Fálkinn - 03.02.1964, Page 23
*
*
Þegar drottningin er á opinberum ferðalögum er ljósmyndurum að sjálfsögðu ekki mein-
að að taka af henni myndir og Perkins verður að sitja á sér.
mikið fyrir Perkins alla jafna.
Þó situr hann oftast í framsæti
drottningarbifreiðarinnar, og
ef ekki þar þá í næsta bíl fast
á eftir. íhugul augu hans fylgj-
ast með öllum hreyfingum við-
staddra, og það er sagt, að hann
sé mjög fljótur að þrífa til
byssunnar, sem hann geymir í
litlu hulstri, sem hangir um
öxl hans innan undir jakkan-
um, og að hann sé mjög hitt-
inn...
Perkins er enginn nýgræðin-
ur i starfinu. Áður en hann
var til þess settur að gæta lífs
og lima Elísabetar drottningar
hafði hann haft þann starfa að
vernda móður hennar, og líf-
vörður hjá brezku konungs-
fjölskyldunni hefur hann verið
í tvo áratugi.
Eðlilega eru miklar varúðar-
ráðstafanir viðhafðar, þegar
drottningin er á ferli. Sjaldan
munu þær hafa verið jafn mikl-
ar og síðastliðið sumar, þegar
grísku konungshjónin heim-
sóttu Bretland, en eins og
flestum er enn í fersku minni
voru þá mikil uppþot og kröfu-
göngur í Lundúnum, sem land-
flótta Grikkir og aðrir, er
vildu mótmæla stjórnarfarinu
í Grikklandi, sem til þessa hef-
ur ekki þótt um of lýðræðis-
legt, stóðu fyrir. Þegar drottn-
ingin og maður hennar buðu
grísku konungshjónunum í
Aldwych-leikhúsið, voru hvorki
meira né minna en 5000 ein-
kennisbúnir lögreglumenn að
störfum, auk fjölmargra óein-
kennisbúinna. 1000 lögreglu-
menn voru í næsta nágrenni
sjálfs leikhússins. Þegar bif-
reið drottningarinnar renndi
upp að leikhúsinu og hún steig
út, vatt hár og herðabreiður
maður sér út úr framsæti bíls-
ins og var, áður en nokkur átt-
aði sig á, kominn á milli drottn-
ingarinnar og mannfjöldans.
Áður en menn þeir, er báru
kröfuspjöldin höfðu almenni-
lega áttað sig og aðeins sáralít-
ið „baulað“ gekk drottningin
inn um dyrnar — og enn var
Perkins á milli hennar og
mannfjöldans, eins og skjöld-
ur. Ekki er ósennilegt, að hann
hafi brosað feginsamlega, þeg-
ar drottningin var komin inn.
Þótt almennt sé ekki reikn-
að með því að launmorðingjar
ógni lífi Bretadrottningar, eins
og fyrr segir, eru lífverðir
hennar samt þrautþjálfaðir
menn. Þeir hafa allir lært jap-
anska glímu, eru góðar skytt-
ur og fljótir að grípa til vopn-
anna og læknar fylgjast stöð-
ugt með heilsu þeirra. En Perk-
ins og menn hans eru viðbúnir
fleiru en morðárásum. Hvert
sem drottningin fer í ferðalag
fer Perkins á undan henni.
Hann kannar leiðirnar, sem
hún á að fara, hann talar við
starfslið viðkomandi gisti- og
veitingahúsa og hann ákveður,
hvar menn hans eiga að standa
vörð, þegar hennar hátign
kemur. Og þótt drottningin
fari aðeins í leikhúsið, kemur
Framh. á bls. 36.
FALKINN