Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 17.07.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI Reiðir verkamennirnir héldu áfram að berja á vélum uppfinningamannsins okkar, unz þær voru orðnar mélinu smærri. Hins vegar tóku þeir ekki eftir því að vélmaðurinn hraðaði sér inn í verksmiðjuna með Panda í greip sinni. „Vertu rólegur, Panda, mundu að hann vill aðeins þjóna þér.“ „En ég kæri mig ekkert um þjónustu hans,“ hreytti Panda út úr sér. „Þessi vélmaður þinn veldur hverju slysinu á fætur öðru. Hann er óskaplega heimskur.“ „Heimskur,“ endurtók Hugsuðurinn, „ekki alveg, en ef til vill hefði hann orðið betri, ef hann hefði fengið almennilega reikningsvél. Þessi, sem hann hefur gerir hann óút- reiknanlegan.“ Honum varð litið upp og kom auga á heljarmikla vél. „Aha, rafmagnsheili. Nú datt mér svolítið í hug.“' „Vertu hugrakkur, Panda,“ sagði Hugsuðurinn. „Mér datt alveg bráðsnjöll hugmynd í hug. Ég get leyst vandamál hins óútreiknanlega vélmanns með því að setja hann í samband við rafmagnsheilann.“ „Mér er sama hvað þú gerir, en þú ættir að fullvissa þig um, að hann vinni vel og rétt,“ sagði Panda og and- varpaði. Hann hafði misst alla trú á uppfinningum Hugsuðarins. „Ég er allur í marblettum eftir þennan vélþjón og ef hann heldur áfram að þjóna mér á þann hátt, fer svo að lokum að enginn þarf að þjóna mér framar.“ „Þetta leysir allan vanda,“ sagði Hugsuður- inn og tengdi í flýti vélmanninn við rafmagnsheilann. Viðbrögðin urðu önnur en Panda hafði búizt við. „Hann er að hugsa,“ hrópaði Hugsuðurinn æstur, „það er ég viss um, að hann er að finna upp á ein- hverju snjöllu.“ ,Var það ekki dásamleg hugmynd að tengjar vélmann- nn við rafmagnsheilann. Nú er hann að hugsa. Hann /erður áreiðanlega betri þjónn,“ sagði Hugsuðurinn. Eins og til að sanna þetta, tók vélþjónninn í hönd Panda og leiddi hann að svolitlu borði. Hann opnaði eina skúffu og tók upp flöskur og glös. Hann bland- aði nokkrum tegundum saman. „Hann ætlar að blanda þér drykk,“ sagði Hugsuðurinn hikandi. „Handa mér. Eg er alls ekki þyrstur og auk þess vil ée siður en svo taka inn eitur.“ FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.