Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 20

Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 20
SVEIMIM SÆMEMIISSOM Tveir í skoti Frlðbert Eií Gísiason skipstjóri á Hvai VII. segir frá ýmsu merkilegu í sambandi við hvali og hvalveiðar Um langan aldur hafa hvalveiðar þótt einna æsilegastar veiðar, þær er eru stundaðar á sjó. Eftir að veiðar stór- hvala hófust, voru þær stundaðar á opnum skipum lengi vel; hvalveiði- menn réru að hvalnum þar sem hann dormaði í sjóskorpunni og einu vopnin voru handskutlar. Hvalurinn tók á sprett við sársaukann með bátinn og mennina í togi og sú ferð mun oft hafa endað á þann veg að bátnum hvolfdi og mennirnir fórust, eða að báturinn brotnaði við sporðköst risaskepnunnar. En ef heppnin var með veiðimönnun- um, þá voru fleiri skutlar færðir í skepnuna og hún dró bátinn unz hana mæddi blóðrás og þreyta og veiðimenn gátu yfirbugað hana um síðir. Sagt er, að áður en hvalveiðimenn almennt höfðu byssur meðferðis, hafi einn eða fleiri stokkið upp á hvalinn Friðbert EIí stendur hér við brúarglugg- ann og horfir til hafs. Skyldi ekki einhvers staðar sjást blástur? eftir að hann var orðinn mæddur og veitt honum banasár með langri lensu. Slíkar aðfarir hafa ekki verið heiglum hentar, enda komu sjaldnast allir aftur er í slíkar veiðiferðir lögðu. Hvalveiðar hafa verið stundaðar við ísland öðru hvoru hin síðari ár, nú samfellt síðan árið 1948, er hvalstöðin í Hvalfirði var reist og tók til starfa. Veiðar hér við land höfðu þá legið niðri um margra ára skeið, enda mála sannast, að fátt var orðið um stór- hveli eftir útrýmingarveiðiaðferðir þær, sem hér voru stundaðar um og eftir aldamót. Þá var engu hlíft. Allt var veiðimönnum jafn kærkomin veiði, hvort það var stórhveli af eftirsóknar- verðustu stærð eða mjólkandi kven- hvalur með lítinn kálf sér við hlið eða þá kálfurinn sjálfur. Friðbert Elí stendur hér (t. h.) við stærsta bláhvalinn, sem hann skaut, en þessi hvalur var jafnframt einn síðasti bláhvalurinn, sem veiddist hér við land, áður en þessi hvaltegund var friðuð. Bláhvalirnir eru engar smáræðis skepnur. Þessi mun hafa verið nálega 80 tonn á þyngd.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.