávaxið grasið. Hún lokaði augunum og smaug í faðm hans eins og snákur, andlit hennar ljómáði af hamingju, höndin kreisti enn þá sól- eyjarstöngulinn, allur líkami hennar skalf. Skyndilega heyrðist ljár brýndur. Hún hvíslaði eitthvað í -skyndingu og brauzt um, og Ponto reis á fætur. Hún settist upp og hneppti að sér blússunni. Hún var rjóð og andstutt, og augu henn- ar hvíldu á Ponto í blíðri, næstum klökkri tilbeiðslu. Ponto gekk að orf- inu, tók það upp og byrjaði aftur að slá. Hann sló mjúklega með fjarrænu afskiptaleysi eins og ekkert hefði skeð, og hún lét hann slá fimm eða sex för, áður en hún stóð einnig upp. „Ég ætla að koma aftur,“ sagði hún. Hún stóð augnablik eins og hún biði eftir einhverju, en hann sagði ekkert og hætti ekki slættinum. Mjög hægt sneri hún sér við og gekk til baka yfir engið. Hún gekk þangað, sem hún hafði skil- ið hrífuna eftir. Hún tók hana upp og byrjaði að snúa ljánni á eftir drengn- um. Hún vann langa stund án þess að líta upp. Loks, þegar hún lyfti höfðinu og leit yfir að tjörninni, sá hún, að Ponto hafði hætt að slá handan hennar og sló nú á opnu svæði aftur. Hann sló með sama máttuga þrálætinu, og lík- ami hans hafði þessa sömu, fögru, stæltu hrynjandi eins og hann yrði aldrei þreyttur. Þau unnu sleitulaust, og sólin seig bak við askinn, hitinn tók að minnka, og rökkrið kom. Meðan karlmennirnir tveir slógu hlið við hlið síðustu gras- spilduna, byrjaði konan að láta niður í matarkörfuna og leggja hnakkinn á hestinn undir askinum. Hún var að spenna hnakkgjörðina, þegar hún heyrði fótatak í grasinu og rödd, sem sagði hljóðlega: „Er til meiri bjór?“ Hún leit við og sá Ponto. Ein flaska var eftir í körfunni, og hún náði í hana handa honum. Hann tók að drekka og á meðan hann drakk starði hún á hann frá sér numin af aðdáun eins og hún væri töfruð á dularfullan hátt af hin- um slóttuga, hégómlega og djöfullega svip hans, af minningunni um faðmlög hans við tjörnina og af því, hve hand- leggir hans höfðu sveiflað Ijánum fag- urlega og óþreytandi allt síðdegið. Það var eitthvað tryggt, heimskt og undir- gefið í svip hennar eins og hún væri mjög áfjáð í að gera, hvað sem hann bæði hana um. „Heldurðu að þú ljúkir því?“ sagði hún hvíslandi. Hann opnaði flöskuna, og þau stóðu og horfðu hvort á annað. Augnaráð hans var kæruleysislegt og lítillátt. Hann brosti ofurlítið. Hún stóð graf- kyrr, og í augum hennar mátti merkja undirgefni. Skyndilega þurrkaði hann bjórinn af vörum sér með handabakinu, tók utan um mitti hennar og reyndi að kyssa hana. „Ekki núna,“ sagði hún óttaslegin. „Ekki núna. Hann sér það. Seinna. Hann sér það.“ Hann sleppti henni, yppti öxlum og gekk burtu yfir engið, þegjandi. „Seinna,“ kallaði hún hvíslandi. Hún hélt áfram að ganga frá matar- körfunni, og svipur hennar var vonleys- islegur og þó væntandi. Útlínur engisins og sláttumannanna urðu mýkri og dekkri í rökkrinu. Kvöld- loftið var hlýtt og þungt af heyilmin- um. Loks hættu mennirnir að slá. Dreng- urinn var farinn heim, og konan teymdi hestinn yfir engið, þangað sem menn- irnir biðu. Eiginmaður hennar var að binda pokann utan um ljáinn. Hún horfði á Ponto með dimmu, þýðingar- miklu augnaráði, en hann tók ekki eft- ir neinu. ,Það er bezt fyrir þig að ljúka bjórn- um,“ sagði hún. Hann tók flöskuna og drakk til botns, en kastaði henni síðan út á engið. Hún reyndi að horfa í augu hans, en hann hafði þegar lagt af stað í burtu yfir 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.