Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 19
jjgfe.. ■ gHR
'.■'.. '■ ■
mMB
■■■:■
■ ■■
................-_____________________£&
IgÍlllg
SpÉfHll
WmMUim
IffitfflE:
.
Sa$ní&ii$iwiix-
ífií£j íiiiífr '!::ííi:i ■' ‘ ‘
§111
■ ■ ■ :
' V
■'
■■■.—. ----.—.iii—»..rrL
færaslátt á fyrstu hæð. Þar var að verki
strengjahljómsveit, sem af frábærri
leikni lék lög eftir tónskáld á borð við
Victor Herbert, Irvin Berlin og Jerom
Kern hún gat einnig leikið ýrnislegt
annað ef um var beðið. Á annarri hæð
var spilavítið og þar starfaði Steve
Miklos. Að minnsta kosti mátti alltaf
ganga að honum vísum á þessum stað
þótt atvinna hans væri ekki nákvæm-
lega skilgreind né heldur tilgangur
hennar. Hann gekk bara um á meðal
gestanna og geislaði af yndisþokka
gagnvart öllu kvenkyns og þá einkum
og sér í lagi gagnvart Hönnu Archer,
ekki sakir þess að hún væri gestur,
heldur vegna þess að hún var eigin-
kona hins mikla eiganda. Hún varði
flestum kvöldstundum í spilavítinu því
henni féll einkar vel hinn þægilegi
tignarblær, sem hvíldi yfir þessum út-
valda gestahóp og spennan, sem sífellt
lá í loftinu og ætíð fylgir fjárhættu-
spili. Hugo Archer skipti sér hreint
ekki af því þótt henni yrði tíðförlara
þangað eftir að Steve Miklos byrjaði
þar að vinna, ef til vill stóð honum á
sama. Að minnsta kosti lét hann sem
ekkert væri. Ef til vill var þetta því
að þakka að Hönnu tókst að halda
ævintýri þeirra innan hæfilegs ramma,
hvort sem hún hitti Steve í spilavítinu
eða annars staðar eina, hún sá um að
ævintýri þeirra var ekki annað en sak-
laust og tiginmannlegt daður, þetta var
útsmoginn leikur, sem hún lék við tylft
annarra manna.
Svo jafnvel þegar þau voru ein síns
liðs og óhult með öllu hélt hún honum
í hæfilegri fjarlægð og gaf sig aldrei
á vald ástríðum, sem gætu haft einkar
óþægilegar afleiðingar. Til þess var of
mikið í húfi og auk þess var Hugo
Archer ekki lamb að leika sér við. Hann
var aldraður, ljótur maður sem bjó yfir
undarlegu aðdráttarafli. Hann vissi ekki
aura sinna tal og fór með völdin í
skuggalegri veröld þar sem lög og regl-
ur voru ekki beinlínis í hávegum.
Steve var kunnugt um að hann stjórn-
aði harðsnúnu liði sem framkvæmdi
hverja skipun hans. Þeir unnu fyrir
hann ýmis verk sem hann taldi ráð-
legra að láta vinna fyrir sig í stað
þess að vinna þau sjálfur, eftir að hann
hafði náð þessari góðu aðstöðu í þjóð-
félaginu.
I stuttu máli: Hann var ekki einn
þeirra manna, sem æskilegt var að
hafa á móti sér. Hann gat ef þannig
stóð á gleymt einhverjum vinni sinum
eða greiða, sem honum hafði verið
gerður, en hann gleymdi aldrei óvini
eða móðgun.
Og þannig hafði málunum verið hátt-
að þar til nú fyrir sólarhring. Þá höfðu
þau verið á heimili Hönnu, en þangað
kom hann sárasjaldan og aðeins ef svo
stóð á að Hugo Archer var fjarverandi
á leyndardómsfullu verzlunarferðalög-
unum. sem stundum kom fyrir.
—o—
Hún lá á gólfinu og studdi höfðinu
við olnbogana. Hún var íklædd jersey-
blússu og aðskornum langbrókum úr
svörtu flaueli og kreppti fæturna svo
hælarnir námu við þjóhnappana. Þann-
ig dinglaði hún fótunum og var það
afar hugnæm sjón að sjá og hún virtist
sýnu yngri en hún var í raun og veru,
annars var hún 35 ára að aldri. Á þykku
gólfteppi skammt frá henni rambaði
glas fleytifullt af vodka, ísmolum og
appelsínusafa. Langt gagnsætt plast-
rör stóð upp úr glasinu og stöku sinnum
teygði Hanna fram álkuna og saug upp
í sig drykkinn. í hvert sinn er hún
framkvæmdi þessa athöfn brosti hún
letilega við Steve, sem sat á hvítum
mjúkum óttóman og horfði á hana með
feimnislausri girnd í augnaráðinu, brún
augun virtust svört.
— Ástin, sagði hún, — ef þú bara
værir ekki svona voðalega fátækur.
— Afsakaðu, svaraði hann, ég veit
það er óskapleg ókurteisi.
— Ég meinti nú bara að það hefoi
Framhald á bls. 31.
FÁLKINN 19