Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Page 11

Fálkinn - 03.02.1964, Page 11
Hver ætlar að bera á móti því, að það sé rómantíslc stemning yHr þessari mynd? Hún er af kastalanum í Beaufort, sem er rúmlega 800 manna bær í austurhluta landsins. Þjóðverjar tóku uþp á því, að telja Luxemborg hluta af Þýzkalandi, og á grundvelli þeirrar skoðunar skyld- uðu þeir landsbúa til að gegna herþjónustu í þýzka hernum. Þetta varð eðlilega mjög illa þokkað, og auð- fundið er, að það á enn langt í land að Luxemborg- arar hafi fyrirgefið Þjóðverjum þessa kröfu. Þeir gerðu líka það sem þeir gátu til að mótmæla, til dæmis gerðu þeir allsherjarverkfall annan september 1942, en til slíkra opinberra mótmælaaðgerða undir oki þýzku naz- istavillidýranna hefur þurft talsverðan kjark, svo ekki sé meira sagt. Bandarískir herir frelsuðu Luxemborg undan oki Þjóðverja í september 1944 en geysiharðir bardagar geysuðu í norðurhluta landsins, Ardenna-hæðunum, eins og kunnugt er. Ollu þessir bardagar óhemju tjóni á mannvirkjum öllum, og beið því mikið verkefni hinnar fámennu þjóðar, er ófriðnum linnti. Endurreisn hinna eyðilögðu héraða hófst árið 1945 og sjö árum síðar, 1952, mátti segja að henni væri að mestu lokið. Talið er að til hennar hafi alls verið varið um 20 milljónum doll- ara, og ábyrgðist ríkisstjórnin þessa upphæð. Það hefur mjög hjálpað til við endurreisnina, að friðsamt hefur verið innanlands, jafnt á vinnumarkaðinum og í stjórn- 'málunum. Varð víst sumum ferðafélögunum ósjálfrátt hugsað heim, þegar við fengum þessar upplýsingar, um heimþrána er víst vissara að hafa fá orð . .. Á hverju lifa svo þessar rúmlega 300 þúsund sálir í þessu landi? Landið er frjósamt frá náttúrunnar hendi og frá örófi alda hafa menn þar lifað af gæðum jarðar. Enn í dag er mikill landbúnaður stundaður í landinu, en ’það sem fiskurinn er íslendingum er járnið Luxemborg- 'armönnum. Hvergi í öllum heiminum er framleitt annað eins af járni og stáli, miðað við fólksfjölda eins og í Luxemborg. 67% allra verkamanna landsins vinna við járn- og stáliðnaðinn og og fyrirtæki hans greiða 75% þeirra launa, sem iðnaðarfyrirtæki landsins greiða. And- virði útflutningsvara járn- og stáliðnaðarfyrirtækjanna nemur 85—90% af andvirði allra útflutningsvara lands- ins. Stálframleiðsla þessa litla lands er 1,5 % af stál- framleiðslu alls heimsins og stálframleiðslan er rúmlega 10.5 tonn á hvern íbúa landsins. Til samanburðar má geta þess, að stálframleiðslan í Belgíu er 0,66 tonn á íbúa,. í .Þýzkalandi 0,50 og í Bandaríkjunum 0,44 tonn á ibúa. Og sömu sögu er að segja af smíðajárnsfram- leiðslunni. Þótt járn- og stáliðnaðurinn sé þannig langsamlega stærsta iðngreinin, þrífst margs konar annar iðnaður í landinu; byggist sumt af honum á fornri hefð, svo sem leðuriðnaður og framleiðsla á leðurvörum. Þá er í landinu mikill timburiðnaður, enda er um þriðjungur landsins, eða yfir 80.000 hektarar skógivaxinn. Og þeir Luxemborgarar stunda enga rányrkju í skógarhöggi sínu, því við sáum viða ungan trjágróður, sem hafði verið gróðursettur þar sem eldri tré höfðu verið höggvin. Þá má nefna vefnaðarvöruframleiðsluna, en hún stend- ur á gömlum merg, en þar, sem annars staðar, hefur tæknin verið tekin í þjónustu framleiðslunnar. Gúmíiðnaður í landinu er ungur að árum, og á sér nokkuð sérkennilega sögu, sem er að vissu leyti ein- kennandi fyrir Luxemborgara. Á árunum eftir stríð tók risafyrirtækið Good Year að leita fyrir sér með að fá land undir stórverksmiðju á meginlandi Evrópu, helzt í Benelux-löndunum. Landið gátu þeir fengið bæði í Hollandi og Belgíu, en það var aðeins falt gegn háu verði og fleiri skilyrðum. En Luxemborgarar sáu sér Þessi mynd er frá Vianden, vinsælum ferðamannastað í Ardennahæðunum. Umhverfið allt er mjög fagurt, og gamall kastali gnæfir yfir bænum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.