Fálkinn - 03.02.1964, Side 26
ÞÆTTIR
IJR ÆVI
JOHIM F.
KENIMEDY
IV. HVER8VEGNA
SVAF ENGLAND?
josepn Kennedy sendi fjöl-
skyldu sína til Bandaríkjanna
skömmu eftir upphaf styrjald-
arinnar. Störf hans höfðu auk-
izt um allan helming og gaf
hann sig allan að þeim. í
skýrslu til Roosevelts í lok
september sagði hann, að Pól-
land væri að fullu og öllu
glatað. Og þótt Hitler yrði
fótaskortur, kæmi kommúnismi
og upplausn í kjölfar hans.
Breta og Frakka taldi hann
ekki geta borið sigurorð af
Þjóðverjum. Síðar um haustið
skrapp hann til Bandaríkjanna
til viðræðna við Roosevelt.
Hann hélt fram þeirri skoðun,
að Bandaríkjunum kæmi bezt
að halda sér utan við styrjöld-
ina. Eins og allt væri í pott-
inn búið, kæmi aðstoð við
Bretland að litlu haldi. En með
nazistum hafði hann enga sam-
úð. Hann taldi þá vera óvin-
veitta „lögum og rétti, fjöl-
skyldulífi og jafnvel trúar-
brögðum.“ Þessar skoðanir sín-
ar lét hann ekki aðeins í ljós
við Roosevelt, heldur einnig
við blaðamenn. Hann gætti
þess ekki, að ummæli hans
birtust ekki síður í brezkum
blöðum en bandarískum. Þegar
hann kom aftur til Bretlands,
tók hann eftir því, sér til
mikillar furðu, að hinar miklu
vinsældir hans þarlendis höfðu
þorrið. Bretar, sem farnir voru
að telja hann einn þeirra, höfðu
vænzt, að hann talaði máli
þeirra við bandarisku ríkis-
stjórnina. Upp frá því tók
hann ekki jafn mikinn þátt í
samkvæmislífi London og áður.
Jack tók til óspilltra mál-
anna við námið, þegar hann
kom aftur til Harvard-hskóla
eftir ferðalag sitt um Evrópu
og löndin við botn Miðjarðar-
hafsins. Til að vinna upp það,
sem hann hafði farið á mis við,
sótti hann námskeið í stjórn-
fræði og hagfræði þau, sem
áskilin voru. Hann hlaut ein-
kunnina B í öllum námsgrein-
um sínum um veturinn. Prófi
hugðist hánn ljúka með viður-
kenningu í stjórnfræði. En til
þess að hljóta þá viðurkenn-
ingu varð hann að skrifa próf-
ritgerð. Að ritgerðarefni kaus
hann sér „Friðþægingu í Mún-
chen“. Samning ritgerðarinnar
var helzta viðfangsefni hans
um veturinn. Á ferðum sínum
hafði hann veitt því athygli að
Chamberlain lá hvarvetna und-
ir ámæli. Og í Bandaríkjunum
naut hann lítillar virðingar. f
ritgerðinni leitaðist hann við
að svara þeirri spurningu,
hvort gagnrýnin gegn Cham-
berlain væri sanngjörn. Voru
Bretar ekki óvígbúnir 1938?
Átti brezka ríkisstjórnin ann-
arra kosta völ en að ganga
til samninga við Hitler í
Múnchen? Um sumarmál lauk
hann við ritgerðina. Á loka-
prófunum hlaut hann vitnis-
burðinn „cum la“, en fyrir
ritgerðina var honum gefin
einkunnin „magna cum laude“.
Jack var útskrifaður frá
Harvard-háskóla í júní 1940
að viðstöddum móður sinni og
systkinum. Faðir hans sendi
honum í símskeyti frá London
hjartanlegar árnaðaróskir.
Það var um þetta leyti, sem
Joe hóf afskipti af stjórnmál-
um. Sem stuðningsmaður A.
Farleys náði hann kosningu
í Massachusetts til flokksþings
demokrata, sem kjósa skyldi
frambjóðanda flokksins við for-
setakosningarnar í nóvember
1940. Þegar þingið kom saman,
hafði Roosevelt gefið kost á
sér til framboðs. Leiðtogar
flokksins hugðust þá koma því
til leiðar, að hann yrði einróma
kjörinn með lófataki. í sendi-
nefndinni frá Massachusetts
neitaði Joe einn að láta af
stuðningi við Farley. Einn leið-
toga flokksins hringdi þá til
Josephs Kennedy og bað hann
að tala um fyrir syni sínum.
Joseph Kennedy kvaðst ekki
taka fram fyrir hendur sonar
síns. Og Joe sat við sinn keip.
Næsta vetur, en þá var hann á
síðasta ári sínu við Harvard-
háskólann, stóð hann að samtök-
um einangrunarsinna. f janúar
1941 var eftir honum haft, að
það kæmi Bandaríkjunum bet-
ur að eiga vöruskipti við
Evrópu, hernumda af nazist-
um, en að ganga til allsherjar-
stríðs.
Eftir fall Frakklands 1940
lét Chamberlain af stjórnar-
forystu í Bretlandi. Við henni
tók Winston Churchill. Á ytra
borði virtist fara vel á með
forsætisráðherranum og sendi-
herra Bandaríkjanna þrátt fyr-
ir gamlar væringar Þótt Joseph
Kennedy færi í skýrslum sínum
viðurkenningarorðum um við-
nám Breta og baráttuhug,
beitti hann sem fyrr áhrifum
sínum gegn hvers konar íhlut-
un Bandaríkjanna í styrjöld-
inni.
Samt sem áður brá hann
skjótt við, þegar Roosevelt bað
hann að leggja sér lið í kosn-
ingabaráttu sinni. f London lét
hann þess getið, að hann kynni
að fara alfarinn þessu sinni.
Honum var þess vegna fylgt
úr hlaði. Konungur og drottn-
ing buðu honum til hádegis-
verðar. Og hann var Ijósmynd-
aður, þegar hann kvaddi
Churchill með handabandi
utan við Downing Street 10.
Til stuðnings Roosevelts flutti
Joseph Kennedy 29. október
ræðu, sem útvarpað var um
114 stöðvar. Hann komst svo
að orði: „Bandaríkin þurfa
ekki að ganga til styrjaldar-
leiksins nema á þau verði ráð-
izt.“ Degi síðar hélt Roosevelt
ræðu í Boston og sagði þá þessi
fleygu orð sín:„ Drengirnir
ykkar verða ekki sendir í út-
lendar styrjaldir.“ Að margra
dómi var ræða Josephs Kenne-
dys sú áhrifamesta þeirra,
sem stuðningsmenn Roosevelts
fluttu í kosningabaráttunni.
Fáeinum dögum eftir for-
26 FÁLKINN