Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 15
hvað biði þeirra. Fröken Clara átti erf- itt með að hafa vald á rödd sinni, þeg- ar hún tók aftur til máls. — Við munum aldrei opna skápinn fyrir yður, sagði hún. — Ef til vill ekki. John geispaði. — En ég held nú að fröken Melissa vilji fremur opna skápinn en sjá yður líða hinar hryllilegustu kvalir. Hann leit þýðingarmiklu augnaráði á byssuna, sem George hélt á. John naut þess að sjá áhrif orða sinna, eins og hann væri rithöfundur við frumsýningu leikrits síns. Hann dró stólinn nær legubekknum, svo að aðeins lítið teborð aðskildi hann og systurnar. Fröken Melissa snökti ákaft og fröken Clara lagði handlegginn utan um hana eins og til að vernda hana. — Afskaplega áhrifamikið, sagði John háðslega. — Og mjög táknrænt. Hin sterka og hin veika — ljónið og lambið. Það ríkti þögn í stofunni, sem var að- eins rofin af snökti fröken Melissu. Fröken Clara starði kuldalega á fjand- mann sinn. — Mér skilst, sagði John, að það sé fröken Clara, sem ráði ríkjum hér. Sjá- ið þið til, maður veit heilmikið um fólk aðeins með því að athuga hegðun þess. Fröken Clara er athafnakona — fröken Melissa er hræðslugjörn kona, sem kann bezt við sig innan fjögurra veggja heim- ilisins. Honum var dillað yfir þessari skap- gerðarlýsingu sinni. Fröken Melissa bar vasaklútinn að augum sínum og leit á klukkuna. — Eigið þér von á einhverjum? spurði John. — Nei ... en ég er alltaf vön að hita tevatnið klukkan 9.30. Við drekkum alltaf te áður en við ... förum að hátta. John lyfti brúnum eins og honum væri skemmt. — Te á hverju kvöldi klukkan 9.30, sagði hann. — Þið eruð svei mér vana- bundnar. Heimilið, skrifstofan, ákvarð- anir fröken Clöru, allir ykkar yndis- legu peningar í hrúgu inni í peninga- skáp — og te á hverju kvöldi — alltaf á sama tíma! Framhald á bls. 30. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.