Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Síða 22

Fálkinn - 03.02.1964, Síða 22
Víðast þar sem drottningin fer er henni fagnað af mikl- um mannfjölda, sem þreng- ir að henni og fylgdarliði hennar. Vissulega gott tæki- færi fyrir geðveikan morð- ingja. Það er ekki létt verk fyrir Perkins að bera ábyrgð á lífi hennar undir slíkum kringumstæðum. Að vísu munu flestir þeirrar skoðunar, að lítil hætta sé á Því, að nokkur fari að sýna drottningunni banatilræði, en þó er sá möguleiki ávallt fyrir hendi. Geðveikir menn sækjast oft eftir lífi þjóðhöfðingja, án þess að hafa nokkra ástæðu til þess, og á sama hátt gæti yfir sig æstur maður í mann- þröng aðhafzt eitthvað, sem ógnað gæti lífi hennar. Það er starf Alberts Perkins, yfirlögregluþjóns, að fylgj- ast vandlega með öllum hreyfingum viðstaddra og vera alltaf á undan, ef eitt- hvað grunsamlegt er á seiði. Eins og vera ber, fer ekki Drottningin og Filippus mað- ur hennar aka heim frá Póló- keppni. Perkins situr í bak- sætinu og bendir á stytztu leiðina heim, og honum er vitanlega hlýtt. LÍFVÖRÐUR Bretadrottningar Eftir að launmorðingja tókst að vinna á John. F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, hafa menn í öðrum löndum eðlilega hugleitt, hvort slíkir atburðir geti gerzt víðar. Allir vita, að forsetans var gætt af þaulæfðum lífvörðum, sem höfðu svarið, að þeir myndu heldur láta lífið en láta gera forsetanum mein — en allt kom fyrír ekki. Fyrir launmorðingjum eru menn yfireitt varnarlausir. Þessi grein fjallar um manninn, sem ábyrgð á lífi Elísabetar Bretadrottmngar, hvert sem hún fer — fylgir henni eins og skuggmn hennar, þegar hún er í opinberum ferðum og þegar hún ferðast í einkaerindum — Perkins yfirlögregluþjón. FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.