Fálkinn - 03.02.1964, Síða 18
Hann hét Steve Miklos þó annað
nafn hefði verið ritað í gestabók
hússins.
Hann hafði tekið sér gistingu und-
ir þessu falska nafni klukkan þrjú
um nóttina og nú — eftir tíu stunda
svefn — sat hann við lítið borð við
gluggann og lagði kapal. Giugginn
sneri mót götunni og stöku sinnum
leit hann upp og gægðist út á göt-
una sem myndaði eina hliðina á
torgi nokkru í þorpi einu. Gatan var
hvít og brennheit í sumarsólinni.
Hann hafði tekið spilastokkinn úr
annarri töskunni, sem hann hafði
borið upp klukkan þrjú um nóttina.
Taska þessi stóð opin á stól þannig
að hann átti hægt um vik að taka
út henni það, sem hann þarfnaðist,
í henni var lítið annað en nokkur
fataplögg og snyrtiáhöld, þau allra
nauðsynlegustu. Hin taskan var
miklu minni og stóð á gólfinu nálægt
rúminu, harðlæst og lokuð. í þeirri
tösku voru eitt hundrað þúsund dal-
ir í seðlum.
Það var ekki að ófyrirsynju, sem
hann gægðist öðru hvoru niður á
götuna. Hann átti von á heimsókn.
Hann hafði mælt sér mót við kven-
mann þennan dag en stundin hafði
ekki verið fastákveðin svo hann gat
ekki vænzt þess að hún birtist ein-
mitt í því að hann gægðist út á göt-
una, — ef hún þá léti sjá sig á ann-
að borð.
Ástæðan til þess að hann lét skrá
sig undir dulnefni á þetta gistihús
klukkan þrjú um nótt og hafði mæl
sér mót við þennan kvenmann var
engin önnur en peningarnir i tösk-
unni. Nóttina áður hafði hann tekið
peningana úr annars manns peninga-
skáp og konan, sem hann átti von
á, var annars manns kona. Pening-
arnir og konan höfðu tilheyrt sama
manninum og þessi maður var hvor-
tveggja í senn voldugur og hættu-
legur.
Steven Miklos, sem þarna sat og
lagði kapal var hvorki voldugur né
hættulegur. Hann var ekki einu sinni
sériega greindur samkvæmt þeim
mælihvarða sem lagður er á gáfur
manna. Hins vegar var hann glæsi-
legur maður og kvennagull mikið.
Til þess að fullvissa sig enn frek-
ar um að hann væri glæsilegur mað-
ur og mikið kvennagull, þá reis hann
á fætur og gekk inn í baðherbergið.
Hann kveikti ljósið fyrir ofan hand-
laugina og skoðaði sig gaumgæfilega
í speglinum og virtist njóta þessarar
athafnar til fullnustu en í raun og
veru leit hann á friðleik sinn með
nokkurs konar hálfkærings ánægju
og þakklæti. Hann var langt frá því
að vera hégómlegur og mat útlit
sitt fyrir það eitt hvaða aðstöðu það
veitti honum. Hann slæddi greiðu upp
úr bakvasanum og þvældi henni
gegnum dökkt hrokkið og gljáandi
hárið. Lokkarnir hringuðu sig upp
jafnótt og þeir losnuðu úr greiðu-
tönnunum. Þegar hann hafði greitt
18 FÁLKINN
sér skamma stund, þá gekk hann aftur
að orðinu við gluggann. Spilin höfðu verið
lögð með hárfínni nákvæmni í síðasta
kaplinum, sem þó hafði ekki gengið upp.
Hann safnaði saman spilunum á ný og
stokkaði þau af slíkri íþrótt og leikni að
ekki fór á milli mála að hér var á ferð-
inni maður. sem kunni að handleika spil.
Og þessu var einmitt þannig varið, hann
hafði í rauninni haft ofan af fyrir sér með
fjárhættuspili.
Hann sat með spilastokkinn í vinstri
hendi, tilbúinn að leggja nýjan kapal þegar
hann leit út um gluggann og hann sat
áfram í þessari stellingu næstum því
eins og hann hefði verið dáleiddur með
spilastokkinn snyrtilega í vinstri hendi
og hægri höndin hvíldi yfir þeirri vinstri,
því að langferðavagn hafði einmitt num-
ið staðar við gangstéttina framan við
gistihúsið, sem jafnframt var eins konar
áfangastaður og út úr bílnum steig kona.
Hann sá grilla í nælonskjört undir stuttu
pilsinu þegar hún steig ofan úr þrepinu
niður á gangstéttina. Hún tók tvö skref
meðfram vagninum og stóð þar með tign-
arlegri fyrirlitningu meðan bílstjórinn
handlangaði farangur hennar inn í gisti-
húsið. Konan fylgdi honum eftir. Hún bar
sig tiginmannlega, hvelfdi barminn og
beitti löngum grönnum fótleggjunum með
útsmognum höfðingsbrag — og bar með
sér að hún var einmitt það glæsikvendi,
sem hún var í raun og veru. Hún hafði
vanizt ýmsum munaði, þægilegu ríkmann-
legu lífi, þessi kona sem Steve Miklos
beið eftir.
Hann hafði risið á fætur og hallaðist
upp að glugganum meðan hún fylgdi bíl-
stjóranum eftir inn í anddyri gistihússins
og hann fann að hann var að komast í
uppnám.
Þetta var óvenjulegt og dálítið trufl-
andi, því að öðru jöfnu var hann heldur
kaldranalegur og fráhrindandi gagnvart
kvenfólki, jafnvel þótt hann leyndi því
og þessi viðbrögð hans gagnvart þessari
einu konu, sem var frábrugðin öllum öðr-
um, varð til þess að honum þótti hann
standa uppi nakinn og viðkvæmur. Hann
fann hjá sér sterka löngun til að fara
þegar í stað niður til móts við hana, en
það hefði verið gagnstætt áætluninni, sem
hafði verið skipulögð út í ýstu æsar. Svo
'hann lét fallast niður á stólinn á ný og
fann greinilega til hjartsláttar.
Hún átti að panta herbergi og borga
fyrirfram eins og hann hafði borgað tvo
daga fyrirfram. Hún mundi bera því við að
hún færi árla næsta morgun og vildi ekki
tefja sig á því að gera upp um leið og
hún færi. Þegar hún kæmi upp á herberg-
ið sitt, mundi hún — að hæfilegum tima
liðnum hringja á skiptiborðið og biðja
um samband við Steve Miklos, vitaskuld
undir því nafni, sem hann var innritaður.
Þegar þau hefðu komizt að herbergis-
númerinu, mundu þau hittast á öðru hvoru
herberginu.
Þar til að því kæmi urðu þau að þreyja
biðina sitt í hvoru lagi. Hann reis á fæt-
ur á ný. kveikti í sígarettu og lagðist á
bakið upp í rúmi, saug djúpt að sér
og blés frá sér þykkum reykjarstrók-
um sem liðuðust upp í loftið og leyst-
ust upp. Meðan hann beið þess að
hún hringdi rifjaði hann upp fyrir sér
tildrögin til þess að hann var nú stadd-
ur hér.
Hún hét Hanna Archer og var gift
manni, sem hét Hugo Archer. Hann hafði
mörg járn í eldinum og yfirvöldin grunaði
meira en þau vissu um ýmislegt, sem
hann tók sér fyrir hendur. Eitt af fyrir-
tækjum hans var eins konar sambland
af veitingahúsi og spilavíti. Þar var hægt
að snæða úrvalsmat við lágværan hljóð-
KVENNAGULL
Í KAUPBÆTI
SpennancSi sakamáiasaga