Fálkinn - 03.02.1964, Blaðsíða 21
Hvalur 7 siglir inn Hvalfjörð með óvenjulegan feng, sjö hvali. Þrír hvalanna eru á
tekin árið 1961 og segir frá þessari veiðiferð í greininni.
Nú er öldin önnur í þessum
efnum.
Farið er eftir ströngustu
reglum um veiðarnar og þótt
fátt eitt sé vitað um lífshlaup
þessara stærstu íbúa hafanna,
er fylgzt með því að ofveiði
höggvi ekki óbætanleg skörð í
stofninn.
Það var á sunnudegi seint
í mai. Mannfjöldi niðri á Ægis-
garði og kvöldsólin glampaði
á sléttan hafflöt hafnarinnar
og nýmálaða hvalfangarana,
sem lágu í röð vestan við garð-
inn. Fjöldi fólks á bryggjunni,
stemmning í loftinu. Klukkan
nákvæmlega níu er skipun
gefin; Sleppa! og hvalveiði-
skipin leggja frá landi hvert
af öðru, þau snúa fyrir framan
bryggjuhausinn og taka skriðið
út úr hafnarmynninu um leið
og þau kveðja með eimblístrun-
um. Hvalveiðivertíð sumarsins
er hafin.
Skipin hafa samflot fyrsta
spölinn. Þau fara á sömu ferð
út Flóann og laust að Engey
taka þau stefnu fyrir Snæfells-
nes. Áhafnirnar ganga til hvílu,
nema vaktin, því nú verður
ekki slakað á unz haust gengur
í garð og vertíð lýkur, en
þangað til munu skipin ösla
þessa sömu leið um sólbjartan
dag eða úrvals nótt eftir að
hafa fært feng að landi.
Fyrir nokkru barði ég upp á
hjá Friðrik Elí Gíslasyni, skip-
stjóra á Hval 7 og bað hann að
segja mér eitthvað um hval-
veiðar.
Hann er að ljúka við að
byggja nýtt og glæsilegt ein-
býlishús og var að spónleggja
hurðir í fataskápana. Það fór
svo, að ekki var smíðað meira
þetta kvöld, heldur rabbað um
veiðiskap.
— Ég byrjaði á hvalveiðun-
um vorið 1951, þá nýkominn
úr Stýrimannaskólanum. Skip-
stjórinn, sem jafnframt var
skytta, eins og tíðast er á hval-
veiðiskipunum, var norskur
maður. Þetta var manni fram-
andi veiðiskapur. Ég hef verið
til sjós alla tíð, bæði á bátun-
um og á togara en hvalveiðar
eru allt annað og það þarf
mikla sérhæfingu til þess að
stunda þær veiðar með árangri.
Maður þarf að læra að þekkja
tegundir og að sjá hve stórir
hvalirnir eru. Það er t. d. bann-
að að skjóta langreyð sem er
undir 50 fetum og meðan leyft
var að skjóta bláhveli máttu
þeir ekki vera minna en 65
feta. Nú hefur bláhvalur verið
friðaður í nokkur ár til
reynslu. Það var álitið að mjög
væri gengið á stofninn. Einnig
er stranglega bannað að skjóta
svokölluð mjólkurhveli, þ. e.
hvalkú með kálf. Það kem-
ur fyrir að þetta hendir og þá
hinni hlið skipsins. Myndin var
venjulega undir þeim kringum-
stæðum, að kálfurinn hefur
orðið viðskila við móðurina eða
drepist af einhverjum ástæð-
um, því það eru fleiri en menn-
irnir á eftir þessum greyjum.
Ef þetta hendi erum við auð-
vitað skyldugir til að koma með
þá að landi en fáum ekkert
fyrir.
— Hvenær skaust þú fyrsta
hvalinn?
— Það var haustið 1951.
Norski skipstjórinn sem var
með skipið, fór heim til sín
áður en vertíð lauk. Það var
fenginn skipstjóri til þess að
fara út með skipið, en ég var
skytta í þessari ferð. Hafði
ekki siglingatíma til þess að
vera skipstjóri í þessari ferð.
Þarna fékk ég minn fyrsta
hval, 70 feta bláhval. Auðvitað
var maður taugaspenntur, því
Framhald á bls. 39.
FÁLKINN
21