Fálkinn - 03.02.1964, Síða 7
Það er ekkert að fyrirgefa.
Kæri Fálki.
Ég get vel látið mér detta í
hug að íslendingar séu með
ókurteisari mönnum. Mig lang-
ar rétt til að segja ykkur frá
ofurlitlu dæmi um þetta. Það
var eitt kvöldið um daginn að
síminn hringdi og það er svo
sem ekkert óvanalegt. Ég fór
auðvitað og svaraði í hann og
segi þetta venjulega halló. Þá
heyri ég að einhver karlmaður
er í símanum og hann segir með
heldur en ekki hranalegri
röddu: „Hvar er þetta?“ Ég
segi honum það. Þá spyr hann:
„Hver er þetta?“ Auðvitað
kom honum það ekkert við því
mér datt strax í hug að hér
mundi vera um skakkt númer
að ræða, svo ég endurtók núm-
erið og heimilisfangið. Þá spyr
hann aftur og enn hranalegar
„Hver er þetta?“ Þá spyr ég:
„Við hvern ætluðuð þér að
tala?“ Og hvað haldið þið að
maðurinn segi. „Það kemur
þér ekki við,“ og síðan skellir
hann bara á. Þetta finnst mér
nú einum of mikið af því góða.
Það er fyrirgefanlegt þegar
menn hringja í skakkt númer
og þegar þeir eru kurteisir enda
er maður vanur að segja: „Jú,
það er ekkert að fyrirgefa.“ En
svona framkoma er einum of
mikið af því góða.
Kona.
Svar:
Já, þaO er alltaf leiðinlegt þegar
menn kunna sig ekki.
Nokkur orð um stjörnuspána.
Háttvirta blað.
Ég er fastur áskrifandi að
þessu blaði ykkar og verð að
segja að ég er nokkuð ánægð-
ur með það að ýmsu leyti. En
eitt er það þó, sem ég er
óánægður með og það er
stjörnuspáin. Að sjálfsögðu les
ég alltaf stjörnuspána því ég
tel að hún geti á ýmsan hátt
komið manni að góðu haldi. En
það er nú svo með hana að mér
finnst þetta nær alltaf sama
tuggan. Ég minnist þess t. d.
að nú að undanförnu hefur það
staðið með stuttu millibili að
ég ætti að dvelja heima við.
Sjálfsagt er þetta vel meint
hjá manninum, sem semur
stjörnuspána en þannig er að
ég á ákaflega erfitt með að
fara eftir þessu. Væri ekki
hægt að fá eitthvað annað en
þetta í stjörnuspána.
Lesandi.
Svar:
Þú ert já óánaegöur meö
stjörnuspána. Þú segir hana sjálf-
sagt vel meinta „hjá manninum,
sem semur stjörnuspána.‘' Þama
gætir talsverös misskilnings aö
þvi leyti aö þaö er enginn maöur,
sem „semur“ þessa spá heldur
kemur hún utanlands frá, frá
stofnun, sem liefur marga menn
l þjónustu sinni viö aö athuga
gang himintunglanna og spá fyrir
menn. Ef þaö stendur í spánni
þinni aö þér sé bezt aö dveljast
heima viö þá skaltu gera þaö
enda þótt þaö sé kannski einhverj-
um erfiöleikum bundiö. Stjörn-
urnar vita sínu og þess vegna
stendur þetta þarna.
Svavar Gests er kominn aftur.
Kæri Fálki.
Mikið er nú gaman að hann
Svavar Gests skuli vera kom-
inn aftur í útvarpið með þátt-
inn sinn. Ég var farinn að
halda að þetta mundi aldrei
koma. Svavar er alveg einstak-
ur og á ekki sinn líka hér ,
sambandi við skemmtiþætti út-
varpinu. Við viljum meira.
Hlustandi.
Svar:
Já, Svavar er góöur.
Um úrklippusafnið.
Kæra Pósthólf.
Alltaf eru það ánægjustund-
ir í daglegu amstri þegar mér
berst Fálkinn í hendur. Eitt
það fyrsta sem ég les, er úr-
klippusafnið því mér finnst það
oft reglulega smellið. En mig
langar til að spyrja ykkur
hvers vegna þið strikið undir
sumar úrklippurnar en ekki
allar? Er það vegna þess að
þessar undirstrikuðu séu betri
en hinar?
Svo þakka ég ykkur allt gott.
Maður fyrir norðan.
Svar:
.. Þaö erum ekki viö, sem strik-
um undir í úrklippunum heldur
þeir sem senda þœr og okkur
kæmi betur aö fólk geröi þaö ekki.
ÞaÖ eru þess vegna vinsamleg til-
mæli til þeirra, sem senda okkur
úrklippur aö þeir striki ekki f
þær.
Erfitt að vakna
á morgnana.
Kæri Póstur.
Mig langar til að leita til þín
í vandræðum mínum en þannig
er mál með vexti að ég á mjög
erfitt með að vakna á morgn-
ana. Getur þú ekki gefið mér
eitthvert ráð í þessum vanda?
Með beztu kveðjum.
O. P.
Svar:
Jú, eins og til dæmis þaö að
fara fyrr aö sofa á kvöldin.
— Þetta er ekki ein ai' þess-
um venjulegu asnalegu afsök-
unum þínum fyrir að vera of
seinn, er það Árni?
— Já, eins og ég var að
segja ...
— Sjáðu nú til, Anna. Get-
um við ekki gert út um þetta
án þess að fara í kirkju?
FÁLKINN 11